Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 7
EFNISYFIRLIT:
Bls.
Birting heimilda 69
límarit
VERKFRÆÐINGAFÉLACS
ÍSLANDS
59. ÁRG. 5. HEFTI 1974
BIRTING HEIMILDA
Valdimar Kr. Jónsson
og Matthias Matthíasson:
Hraunkælingin á Heimaey -
Verklegar framkvæmdir 70
•
Heiðursdoktorskjör
í Verkfræði- og raunvísindadeild
Háskóla íslands 82
•
Nýir félagsmenn 83
ÚTGEFANDI:
VERKFRÆÐINGAFÉLAG (SLANDS,
BRAUTARHOLTI 20, SlMI 19717
RITNEFND:
HÁKON ÓLAFSSON, KRISTJÁN
JÓNSSON, VALDIMAR KR. JÓNSSON,
HALLDÓR SVEINSSON OG ÓSKAR
MARÍUSSON
RITSTJÓRI:
PÁLL LÚÐVlKSSON
UMBROT:
GlSLI ÓLAFSSON
ÁRGANGURINN 6 HEFTI
PRENTAÐ í STEINDÓRSPRENTI H.F.
Forsíðumyndina tók Matthías Matthíasson
og er hún frá gosinu i Heimaey og sýnir
glóandi hraunrennslið, en i forgrunninum
vinstra megin sér á vanga Þorbjörns Sig-
urgeirssonar prófessors.
Gosið í Heimaoy er mönnum enn í
fersku minni. Meðan á því stóð vann
fjöldi vísindamanna og verkfræðinga
að ýmsum rannsóknum í Heimaey
og fjöldi þeirra tók einnig virkan
þátt í björgunar- og varnaraðgerð-
um, sem miðuðu að því að draga úr
eyðileggingarmætti eldgossins.
Allt, sem þarna var gert, var unnið
skipulega og undir stjórn manna, sem
gjarnan skrá heimildir um það, sem
gerist og þær aðgerðir, sem viðhafð-
ar eru og árangur þeirra og niður-
stöður og má síðan draga ályktanir
af þessum heimildum. I>ess vegna
eru til í fórum þeirra, sem þarna
voru að verki, ýmsar merkilegar
heimildir, sem fæstar hafa birst
skipuiega á jirenti enn sem komið er.
Meðan á gosinu stóð hélt Verk-
fræðingafélag Islands tvo félags-
fundi þar sem náttúruhamfarir voru
á dagskrá. Eftir að gosinu lauk hélt
félagið siðan enn einn fund um gosið
og var þar rætt um afleiðingar þess
j frá tækniiegu sjónarmiði. Þar voru
flutt 5 erindi um ýmsa þætti gossins
og aðgerðir gegn því af mönnum,
sem dvalist höfðu Iangdvölum i
Heimaey á meðan á gosinu stóð og
höfðu þeir þvi fylgst vel með öllu
á staðnum. Þessara erinda hefur áð-
ur verið getið hér í tímaritinu og
eins var getið þeirra umræðna, sem
fram fóru á fundinum og þar á með-
al þeirra, sem snerta það efni, sem
hér skal minnst á.
í umræðum á nefndum fundi kom
fram áskorun til þeirra, sem voru
við störf í Heimaey um að birta
greinar um það, sem þar fór fram,
því að margt af því er stórmerkilegt
og á sér ekki hliðstæðu annars staðar
í heiminum við þær aðstæður, sem
þarna ríktu. Eins var bent á, að ýms-
ar heimiklir, sem vitað var um, veittu
glöggar upplýsingar um sögu goss-
ins og þau störf, sem þar voru unn-
in, og væru því heimildir, sem varð-
veita beri til upplýsingar og fróð-
leiks síðar meir.
Tímaritið gerði strax ráðstafanir
til að fá til birtingar nokkuð af þeim
heimildum, sem fram komu á áður-
nefndum fmidi og birtist nú fyrsta
greinin um það efni, sem var til um-
ræðu á fundinum og loforð hafa feng-
ist um meira efni af þessu tagi.
Hér í timaritinu hefur áður verið
tekið undir þær hvatningar, sem
fram hafa komið um birtingu heim-
ilda sem þessara og skal það enn
ítrekað.
Þess vegna er þeim tilmælum beint
til þeirra, sem eiga í fórum sínum
heimildir um gosið og aðgerðir á
meðan á því stóð, að þeir gangi frá
þessu efni til birtingar á prenti og
er tímaritið opið þeim, sem vilja
koma efni sem þessu á framfæri.
Jafnframt vill timaritið þakka
þeim, sem hafa gert og munu gera
heimiidir um gosið aðgengilegar fyrir
þá, sem aðeins fylgdust með þvi úr
fjarlægð. — PL.