Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 91
liann daglega ferðist með járnbrautinni. — Já. J)að hefir
gengið svona fyrir mjer um dagana ; ég hef aldrei verið
eins féscel og þú“.
*
* *
Fóstran: Komdu, Gvendur litli, og láttu þvo þér, svo
þú verðir fallegur“.
Gvendur: „Þú hefir víst ekki látið þvo þ.jer, þegar
þú varst
*
* *
Móðirin: „Þú mátt ekki, Mangi minn, minnast neitt
á nefið á manninum, sem kemur þarna og ætlar að
heilsa mér“.
Mangi segir (þegar maðurinn, sem var neflaus, var
kominn inn): „Eg sé ekkert nef á manninum, mamma“.
*
* *
A. : „Vitur maður efast og athugar, en heimskinginn-
þykist vera viss um alt“.
B. : „Er þetta nú áreiðanlegt ?“
A.: „Já, það getur þú fullkomlega reitt þig á“.
*
* *
Gesturinn: „Eruð þér húsbóndinn hérna?“
Bóndinn : „Éinu sinni var ég það.
Gesturinn: „Ráðið þér þá ekki húsum hér nú?“
Bóndinn: „Nei, nú er ég giftur".
*
* *
Gott ráð. „Kallaðu aldrei „hjálp!“ á næturtíma, þó
þér liggi á, því þá kemur enginn. En hrópaðu „eldur!“
þá flykkjast menn að úr öllum áttum“.
*
*
*
Hann: „Hve mörg börn á frúin?“
Hún: „Sex dætur og engan son“.
Hann: „Þá hafið þér líldega einhvern tíma óskað
yður að eignast son líka“.
Hún: „Já, tengdason11.
(87)
*