Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 25

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 25
Stærðfræ5i Eðlisfræði Efnafræði Jarðfræði 17 (10) 4 ( 4) 5 (10) 13 (19) 5 ( 3) 7 ( 7) 46 (40) 6 (-) 2 (-) Jarðeðlisfræði Landafræði Líffræði Teiknifræði Haffræði Alls 105 (93) Haffræði er kennd í fyrsta sinn á þessu ári. Þess má geta í sambandi við þessar tölur, að flestar aðrar deildir háskólans hefja kennsluár sitt um mánuði seinna en verkfræði- og raunvísindadeild og er því mikil hreyfing á stúdentum um mánaðamótin september—október. Sem dæmi má nefna það, að um miðjan október hafði um þriðjungur stúdenta, sem skráðir voru í verkfræðinám, annaðhvort hætt eða farið í annað nám. [ verkfræðiskor deildarinnar starfa nú 11 fastir kennarar, 8 aðjúnktar og um 45 aðrir stundakennarar. Á þessu ári hafa tveir fastir kennarar bæst í hópinn: Einar B. Pálsson verkfræðingur var skipaður prófessor í bæjarverkfræðigreinum frá 1. júní 1974 og dr. Geir A. Gunnlaugsson var settur dósent i véla- og skipaverkfræði frá 1. ágúst 1974 með aðalkennslugreinar burðarþolsfræði skipa og véla og vélhlutafræði. — VKJ FRÁ RANNSÓKNASTOFNUNUM Frá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins [ byrjun árs 1969 fluttist Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins í ný húsakynni á Keldnaholti. Vegna efnahagsörðugleika í þjóðfélaginu á þeim tíma, var þó frestað framkvæmdum við skrifstofuálmu hússins. Af þessum sökum hefur stofnunin átt við húsnæðisskort að glíma að undanförnu. Nú eru hins vegar hafnar framkvæmdir við byggingu skrifstofuálmu, og áætlað er að taka hana í notkun að nokkru leyti á næsta ári. Byggingin verður einangruð að utanverðu með steinullarmottum og klædd með loftræstri áklæðningu. Nýlega komu út tvö ný Rb-blöð, sem verið er að dreifa til áskrifenda. Annað blaðið fjallar um steinsteypu, gæðaflokkun og leiðbeiningar við lýsingu á steypu og steypugæðum. Blaðið greinir frá því, hvernig blanda skal steinsteypu með þvi að nota blöndunartöflur og beita prófblönduaðferð. Blaðið er ætlað til notkunar við minniháttar steypuframkvæmdir, þar sem ekki er þörf fullkomnari forskrifta eða staðalákvæða. Fyrsti kaflinn er ætlaður mannvirkjahönnuðum til leiðbeiningar, en síðari kaflinn á að leiðbeina þeim, sem sjá um framkvæmdirnar. Hitt blaðið fjallar um útveggjaklæðningu, loftræst ytra byrði. I blaðinu er gerð grein fyrir þeim ágangi, sem á byrðinu mæðir, svo og hlutverki byrðisins, gerð þess og frágangi. I apríl s.l. var gefið út Rb-kostnaðarkerfi. Tilgangurinn með því riti er að koma á stöðluðu formi til að fara eftir við sundurliðun og skrásetningu byggingar- FRÁ ÖÐRUM STOFNUNUM 1. þing Bandalags háskólamanna 1. þing Bandalags háskólamanna var haldið að Hótel Loftleiðum dagana 29. og 30. nóvember s.l. Þingið sátu 130 fulltrúar hinna ýmsu aðildarfélaga BHM. Formaður BHM, Markús Á. Einarsson, setti þingið. Eftir þingsetningu ávarpaði fjármálaráð- herra þingfulltrúa, þá flutti Jónas Haralz bankastjóri erindi um efnið: Er hætta á offjölgun háskólamanna? Meðal gesta á setningarfundi voru: forsætisráðherra, menntamálaráðherra, formaður BSRB, formaður Vinnuveitendasambandsins og rektor Háskóla Islands. Að loknum setningarfundi hófust venjuleg aðalfundarstörf. Tvö félög voru tekin inn í Bandalagið, Félag íslenzkra sjúkraþjálfara og Tæknifræðingafélag Islands. Jónas Bjarnason, formaður launamálaráðs, hafði framsögu um kjaramál. Starfshópar störfuðu um eftirtalin efni:

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.