Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 15
"fji
Eru þess dœmi, að myndast hafi
5—6 m djúpar gjár, um 5 m á breidd,
þar sem kælt var. Hraun hrannaðist
upp fyrir ofan kælingarblettina, og
mynduðust fellingar og sprengdu
sumstaðar upp hraunskorpuna, sem
hafði myndast.
Menn vöndust þessum erfiðleikum
furðu vel, og urðu sumir býsna
leiknir í að stikla á hraunnibbum í
gufu og reyk og komast þannig
ferða sinna. Varð þannig til sveit
harðgerra manna, sem í daglegu tali
gekk undir nafninu „Sjálfsmorðs-
sveitin".
Engin alvarleg slys urðu á mönn-
um þann tima, sem kæling stóð yfir,
þrátt fyrir mjög svo hættulegt starf.
Ljósm.: Matthías Matthíasson.
Áhrif kælingar
á hitastig í hrauninu
Boraðar voru fimm borholur í nýja
hraunið, fjórar á stöðum, sem kæld-
ir höfðu verið misjafniega mikið, og
ein á stað, sem ekki var kældur. Lega
holanna er sýnd á mynd (5) og nið-
urstöður hitamælinga í borholum á
myndum (6) og (7). Á mynd (5) er
einnig sýnd lega skurða, sem grafnir
voru eftir endilangri Helgafeilsbraut
til að koma í veg fyrir, að vatnsgufa
breiddist lengra út eftir gamla jarð-
laginu.
Þann 12. maí kom bor frá Orku-
stofnun til Vestmannaeyja. Gekk
borunin mjög vel, og voru boraðar
samtals fimm 10—25 m djúpar hol-
ur í hraunið og þrjár holur í bæjar-
landið vestan hraunkantsins, þar af
TlMARIT V F I 1974
77