Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Side 6

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Side 6
HaSst á eptir almanákihö. |>áf ttiá t. d. sjá við 2. Jan. 12 4' það merkir: að |)á er miðtími 4 mínútum á undan sóltíma eða að sigurverk sýna 4 míniítur yfir hádegi, þegar sólspjaldið sýnir hádegi sjálft (kl. 12); við 23. Okt. stendur 11 44'; það merkir: að þá skulu sigurverk sýna 11 stundir og 44 mínútur, þegar söl- spjaldið sýnir hádegi, o. s. frv. í þriðja dálki er töluröð, sem sýnir hvern tíma og mínútu tungl er 1 hádegisstað á hverjum degi; þar af má marka sjávar- föll, fldð og fjörur. í yzta dálki til hægri handar stendur hifi forna íslenzka tímatal; eptir þvi er árinu skipt í 12 mánuði þrítugnætta og 4 daga um- fram, sem ávallt skulu fylgja þriðja mánuði' sumars; í því er aukið viku 5. eða 6. hvert ár í nýja stíl; það heitir sumarauki eða lagníngarvika. Árið 1904 er sunnudagsbókstafur: CB. — Gyllinital: 5. Milli jóla og langaföstu eru 7 vikur og 2 dagar. Lengstur dagurí Reykjavík 20 st.56m., skemmstur 3 st.58 m. Myiikvar 1904 A árinu 1904 er enginn tunglmyrkvi. Aptur eru tveir sól- myrkvar, en hvorugur þeirra sjest þó á íslandi. þessir myrkvar eru: 1. Sólmyrkvi 17. Marts. Hann sjest í austurhluta Afriku og suðurhluta Asíu og verður hringmyndaður í mjóu belti, sem liggur frá austurhluta Afríku yfir Indlandshaf, yfir Bakindland og út á Kyrrahafið. 2. Sólnnjrkvi 9. September. Hann sjest á Kyrrahafinu og í vesturhluta og suðurhluta Suðurameríku og verður almyrkvi í mjóu belti, sem nær frá Karólíneyjunum til norðurhluta Kíles. Nóttina fyrir 1. Janúar kl. 10.21'-11.18' og nóttina milli 20. og 21. December kl. 1.35'-2.6' hylur tunglið hina skæru og rauðu fastastjörnu Aldeburan, hið rauða auga nautsins (nautsmerk- isins).

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.