Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Side 57

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Side 57
En jafnframt þessu og til þess að lirinda verzlun sinni í sem bezt lag, stofnuðu bændur sjölfir verzlanir á þann hátt, að þeir lögðu fje saman í verzlun og fengu sjálfir árlega þann ágóða, sem verzlanin gaf', eða allgóða rentu af því, sem þeir áttu í verzluninni. Fyrir siikum verzlunum ljetu þeir þá vera af mönnum sínum, sem þeir treystu bezt að ráðvendni, reglusemi, byggindum og dug. Allt þetta varð Færeyingum að miklum notum og ekki hvað sízt á þann hótt, að þeir lærðu að fara vel með fje sitt. Eitt dæmi skal jeg nefna, sem Jóhannes Patursson, ríkisþingmaður Færeyinga hefur skýrt mjer frá. Bóndi nokkur fátækur átti 100 rd. og lagði þá inn í verzlun rjett eptir, að varð frjáls. Síðan hefur hann ekki getað lagt neitt fje í verzlunina, nema fáeinar krónur tvisvar, en vextina af þessum 1.00 rd. hefur hann látið leggja við höfuðstólinn og nú á hann 2000 kr. í verzluninni. Er það góður styrkur fyrir hann nú á elliárum hans. Oðruvisi er ástatt með verzlun vora Islendinga. Hjá oss blómgast enn vöruskiptaverzlunin og skuldaklafaverzl- unin og Islendingar hafa ekki almennt lært að fara vel með fje. Sökum þess, að vöruskiptaverzlunin er almenn á Is- landi, er ranglátt og ósatt verð þar á flestum vörum og mætti lcalla það skrælingjaverð, því að vöruskiþtaverzlun er annars einkennileg fyrir Skrælingja og aðrar ósiðaðar þjóðir nú á dögum. Skrælingjaverðið á vörum á Islandi er fólgið í því að kaupmenn láta bændur fá opt nokkuð meira, venjulega 5 til 10°/o, fyrir íslenzku vöruna, en hún er verð eptir gæðum hennar og verði á heimsmarkaðinum og svo láta þeir bændur fá útlenda vöru með miklu hærra verði, en hún er verð. Yöruskiptaverzlunin og skuldaklafaverzlunin hefur þannig margt illt i för með sjer. Hún hindrar það, að satt ogv rjettlátt verð komist á innlenda og útlenda vörú og þar með að peningaverzlun verði almenn á Islandi, en .fyr en peningaverzlun kemst á, geta Islendingar eigi al- mennt lært að fái'a svo vel með íje sitt sem Færeyingar

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.