Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 9
Vestmannaeyjum af sex mönnum:
Þorbirni Sigurgeirssyni, Sveini
Eiríkssyni, Þórhalli Jónssyni, Pálma
R. Pálmasyni, Páli Zóphaniassyni og
Guðmundi Karlssyni. 1 skýrslunni
var nefndur þrenns konar dælubún-
aður (í forgangsröð), sem til greina
kæmi að nota til að hefta rennsli
hrauns i höfnina og/eða á baeinn. Var
farið fram á, að afköst yrðu aukin
um 800 1/s og lyftihæð yrði allt að
60 metrum. Þeir, sem að skýrslunni
stóðu, töldu, að útvega þyrfti þenn-
an útbúnað innan einnar viku, ef
bjarga ætti höfn og byggð í Vest-
mannaeyjum. Rúmum tveim vikum
seinna, þann 26. mars, kom fyrsta
sending dælubúnaðar flugleiðis frá
Bandaríkjunum.
Mikið hefur verið um það rætt,
hvort hægt hefði verið að stöðva
hraunstrauminn, sem átta vikum eft-
ir að gosið hófst flæddi á einni viku
yfir fimmtung húsa í bænum. Hraun-
straumurinn lá skemmstu leið frá
gígnum, meðfram vesturkanti eldra
hraunsins og rann inn í bæinn fyrir
sunnan og austan Grænuhlíð. Fór
hrauntungan hægt í byrjun. Endi
hennar lá á varnargarði, sem ýtt
hafði verið upp úr vikri, og á tveim
vikum hækkaði hún upp í 25 metra
hæð. Var hrauntungan þá orðin tvö-
falt hærri en varnargarðurinn og
lagðist yfir hann.
Hvað hefði gerst, ef dælubúnaður-
inn hefði komið einni viku fyrr að
ósk sexmenninganna ? Þvi er til að
svara, að jafnvel þótt dælurnar hefðu
komið til landsins þann 18. mars og
dæling getað hafist 23.—24. mars, ef
gert er ráð fyrir að 5—6 daga hefði
tekið að flytja þær út í Eyjar, setja
upp fyrsta áfangann og leggja
leiðslur, hefðu samt sem áður engin
tök verið á að stöðva hraunið, sem
þá þegar var tekið' að renna fram af
miklum krafti.
mars (með þrem C—141 og einni
C—5 risaþotu), og voru þær fluttar
jafnóðum með skipum til Vestmanna-
eyja.
Upphaflega var ráðgert að stað-
setja allan þennan nýfengna dælu-
búnað á Nausthamarsbryggju, þar
sem uppskipun og útskipun var
fremur auðveld í neyðartilvikum, auk
þess sem aðstaða til sjótöku var þar
góð, en þegar hrauntungan tók að
renna yfir bæinn, stefndi hún beint
á bryggjuna, og var þvi ákveðið að
setja allan dælubúnað á Básaskers-
bryggju nema þann, sem þegar var
fyrir hendi, og áfram var hafður á
Nausthamarsbryggju til að kæla
norðurhlið hraunjaðarins. Einnig
voru nokkrar dælur settar á pramma
frá Hafna- og vitamálaskrifstofunni
og á dæluskipið Vestmannaey, sem
dældu á tímabili á hraunkantinn frá
sjó.
Við uppsetningu á dælubúnaði á
Básaskersbryggju var dælunum
skipt í fjórar sjálfstæðar einingar til
þess að auka rekstraröryggi þeirra.
1 hverri einingu voru tvær lágþrýsti-
sogdælur, sem dældu í lágþrýstan
jöfnunargeymi. Ur geyminum var
vatnið leitt i 5—7 háþrýstidælur og
þaðan í háþrýstigeymi. Frá háþrýsti-
geyminum var vatnið leitt í 8—12
þumlunga viðum pípum upp á
hraunið.
