Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Síða 34

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Síða 34
með bréfi allmargra íslenzkra kaupmanna, sem hafi beðið um að áætlunin stæði óbreytt. Mai 26. Ráðgjafinn fyrir Island þýðir 2. gr. viðaukalaganna 11. Mai 1876 við landsleigubálk Jónsbókar á þá leið, að fyrirmæli Jónsbókar geti ekki varnað þvergirðíngu Elliða- ánna af hendi Thomsens kaupmanns, sem sé einn eig- andi laxveiðarinnar í ánum. — s. d. Ráðgjafinn fyrir Island veitir lán Hitardals og Staðarhrauns prestakalli úr viðlagasjóði, sem sé 1200 krónur og verði borgað á 20 árum. Júni. Barnaskólar á Suðurlandi um veturinn eru taldir sjö hinir helztu: á Eyrarbakka, Utskálum, Vatnsleysuströnd, Hafnarfirði, Reykjavík, SeltjarnarnesiogAkranesi. Smærri skólar tveir á Leirá og í Njarðvíkum. — 2. Díana kom til Reykjavfkur norðan um; fór aptur 12. Íúni. Með henni komu farþegar um 40 og fóru 80. ’rentsmiðja ný kom út og úngur prentari, sem hét Sig- mundur Guðmundsson, vestan úr Hvammssveit og settist að í Rvfk undir stjórn ritstjóra Björns Jónssonar. — 4. Boðsbréf frá forstöðunefnd kvennaskólans í Rvík um, að þar verði settur skóli f haust til kennslu úngra kvenna, líkt og á næstu árum fyrirfarandi. — 5. Aimennur fundur Eyfirðínga stefndur á Akureyri af alþíngismönnum sýslunnar til að ræða um yms málefni, sem von er á til alþíngis í sumar. Þar mættu 35 kosnir menn og um 60 manns þar að auki. Var talað um skattamálið og skölamálið og nokkur fleiri önnur mál. — s. d. Félagsfundur í Gránufélaginu á Akureyri, talað um vöndun vörunnar, kosnir deildarstjórar til þriggja ára, og varafulltrúar deildanna. — s. d. Staður 1 Hrútafirði veittur aðstoðarpresti sira Páli Olafssyni á Melstað — 5—6. Skýrsla frá amtsráðinu í Suðuramtinu og var sam- þykkt áætlun um tekjur og gjöld jafnaðarsjóðsins fyrir árið 1878 (fulltrúar Dr. Grímur Thomsen og prófastur sira Jón Jónsson á Mosfelli). — 6. Sýslunefnd í Húnavatns s. átti fund með sér, kosinn Jóhannes Guðmundsson á Móbergi til að grennlast eptir heilbrigðisástandi fjárins í Borgarfjarðar sýslu; fann hann engan vott fjárkláða, sem honum þótti skaðvænn. — s. d. Almennur prentsmiðjufundur stefndur á Akureyri. -— 7. Póstgufuskipið Valdemar kom til Reykjavíkur í þriðju ferð, og fór aptur 17. Juni. — 9. Indriði Einarsson tók próf í stjórnfræði við háskólann í Kaupmannahöfn með beztu einkunn. — Próf í forspjallsvísiudum við háskólann tóku þeir Guð- laugur ,Guðmundsson (ágætlega), Jón Jensson og Sig- urður Olafsson (dável). (32)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.