Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 8
VALDIMAR KR. JÓNSSON
MATTHÍAS MATTHÍASSON
HRAUNKÆLING Á HEIMAEY
VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR
Prófessor Váldimar Kr. Jónsson
vélaverkfrceðingur er fæddur 20.
ágúst 193Jf. Lauk fyrrihluta prófi í
verkfrœði frá Háskóla Islands 1957
og prófi i vélaverkfrœði frá DTH i
Kaupmannahöfn 1960, PhD-prófi frá
University of Minnesota í Banda-
ríkjunum 1965 eftir fimm ára fram-
haldsnám og rannsóknastörf þar.
Verkfrœðingur hjá Regnecentralen í
Kaupmannahöfn og hjá Raforkumála-
skrifstofunni 1960. Kennari við
Imperial College of Science and
Technology í London frá 1965 til 1969.
Prófessor við Pennsylvania State
University í Bandaríkjunum frá 1969
til 1972. Hefur ritað fjölda fræðilegra
ritgerða í bandarísk og bresk tímarit.
Inngangur
Þann 23. janúar 1973 hófust elds-
umbrot á Heimaey í Vestmannaeyj-
um, sem seint munu gleymast. Á ör-
fáum klukkustundum höfðu flestir
íbúar eyjarinnar verið fluttir til lands
með skipum og flugvélum, og hafist
var handa um að bjarga lausaeign-
um íbúanna.
Markmið þessarar greinar er að
skýra frá framkvæmd þess ráðs, sem
gripið var til í því skyni að hindra,
að hraun rynni yfir bæinn og höfn-
ina. Er hér átt við hraunkælinguna.
Tekið skal fram, að greinarhöfund-
ar höfðu lítil afskipti af kælingu
hraunsins fyrr en 22. marz, er Valdi-
mar Kr. Jónssyni var af stjórn Við-
lagasjóðs falin yfirumsjón með upp-
setningu og rekstri dælubúnaðar,
sem væntanlegur var frá Bandaríkj-
unum og ætlaður var til hraunkæl-
ingar. Fram að þeim tíma höfðu
ýmsir aðilar staðið að kælingunni,
og skal þar fyrsta telja Þorbjörn
Sigurgeirsson, prófessor og Svein
Eiríksson, slökkviliðsstjóra á Kefla-
víkurflugvelli.
Upphaf hraunkælingar
Fyrsta tilraun til að hefta fram-
rás hraunsins með vatnskælingu var
gerð tveim vikum eftir að gosið
hófst, en þá var hraunið komið ugg-
vænlega nærri hafnarmynninu.
Slökkviliðið í Eyjum hóf að sprauta
sjó á hraunjaðarinn, og virtist fljót-
lega sem vatnið hefði nokkur áhrif
á hraunstrauminn. Var þá hafist
handa við að útvega öflugri dælu-
búnað frá landi og erlendis frá.
Smám saman var dælum fjölgað, en
afköst urðu aldrei veruleg á þessu
stigi, eða aðeins um 100 lítrar á
sekúndu (1/s).
Vatninu var beint með bruna-
slöngum að um 500 m löngum kafla
af hraunjaðrinum frá Skansi og upp
að Grænuhlíð. Hraunið á þessum
kafla tók að hrannast upp, og varð
hraunbrúnin um 20 m há og fremur
ótraust. Virtist vatnið ekki nýtast
sem skyldi, því að öðru hverju rann
það niður af hraunkantinum. Dælu-
búnaðurinn, sem var fyrir hendi, var
ekki nægilega öflugur til að dæla
vatni í svo mikla hæð og ekki kom
til greina að leggja slöngur upp á
hraunkantinn, þar sem hann var
bæði brattur og heitur og á sífelldri
hreyfingu.
Seinni hiuta febrúarmánaðar hafði
hraunbreiðan lagst á hafnargarðinn.
Var dælusikpið Sandey fengið til að
styrkja hraunkantinn, og kom það
til Vestmannaeyja þann 1. mars. Um
líkt leyti losnaði spilda úr fjallinu,
og var henni gefið nafnið „Flakkar-
inn“. Skreið hann fram á hraun-
breiðunni og stefndi beint á hafnar-
mynnið. Var Sandeynni jafnframt
ætlað að hefta framrás hans.
Vatnsleiðsiurnar, sem komu með
Sandey, voru stálpípur 22" (55 cm)
í þvermál, og voru þær boltaðar sam-
an með yfir 40 boltum og reyndist
tenging pípnanna seinlegt verk. Enn-
Matthías Matthíasson, véltœkni-
fræðingur er fœddur 1 j. okt. 1937.
Hann lauk prófi frá Tœkniskólanum
í Kaupmannaliöfn 1962. Framhalds-
nám við Graduate School, University
of Kansas, Kansas, 1962—1963 og
196If—1965. Hjá íslenzkum Aðalverk-
tökum sximurin 1962 og 1963, lijá
Verkfrœðistofunni Vermi sf frá 1963,
síðar Vermir hf. Framkvæmdastjóri
frá 1969.
þá var hreyfing á hrauninu, þar sem
leiðslurnar voru lagðar, og jók það á
örðugleikana, þvi að samskeyti rofn-
uðu og leiðslurnar brotnuðu. Þó
tókst að leggja leiðslu um 200 m
austur á hraunið við Skans.
Reynt hefur verið að giska á
hversu miklum sjó Sandeyjan hafi
dælt á hraunið, en það er ýmsum
erfiðleikum háð, þar sem erfitt var
að komast að pípuendum til að mæla
rennslið. Dælur voru einnig oftlega
stöðvaðar vegna bilunar á leiðslum
eða vegna þess að færa þurfti skipið.
Samkvæmt bestu heimildum er þó
talið, að Sandeyjan hafi dælt um 400
1/s, þegar dælt var upp á hrauntung-
una í 30 m hæð, eða um 0,4 milljón-
um tonna af sjó.
Áhrif þessarar kælingar voru mjög
greinileg; hrauntungan, sem kæld
var, haggaðist ekki upp frá þessu,
þrátt fyrir það að mikill þrýstingur
myndaðist á hana síðar frá „Flakk-
aranum" og hrauni, sem hrannaðist
upp fyrir sunnan og vestan hann.
Um þetta leyti gerðu menn sér
Ijóst, að margfalt afkastameiri
dælubúnaðar þyrfti við, ef takast
ætti að hefta hraunstrauminn, og
yrði hann að geta dælt vatninu i allt
að tvisvar til þrisvar sinnum meiri
hæð en sá dælubúnaður, sem fyrir
hendi var.
Þann 11. mars var gerð skýrsla,
sem undirbúin var og undirrituð í
70 — TlMARIT V F I 1974