Mjög vel gekk að setja dælurnar
saman og var unnið við það dag og
nótt. Fyrsta einingin var tekin í
notkun 30. mars, önnur eining 1.
apríl, þriðja einingin 2. apríl og
fjórða þann 4. apríl. Það vatns-
magn, sem dælt var með þessum
fjórum einingum, nam um 1000 1/s,
og var því beint að vestanverðum
hraunkantinum frá Fislciðjunni upp
að Vilpu og þvert á hraunstrauminn
uppi af Sólhlíð. Auk þess var dælt um
200 l./s á norðurkantinn frá Naust-
hamarsbryggju.
Dælur og vélar
Tafla 1 gefur yfirlit yfir þær dæl-
ur, sem notaðar voru við hraunkæl-
inguna frá því í byrjun april þar til
henni lauk þann 10. júlí, 1973. Þess
skal getið, að sogdælurnar voru
eingöngu notaðar til að fæða há-
þrýstidælurnar. Einnig skal tekið
fram, að það vatnsmagn, sem dæl-
urnar afkasta við ákveðinn þrýsting,
gefur ekki til kynna hið raunveru-
lega magn, sem dælt var hverju
sinni, því að það er háð vegalengd,
lyftihæð og pipustærð.
Heildarfjöldi dælna varð 43. Þar
af voru 23, eða rúmlega helmingur,
sem drifnar voru með bensínvélum,
hinar voru drifnar með dieselvélum.
Nam afl bensínvélanna rúmlega %
hlutum samanlagðs heildarafls vél-
anna. Þær voru þó mun óhentugri i
notkun en dieselvélarnar vegna
meira viðhalds og hávaða. Dælurnar,
sem tengdar voru við bensínvélarnar,
voru auk þess hannaðar til að dæla
oliu og bensíni en ekki vatni og því
síður sjó. Þetta voru svonefndar
„Invasion pumps“, sem upphaflega
var ætlað það hlutverk að dæla olíu-
og bensínbirgðum á land fyrir banda-
ríska sjóherinn. Voru dælur þessar
framleiddar fyrir árið 1953 og orðn-
ar úreltar. Þetta voru þó einu dæl-
urnar, sem hægt var að fá með svo
stuttum fyrirvara og vegna hinnar
miklu lyftihæðar þeirra reyndist
gerlegt að dæla sjó eins langt inn á
hraunið og nærri gígnum og raun
bar vitni.
Þegar dælurnar höfðu verið í gangi
í nokkrar vikur, tók að bera á því,
að öxlar dæluhjólanna brotnuðu,
lauslega áætlað um helmingur þeirra.
Var dælunum haldið gangandi með
því að smíða jafnóðum nýja öxla í
Reykjavík; var gerð þeirra endur-
bætt og þeir smíðaðir úr sterkara
stáli.
Dæluafköst aukin
Eftir að hraun lagðist yfir fimmt-
ung bæjarins í lok mars, urðu þátta-
skil í varnarstarfinu. Þá bárust 32
dælur með tilheyrandi útbúnaði frá
Bandaríkjunum. Var afkastageta
þeirra 800—1000 1/s og lyftihæðin u.
þ. b. 100 m í 1000 m löngum pípum.
Eftir að þær voru teknar í notkun
hreyfðist hraunkanturinn, sem að
bænum snýr, aðeins lítillega fyrstu
dagana, en stöðvaðist síðan.
Dælur þessar komu allar með flug-
vélum til Keflavíkur dagana 26.—30.
TAFLA 1 YFIRLIT YFIR DÆLUR
Fjöldi Afköst
Sogdælur 10 Magn 1700 1/s Þrýstingur 10—12 m
Sog-/þrýstidælur 7 574 1/s 30 m
Þrýstidælur, einþrepa 7 224 1/s 100 m
Háþrýstidælur, tveggja þrepa 19 608 1/s 150 m
Samtals 43
Heildarhestaflafjöldi: 3600 hö (2700 Kw)
23 bensínvélar : 68% af aflinu
20 dieselvélar : 32% af aflinu
TlMARIT V F I 1974
71