Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 59

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 59
uð farið s|e svona illa með liið ágaiu íslenzka sauðakjefc án þess að gera nokkuð sjálfir! Eins og flestum íslendingum er kunnugt, hefur verzl- unin við ísland nú í margar aldir verið mest í höndum útlendinga. A þriðju öid höfðu þeir einokun yfir verzluninnL Einokunarkaup mennirnir snuðuðu bændur og rúðu þá, eptir því sem þeir gátu. Bændur fundu til þess, sem von var, kærðu kaupmenn opt fyrir stjórninni og kaupmenn kærðu þá aptur. Stundum varð stjórnin vel við kærum bænda og fann að við kaumenn, en stundum ekki. Stundnm stóð stjórnin ráðalaus uppi og gat ekkert að gert. Hún gat auðvitað ekki ráðið við þetta nema að ofurlitlu leyti. I verzlunarmálum verða menn, eins og í öðru, fyrst og fremst að læra að hjálpa sér sjálfir, en það ltunnu Jslend- ingar sízt af öllu. Einokunarverzlunin hafði likailláhrif á íslenzku þjóð- ina. Einokunarkaupmennirnir íjeflettu bændur í verzlun- arviðskiptum og ljeku þá á ýmsan hátt illa og óvingjarn- lega. Almenningur fjekk því hatur á kaupmönnum ; bænd- ur reyndu að hefna sín á þeim með því að svíkja þá á ýmsan hátt og þá kom upp orðtækið íslenzka um vonda vöru „það er nógu gott í kaupmánninn11. Bændur urðu þannig margir óáreiðanlegir í viðskiptum, vönduðu ekki vöru sína og sviku hana á ýmsan hátt, þegar svo bar undir, og smátt og smátt varð þetta almennur þjóðlöstur. En sú þjóð, sem verður óáreiðanleg í viðskiptum við kaupmenn sína — hvort sem sá óáreiðanlegleiki kemur ur fram í vörusvikum eða öðru, stendur á sama — hún verður einnig óáreiðanleg í viðskiptum við aðra. Sú sið- ferðislega spilling, sem einokunarverzlunin hafði i för með sjer, var stórkostleg og það er eigi hlaupið að þvi að ryðja henni burt. Jeg hefstundum hugsað um það, hvort skað- legra hafi verið fyrir Islendinga, fjefletting sú, sem þeir urðu fyrir at' einokunarkaupmönnum, eða þau spillandi á- hrif, sem einokunin hafði á landsmenn. En um þetta er ekki hægt að segja neitt með áreiðanlegri vissu, því að eigi er hægt að leggja sama mælikvarða á hvorttveggja-

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.