Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Page 39

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Page 39
August 28. Boðun konúngs, um að hann sé heim kominn og hafi tekið við stjórn. Til yfirskonunarmanna á iandsreikníngunum voru kosnir þeir Dr. Grímur Thomsen á Bessastöðum, og Magnús Stephensen yfirdómari, með 1000 kr. þóknun hvor um sig. Um amtmanna embættin skoraði alþíng á landshöfðíngja, að hlutast til um, að þessi embætti yrði ekki veitt þegar þau losna, heldur settir menn til að þjóna þeim, og svo íyrir komið, að þau leggist niður við íyrstu hentygleika. Um byggíng þjóðjarða var sú ályktun gjör, að úmboðs- menn og hreppsnefndir gefi skýrslur um hverja jörð, og sé því safnað til næsta alþíngis. — s. d. Um póstgufuskipsferðirnar skoraði alþíng á stjórnar- herrann og landshöfðíngjann, að láta haga ferðunum eptir- ieiðis samkvæmt aðaláætlun þíngsins sem fylgdi frumvarpi fjárlaganna fyrir 1878 og 1879, og gefur heimild til að verja 3000 krónum hvort árið til þess, framyfir 15.000 krónur. — s. d. Póstgufuskipið Valdemar kom til Reykjavíkur í fjórðu ferð; fór aptur 5. September. — s. d. Randrup lyfsali fór með fólk sitt alfarinn frá Reykja- vík. Kríiger frá Slesvlk tók við lyfsölubúðinm og hafði keypt hana fyrir 50,000 krónur; settist hann að í Reykjavík. — s. d. Landshöfðínginn veitir Birni ritstióra Jónssyni styrk til að láta prenta kennslubækur eptir Benedikt Gröndal í Dýrafræði og Steinafræði. — 29. Askorun forstöðunefndar í þjóðvinafélaginu og Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum til að fá almenn samskot til að bæta upp það sem vantaði til að fylla kostnaðinn til þíngvalla-hátíðar 2. August 1874. — 30. Alþíngi var sagt slitið; hafði það staðið síðan 2. Juli, rétta 60 daga alls, eða 52 virka daga; fundir í neðri deildinni urðu 60, í efri deild 52, en 3 í sameinuðu alþíngi; þar komu fram 19 lagafrumvörp frá stjórninni, voru n lög- tekin en 8 ónýttust; frá þíngmönnum 66 lagafrumvörp, 19 gengu fram en 47 urðu ónýt með ymsu móti; 15 uppástúngur komu fram til ályktunar, og gengu fram 8, en 7 ónýttust; tvær fyrirspurnir höfðu framgáng. — s. d. Aukafunduramtsráðsinsfyrir vesturamtiðíReykjavik. Fulltrúar voru mættir: síra Guðm. Einarsson og Hjálmar Pétursson. Var staðfest reglugjörð fyrir Dala sýslu um grenjaleitir (22. Juni 1876). Akveðið að leita styrks úr lands- sjóði handa bókasafni vesturamtsins og að verja styrknum til að búa til skápa handa bókunum og til bókakaupa. — Fjárlögin fyrir 1878 og 1879 gjöra ráð fyrir, að tekjur landsins verði rúmar 638,000 kr., og gjöld tæplega 598,000 kr., svo afgángs yrði um 40,000 kr. — 30. Síldargengd töluverð um mánaðamótin í Húnavatns- sýslu, á Skagaströnd, einnlg víða fyrir norður og austur- landi; á Seyðisfirði fengu norskir síldarveiða menn, er þar lágu, yfir 2000 tunnur af síld yfir sumarið. (37)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.