Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 13
Ljósm.: Matthías Matthiasson sinn stað og þær soðnar saman eða tengdar með tengjum. Tók einn til tvo daga að leggja 1 km langa lögn, þvi aðeins var til eitt suðutæki á landinu. 1 byrjun var mjög erfitt að koma plastpípunum upp hraunið, því að það færðist til um 1—2 metra á klukkustund, og einnig var hætta á, að plastið bráðnaði. Þetta tókst þó vonum framar vegna sveigjanleiks pípnanna, og vatnið, sem um þær var leitt, kældi þær nægilega mikið til að standast hitann. Þar sem heitast var, voru trébúkk- ar settir undir pipurnar, en þeir brunnu undantekningarlaust. Ál- og asbestbúkkar voru síðan notaðir, og kom það fyrir að álbúkkarnir bráðn- uðu við hitann, og sýnir það glöggt, hversu viðnámsmiklar plastpípurnar voru. Mynd (4 a, b, c og d) sýnir legu pípna á fjórum mismunandi tímum. Þann 5. apríl, þegar lokið var við að koma upp öllum dælum, sem bárust, var aðallega unnið við að kæla hraun- kantinn norðan- og vestanverðan. 15. apríl liggja leiðslurnar lengra inni á hrauninu við Sólhlíð og tvær nýjar leiðslur, um 1600 m á lengd hvor, liggja á hraunbreiðunni norð- an við gíginn í 90 metra hæð yfir sjávarmáli. Hinn 30. apríl höfðu leiðslur verið lagðar enn lengra inn á hraunið, einkum um miðbik þess svæðis, sem kælt var, og þann 30. maí náðu leiðslurnar þangað, sem þeim var endanlega ákveðinn staður. Var þar með því takmarki náð að kæla hraunflötinn vestan hugsaðrar línu frá gíg út fyrir Ystaklett. Leiðsl- urnar voru lítið færðar til þaðan í frá fyrr en á tímabilinu 19. júní til 10. júlí, er smám saman var tekið að draga úr kælingu. Rétt er að geta þess, að farið var að ráðum Þorbjörns Sigurgeirssonar, prófessors, þegar ákveðið var, hvar kæla skyldi, en hann fylgdist með hreyfingu hraunsins og sagði til um hættusvæðin. Mannafli 1 byrjun apríl, þegar kæling náði hámarki, unnu um 75 manns við kælinguna. I maí var starfsmönnum fækkað I 40—50, og i byrjun júní voru þeir um 30. Oftast var vinnu þannig háttað, að menn unnu í 12 daga samfleytt frá kl. 08—22, en fengu síðan tveggja daga leyfi á full- um launum. Við vélgæslu og gíg- TlMARIT V F I 1974 — 75

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.