Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Side 62

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Side 62
að hann getur vel þrifist þrátt fyrir þetta og það þótt stœrri banki kæmist á stofn við hliðina á honum og hann getur gert landsmönnum árlega miklu meira gagn, en nokkur önnur verzlun á landinu. Hann getur nefnilega ávalt komið í veg fyrir það, að rentan verði há á Islandi og séð þannig um, að landsmenn geti jafnan fengið pen- inga að láni fyrir 4'/2 til 5% eða með mjög góðum kost- um. Ef landsbankinn væri afnuminn og hlutatjelagsbank- inn yrði einn um peningaverzlun laudsins, mundi rentan verða 7 til 8% á ári og hún gæti stigið tniklu meira og orðið versta okurrenta. Þess eru næg dæmi frá öðrum löndum. En til ]>ess að Islendingar komist hjá allri ok- urrentu, þarf landsbankinn jafnan að standa og á þenna hátt getur hann enn, þrátt fyrir hið óeðlilegd haft, sem á hann er Iagt, unnið bœndum og almenningi hið mesta gagn. Auk þess getur veðdeild hans vaxið og einnig sparisjóðurinn, sem er sameinaður við baanknn. Peningaverzlun er eins auðlærð og auðskilin eins og t. a. m.: kolaverzlun eða viðarverzlun, en fyrir oss íslend- inga er hún miklu þýðingarmeiri, því að peningarnir eru svo þýðingarmiklir og svo er hjer nú um útlenda einokun að ræða, en engum hefur dottið í hug að ná einokun yfir kolaverzlun eða viðarverzlun á Islandi. Hið eðfilega og rjetta er, að landsmenn sjálfir eigi peningaverzlun sína; þeir hefðu átt að gera seðla bankans innleysanlega og stækka þann banka eptir þörfum. Þetta væri mjög hægt að gera, ef útlendir menn hefðu ekki fengið einkarjett til seðlaútgáfu á íslandi. Nægir peningar eru í boði með góðum kostum. Seðlaútgáfurjett hefði enginn banki átt að fá á íslandi, nema landsbankinn, en hinsvegar má leyfa öðrum að setja þar peningaverzlanir á stofn eptir þörfum og ef einhverjir vilja það, en það má eigi leyfa þeim að gefa út gjaldmiðil (seðla). Hið versta af öllu fyrir Islendinga sjálfa, sem hægt er að gera í þessu máli, er að afnema landsbankann og skyldu menn eigi ætla, að nokkur Islendingur skuli vilja gera það, síðan vissa er fengin fyrir því, að landsbankinn (58)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.