Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 25

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 25
2) fungl. íungl jarðarinnar gengur á 27 dögum og 8 stundum í kring- tim jörðina; meðalfjarlægð þess frá jörðunni er 51800 mílur; þver- mál þess er 469 mílur. 2 tungl fylgja Mars, 5 Júpíter. 8 Sa- túrnusi, 4 Ú»-«núst og að minnsta kosti 1 Neptiínusi. í kring- um Satúrnus liggur auk þess fyrir innan hið innsta af tjeðum tunglum hringur, sem líklega er saman settuv af fjölda af smá- tunglum. 3) Smástirni (Asteroides). Millum Mars og Júpíters er til sægur af smáplánetum (Planetoides eða Asteroides) þær sjást ekki með berum augum. þær eru velflestar ekki nema fáeinar mílur að þvermáli. Tala þeirra, sem uppgötvaðar voru við árslokin 1902, var 487; meðal- fjarlægð þeirra frá sólu er millum 39 og 85 milj. mílna, og um- ferðartimi þeirra kringum sölina millum 3 og 9 ár. Af þessum 487 smáplánetum er þó ein, Eros, sem var uppgötvuð 1898, nokkru nær sólu en Mars; meðaifjarlægð hennar frá sólunni er 29 milj. mílna og umferðartími hennar kringum sólina 1 a/4 ár. Sjerhver af þessum smáplánetum eru táknaðar með númeri og oftast einnig með sjerstöku nafni. í viðbót við nöfn þau, sem til- færð yoru í almanökum fyrri ára, eru þessi ný nöfn: 472 Róma. 475 Óccló. 476 Heðvíg. 477 Ítalía. 478 Tergeste. 487 Vcnetía. 4) Halastjörnur. Af hinum rásbundnu halastjörnum eru 18 kunnar; þær voru nefndar í almanakinu í fyrra. Engin þeirra hefur birzt á ny 1902. Aptur á móti voru uppgötvaðar 4 nýjar halastjörnur á árinu 1902. þeirra getur ekki verið von aftur fyr en eptir óra- tíma. Ein þeirra hafði að minnsta kosti tvo hala og sást nokkurn tr'ma með herum augum, án þess að mikið bæri þó á henni. í sambandi við halastjörnur standa stjörnuhröp. þau sjást á hverri heiðskírri nótt. En á vissum nóttum á árinu eru meiri brögð að þeim en venjulega. Slíkar nætur eru: næturnar kringum 22. Apríl, næturnar kringum 10. Agtíst, næturnar um miðjan Nó- vember og stundum einnig næturnar kringum 27. Nóvember. Næsta ár, 1905, bor páskana upp á 23. Apríl.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.