Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Side 61

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Side 61
Hún andaðist 780, og var það almenn trú um hana, að hún væri vörn fyrir öllurn göldrum og hamförum. Kvöldið fyrir Valborgarmessu var eldur tendraður, og var það með þeim hætti, að menn hlupu um kríng með brennandi hálmvöndla á laungum staungum, átti það að vera til að hræða galdranornir, sem þá nótt var haldið að væri á ferðum og færi fram og aptur í galdra reiðum til Bloksfjalls, þar sem átti,að vera allsherjar fundur fjandans sjálfs og allra töfranorna. Á Valborgar messu dag lásu kathólsku prestarnir messu, til heiðurs við Valborgu hina helgu. 3. Maí er krossmessa, sem er haldin í minníng þess, að krossinn Krists hafi verið fundinn á þeim degi. Það er forn saga, að Helena, móðir Konstantins hins mikla, Rómverja keisara, hafi fundið krosstré Krists á Golgatha árið 325, og þekkt það á yfirskriptinni, sem getið er um í píníngar sögu Krists. Helena drottníng hafði þá látið byggja fagra kirkju á þeim sama stað. Um fund krossins er bæði kvæði til (Ktossdrápa Halls prests) og saga, sem er enn við lýði og er sagan rituð á skinnbók í handritasafni Árna Magnússonar; hún er prentuð nýlega í helgra manna sögum, sem Unger hefir gefið út í Noregi, og enn annari bók, sem gefin er út af M0- bíusi í Kíl á Holsetalandi. Krossmessa er mikill helgidagur að fornu, og frá þeirri tíð skyldi fénaður fara að gánga sér til fóðurs úti. Þá var hjúaskildagi að fornu, meðan stóð gamli stíll, en síðan var hjúaskildagi færður til Hallvarðs- messu (15. Mai). 6. Mai er dagur, settur til minníngar um Jóhannes guðspjallamann; það er forn saga, að eptir skipun Diokletianus keisara hafi Jóhannes guðspjallamaður verið færður fánginn frá Efesus til Rómaborgar, og fyrir utan Latínuport við borgina verið látinu í ketil með sjóðandi olíu. En guðspjallamaðurinn fékk engan skaða og var honum sfðan sleppt aptur og laus gefinn. 9. Mai er á árinu 1879 hinn almenni bænadagur eða kóngsbænadagur, sem kallaður er, og er í fyrstu skipaður af Kristjáni konúngi fimta 1686, og endurnýjaður af Kristjáni sjöunda 1770. Hann er kallaður allsherjar iðrunar og bæna- dagur, en er kenndur við konúng, af því hann er ekki með fornum helgidögum, heldur skipaður af konúngi á seinni tímum og kallaður kóngsbænadagur. Dagurinn, sem kóngsbænadaginn ber uppá í þetta sinn, er kenndur við Caspar, sem var einn af vitríngunum úr Austurlöndum, þeim sem komu til að tilbiðja Krist við fæðíngu hans, og er það frásaga, að bæði hann og hinir aðrir vitríngarnir hafi verið konúngar, svo sem fyr er getið, þar sem sagt er frá helginni á þrettánda (6. Januar. Álman. Þjóðvinafélagsins 1878). 10. Mai er merkidagur á íslandi, að því leyti, að þá er elda skildagi, það er sá dagur, þegar almennt er fyrirskipað að skila úr eldunum, eða úr skyldu-fóðrum bænda. Dagur þessi er endurminníngar dagur um tvo píslarvotta, sem hétu (59)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.