Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Side 60
að haida til í Jerus&lem hjá móður Krists, nöfnu sinni, og í
hennar húsi; hlaut þv! guðspjailamanninum að vera kunnugt
um mart, sem hann segir frá um æfi Krists. Menn vita ekki
með vissu, hvort guðspjallabók Markúsar hafi verið fyrst lesin
upp í Rómaborg, Alexandríu eða Antiokíu, en það vita menn,
að hann stofnaði söfnuði í Aiexandríu, og þar er sagt hann
hafi dáið píslarvættisdauða fyrir sakir Jesú nafns.
Majus kallar Guðbrandur biskup í almanaki sínu fardaga
mánuð. Það halda sumir, að nafnið hafi uppruna sinn frá
Rómverjum, af því Rómulus hefði kallað öldúngana Majores
í Rómaírorg, en þjóðlýðurinn hefði haldið uppi hátíðum sínum
í minníng vorsins, og kallað eptir rómverskri gyðju, sem hét
Maja; hún var móðir Merkúríus. f vormánuðinum voru fléttaðir
grænir blómsveigar og hengdir á húsin til prýði eða bornir um
kríng! hátíðagaungum, var þá skemt sér með danzi og aliskonar
leikum, en þetta var allt til vegsemdar gyðjunni Maja, svo hún
skyldi blómga allt og láta allan gróður vaxa. Sumir segja og,
að Jupiter hafi haft það viðurnefni að heita Majus, og þaðan
sé nafnið dregið. A Norðurlöndum er vorið einkum miðað við
gaukinn, því þá er hans von, þessvegna er fyrsti dagur mánaðar
þessa sumstaðar kallaður Gauksmessa, og tíðkast þetta einkum
í Norvegi, því þar er fyrsti dagur Maímánaðar merktur með
gauksmynd á prímstöfum. Það var alþýðutrú, að gaukurinn
væri spáfugl handa stúlkum, og ekki gæfusamur, helzt ef þær
heyrðu til hans þegar þær voru fastandi. Gaukurinn hafði þessi
spánöfn eptir því ! hverri átt til hans heyrðist, og var kallað:
í norðri námsgaukur (eða nágaukur), í austri auðsgaukur, í
suðri sælsgaukur (eða ságaukur), í vestri vesæls gaukur (eða
vilja gaukur); sumir segja: í vestri vilja gaukur, í austri gilja
gaukur. Spádómarnir fóru eptir þessu: heyrði maður gaukinn
í norðri fyrsta sinn, var maður feigur (nágaukur), heyrði maður
hann í suðri, var maður heppinn með kornsáð sitt (sáðgaukur
eða ságaukur), heyrði maður hann í vestri, gekk manni allt að
óskum (viljagaukur), heyrði maður hann í austri, gekk manni
heppilega með konbænir (giljagaukur). Þannig var margskonar
trú á gauksmessu. — Tveggja postula messa er kallaður fyrsti
dagur Mai mánaðar, af því hann var helgaður þeim tveim postul-
um, í'ilippusi og Jakobi ýngra, Alpheussyni. Filippus var frá
Bethaida á Gyðlngalandi, og var fiskimaður, en hann gekk I
flokk Krists einusinni, þá hann mætti honum á leiðinni til Galilea,
og fylgdi honum síðan. Eptir Krists dauða fór hann til
Frygjalands og kenndi þar kristna trú og eyddi goða dýrkun,
en seinast var hann grýttur til dauðs í Hierapolis. — Jakob
Alphæusson var fyrsti biskup í Jerusalem, en eptir að hann
hafði verið biskup þar { 30 ár, var honum steypt ofan af
musteris bustinni og síðan var hann grýttur til dauðs. Síðan
var slegið saman helgidögum postulanna tveggja og dagurinn
kallaður Tveggja postula messa eða Fhilippus og Jakobs. —
Valborg eða Valpurgis var konúngs dóttir á Englandi, og varð
síðan abbadís í Benediktsklaustri I Heidenheim í Bæjaralandi.
(58)