Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Síða 43
— 27.-28. Prestaþing í Reykjavík.
— 30. Ur lærða skólanum útskrifuðust 20 nemendur, 16
með I., 3 með II. og 1 með III. eink. — „Glancuse14,
franskt fiskiskip, kom inn á Akureyvarhöfn svo bilað,
að það var gert að strandi.
I þ. m. Embættispróf í guðfræði tók Bjarni íljaltcsted
við háskólann í Khöfn með II. eink.
Júlí 3.-4-. Prestasamk. á Sauðárkr. úr iuuforna Ilólastifti.
— 14. Tóvinnuvjelahúsið á Nauteyri í Isaíj.s. hrann með'
öllu; manntjón ekkert.
— 26. Alþiugi sett.
Agúst 2. Þjóðhátíð Reykríkinga. — íbúðarhús Björns-
hreppslj. Þorlákssonar á Yarmá í Mosfellssveit brann
til ösku; innanliúsmunum varð að mestu bjargað,
— 12. Var skrifstofustjóri í ísl. ráðaneytinu Olafur Hall-
dórsson sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna.
— 17. Fórst bátur á Seyðisfirði; drukknaði þar Halldór
Einarsson frá Rvík, hinum 2, er með voru, var bjargað.
— 23. Alþingi slitið; á því var stj.skr.frv. sþ. m. öllum atkv.
— s. d. Bændunum Halld. Benidiktssyni á Skriðuklaustri
og Jóni Þórðarsyni í Skálholtsvík í Strs. veitt heiðurs-
gjöf af styrktarsjóði Kristjáns kgs. IX, 140 kr. hvorum.
Sept. 2. Voru þeir Jón hreppstj. Jónsson í Byggðarholti
í Skaftafs., Ólafur bf’lr. Ólafsson í Rvík og Páll hrpstj.
Ólafsson á Akri í Húnavs. sæmdir heiðursmerki dbrm.
— 6. (nótt). Brotið upp timburhús Björns kaupm. Guð-
mundssonar i Rvík og stolið peningum; afturvar stolið
þar 16. s. m. Varð eigi uppvíst hverjir sekir voru.
— 27. Brann geymsluhús Asgeirs kaupm. Sigurðssonar
í Rvik; nokkru var bjargað úr því.
í þ. m. Rak 30 álna langan hval á Merkurfjöru undir
Eyjafjöllum og 18 álna hvalkálf á Steinafjöru.
Okt. 1. íbúðarhús Chr. Popps kaupm. á Sauðárkrók brann
til ösku; neðst úr húsinu var nokkru bjargað. Mann-
skaði enginn.
— 2. Sigurjón Eyjólfsson, ættaður úr Rvík, fannst ör-
endur í bát á Oddeyri.
(39)