Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 18
hreyfing-u meðan á kælingu stóð, en
misjafnlega mikilli þó. Minnkaði
hreyfingin jafnt og þétt, einkum þar
sem kælt var.
Mynd (9) sýnir hreyfingu hraun-
kantsins í bæjarlandinu dagana 25.
mars til 31. mars. Mest er hreyfing-
in aðfaranótt 26. mars, enda lítið
kælt á þeim tíma, vegna þess að
unnið var við að bjarga leiðslum und-
an hrauninu. Þann 28. mars var tek-
ið að kæla á nýjan leik, og þann 29.
mars var kælivantsrennslið komið i
400 1/s. Var öllu rennslinu beint að
þessum hraunkanti. Þann 31. mars
er hraunið komið í sundið við Fisk-
iðjuna og eftir það er hreyfing
hraunkantsins óveruleg.
Mynd (10) sýnir hreyfingu hraun-
breiðunnar á rúmlega fimm vikna
tímabili, eða frá 25. mars til 30. apríl.
Þess skal getið, að mjög erfitt var
að fást við mælingar á hraunstreymi
á þessu tímabili, þar sem vandkvæði
voru á að staðsetja punkta vegna
gufu, sem myndaðist við kælinguna.
Þó að færslupunktar séu fáir, má þó
fá nokkuð glögga mynd af hraun-
streyminu. Við ákvörðun á hreyfingu
þessara punkta var stuðst við horna-
mælingar og athuganir á loftmynd-
um.
Ef fyrst er athugaður vestasti
punkturinn (A), sést, að mikil hreyf-
ing er á hraunbreiðunni milli 27. og
31. mars, eða um 150 metrar. Á
næstu fjórum dögum nemur hreyf-
ingin 76 metrum, eða 19 m/dag að
meðaltali. Þessi hraði hélst fram til
6. apríl, en þá fer áhrifa kælingar á
hrauni við Sólhlíð að gæta, og eftir
9. apríl er engin hreyfing á þessum
punkti.
Næsti punktur (B) er á hraun-
flákanum austan við Skans, sem
kældur var í byrjun mars. Engin
hreyfing varð á þessum punkti síðar.
Næstu tveir punktar, (C) og (D),
sýna glöggt áhrif kælingar á stefnu
hraunstraumsins. Punktur (C) er
settur inn 27. mars og með honum
fylgst til 31. mars. Þann 1. apríl hefst
mikil kæling eftir veginum (brota-
línan) norðan við punkt (C) og ekki
hægt að mæla færslu á þeim punkti
eftir það vegna gufu. Þann 25. mars
var settur inn annar punktur, (D), í
u.þ.b. 300 m fjarlægð suðaustanmeg-
in við punkt (C). Til að byrja með
virðist hraunið renna í sömu stefnu
á þessum tveim punktum. Þann 6.
apríl er punktur (D) kominn þangað,
sem punktur (C) var þann 27. mars,
en þá breytir hann um stefnu til
norðurs, að öllum líkindum vegna
kælingarinnar, og heldur henni þar
til 30. apríl, þegar hann stöðvast.
TAFLA 2
Yfirlit yfir kostnað við hraunkœlingu
Þús. Þús.
Þjónusta: kr. kr. %
Björgun h.f.....7.550
Vita- og hafnarm. 2.255
Orkustofnun .... 1.125
Verkfræðiþjónusta 4.630
Héðinn, Vélsm. . . 2.090
Ýmis þjónusta . . 6.405
24.055 17,8
Laun: .................. 33.960 25,2
Efni:
Plastpípur frá
Reykjalundi .... 1.560
Lokar frá Innkaup 3.195
Ýmsir efnissalar. 1.370
16.125 12,0
Bensín og olía......... 16.500 12,3
Áætlaður kostnaður
dælubúnaðar, fengið að
láni eða keypt ........ 44.000 32,7
134.640 100,0
Punktur (E) sýnir, að í apríllok
er ennþá lítils háttar hreyfing á
hraunbreiðunni sunnan við „Flakk-
arann“, og þrýstir hún á hann.
Mynduðust fellingar i yfirborði
hraunsins á um 50 m breiðu svæði;
var bylgjulengd þeirra um 5 m og
hæð 2—3 m frá bylgjudal til bylgju-
topps.
Aðrir punktar eru á svæði, sem
ekki var kælt, og virðast þeir gefa
til kynna, að straumhraðinn hafi
verið talsvert meiri þar en á kældu
hrauni.
Við samningu þessa kafla er
stuðst við gögn frá Landmælingum
Islands, Orkustofnun og Forverki
h.f.
Kostnaður við kælinguna
Ekki er allskostar auðvelt að
reikna nákvæmlega út kostnað við
kælinguna, því að erfitt er að greina
á milli hinna ýmsu framkvæmda.
Sem dæmi má nefna, að kostnaður-
inn við að byggja varnargarð úr
vikri í byrjun gossins er ekki tal-
inn með kostnaði við hraunkæling-
una. Aftur á móti er varnargarður-
inn, sem enn stendur uppi við Vilpu,
talinn með.
1 byrjun var erfitt að halda að-
skildum launagreiðslum til hraun-
kælingar og annarra björgunar- og
varnarstarfa, því að menn unnu við
hvort tveggja, og eru þessar tölur
því áætlaðar. 1 lok mars tók þetta
að skýrast öllu betur.
Tafla 2 er yfirlit yfir kostnað.
Honum er skipt í fimm hluta; að-
keypta þjónustu, laun, efni, bensín
og oliu og dælubúnað. Aðkeypt
þjónusta er 24 milljónir króna, eða
17,8% af heildarkostnaði. Þar af eru
greiðslur til Björgunar h.f. stærsti
80
TlMARIT V F f 1974