Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Side 35

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Side 35
Juni 12. Lifrarafli á ísafirði mestur 150 tunnur í einni ferð sumir fengu 100 tunnur. , — s. d. Björn Magnússon Olsen tók próf í málfræði við háskólann í Kaupmannahöfn með beztu einkunn. — 12. Skip fórst með sjö mönnum í ferð af Akranesi ur beitufjöru 1 Hvalfirði. — 14—16. Skýrsla um fund amtsráðsins í Vesturumdæminu í Stykkishólmi (fulltrúi síra Guðmundur Einarsson og vara- fulltrúi Hjálmar Pétursson). Akveðin yfirsetukvenna héruð í vesturamtinu. — 15. Sýslufundur í Skagafirði (í Hofsós), þar var talað um skattamálið og fleira. — s. d. Veittur styrkur, 1000 krónur til Feilbergs jarðyrkju- manns til búfræðislegra rannsókna á Islandi; veitti hið danska landbústjórnarfélag helmíng , kostnaðarins en annar helmlngurinn var veittur af Islands sjóði (sbr. Isafold IV, iq). — s. d. Verðlaun veitt úr búnaðarsjóði Vesturamtsins af amtsráðinu, tveimur mönnum 60 krónur hverjum ogsex mönnum 40 krónur hverjum. — 16. Fröken Tvede býður til að setja skóla á komanda vetri á Berufirði handa úngu fólki, bæði karlmönnum og kvennfólki. — s. d. Af fé því sem í fjárlögunum var veitt til jarðabóta, var úthlutað Jóni Halldórssyni á Laugabóli á Lángadals- strönd 200 krónur, en 400 krónur ætlaðar Olafi Björnssyni fyrir að ferðast um og veita tilsögn í jarðabótum. — Aætlun um tekjur og gjöld jafnaðarsjóðsins 1 vestur- amtinu fyrir ár 1878. — 18. Auglýsíng um reglur þær, sem fylgja skal um siglíngar, meðan ófriðurinn er milli Rússlands og Tyrkjaveldis. — s. d. FundurRángæingaaðStórólfshvoli.ræddymsalmenn mál, um brúargjörð á Þjórsá og Olfusá, alþýðu mentun o.fl. — 19. Teinæríngur af Heliissandi fekk mikinn sjóhraknlng á leið af Hellissandi undan Jökli til Flateyjar á Breiðafirði. — s. d. Almennur sýslufundur Arnesínga að Hjálmholti eptir áskorun Þorláks alþíngismanns; fundarmenn úr flesturn hreppum sýslunnar voru nálægir. — 21. FundurÞórnesínga í Stykkishólmi, fundarstjóri rórðnr Þórðarson alþíngismaður, rætt um gufuskipsferðir kríngum land, og ýms önnur mál. — 25. Próf í forspjallsvfsindum í prestaskólanum, gengu fimm undir prófið. — s. d. Fannst örendur Thomas kaupmaður Thomsen ekki lángt frá Blönduósi. Hann hafði fyrstur stofnað þar verzlun í fyrra. — s. d. Veittur styrkur 200 kr. handa Benedikt Gröndal til að búa til myndasafn af íslenzkum dýrum handa latínuskólanum. [1879 3] (33)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.