Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 14
vakt var unnið á vöktum. Verkfræð-
ing-ar unnu eina viku í senn í Eyjum
við stjórnun verksins og voru næstu
viku í landi. Var þessi háttur hafður
á til að koma i veg fyrir ofþreytu,
auk þess sem þeir höfðu öðrum
skyldustörfum að gegna.
Meðfylgjandi tafla gefur hugmynd
um, hvernig mannaflinn skiptist á
þessu tímabili. Tölur þessar gefa til
kynna þann starfsmannafjölda, sem
var að störfum hverju sinni.
Athygli vekur e.t.v. sá liður töfl-
unnar, sem nefndur er gígvakt. Að-
dragandi að þessari vakt var sá, að
þann 26. apríl rann hraun frá gígn-
um eftir gili, sem myndast hafði í
vesturjaðri hraunsins, og varð eng-
inn þess var fyrr en eftir að hraun-
straumurinn hafði stöðvast sjálf-
krafa. Var ákveðið að leggja leiðslur
tengdar brunaslöngum meðfram gil-
barminum til að sprauta vatni yfir
hraunið, ef það tæki að renna á ný.
Þessi leiðsla komst næst gígnum af
þeim, sem lagðar voru, eða í u.þ.b.
150 metra fjarlægð frá gigbarmi.
Var gígvakt staðin allan sólar-
hringinn upp frá því til að koma í
veg fyrir, að slíkur atburður endur-
tæki sig, og hélt hún skrá yfir
hegðun gossins, þar til hún var lögð
niður þann 3. júlí.
Erfitt er að lýsa örðugleikunum
við að koma leiðslum upp á glóandi
hraunið og þeirri hættu, sem menn
þeir, sem að verkinu unnu, lögðu sig
í. Verður lítið dæmi að nægja:
Þegar farið var með leiðslur upp
frá Sólhlíð skammt frá nýja sjúkra-
húsinu, var byrjað á að leggja veg
upp hraunkantinn með því að ýta til
vikri, sem nóg var af. Fyrsta dag-
inn var lagður vegur upp á 25—30
metra háa brún og 5—6 metra inn á
hraunið. Daginn eftir hafði vegar-
spottinn uppi á hrauninu færst til í
einu lagi 10 metra í norður og varð
því að byrja að nýju að leggja þann
hluta vegarins. Þegar því var lokið
voru plastleiðslur, 225 mm í þvermál,
dregnar upp á hraunið og lagðar
u.þ.b. 20 metra inn á það. Var vatni
hleypt á eins fljótt og auðið var, til
þess að leiðslur bráðnuðu ekki.
Myndaðist þá mikil gufusúla, sem
brátt dreifðist allt að 50 m inn á
hraunið og norður eftir hraunstefn-
unni. Vegna hita og slæms skyggnis
varð ógerlegt að athafna sig á svæð-
inu.
Fyrir harðfylgi þeirra manna, sem
að lögn leiðslunnar unnu, tókst að
brjótast í gegnum gufumökkinn
með jarðýtu, og var notuð við það
snúra og „labb-rabb“-tæki. Var önn-
ur leiðsla lögð um 130 metra inn á
hraunið, þvert á hraunstefnuna. I
þessu tilviki brenndust nokkrir
menn lítillega á höndum og fótum.
Þegar kæling hafði staðið yfir í
nokkra daga, var hraunið orðið mjög
sprungið og úfið og upp af sprung-
unum lagði megnan brennisteins-
fnyk. Hvort tveggja gerði störf öll
mun erfiðari. Aðrir erfiðleikar við
kælinguna stöfuðu af því, að þegar
tekið var að kæla hraunbreiðuna,
lyftist hraunbrúnin og hitnaði mikið.
Apríl Maí Fyrri hluti júní Síðari hluti júní
Verkfræðingar/tæknifræðingar .... 3 2 1 öðru hverju
Vélgæslumenn 22 15 13 5
Vélsmiðir, suðumenn og viðgerðar- menn á dælum og leiðslum 24 10 4 2
Tilfærslu- og eftirlitsmenn með leiðslum 25 13 7 3
Gígvakt 0 4 4 4
Lager 1 1 1 1
Samtals 75 45 30 15
73 — TlMARIT VFl 1974