Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST2004
Fyrst og fremst JXV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjórar:
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar:
ReynirTraustason
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
þú um
§■8
'WKP $
#
1 Hvað merkir F fyrir fram-
an tölustafina efst á lykla-
borðinu?
2 Hvað þýðir www.?
3 Hvað þýðir „spam"?
4 Hvenær fór fyrsti tölvu-
vírusinn af stað?
5 Hvað hét fýrsti tölvuleik-
urinn?
Svör neðst á síðunni
Hvað veist
tolvun
íslands-
almanakið
Almanak Háskóla ís-
lands hefur komið samfellt
út frá 1837 og er því eldra
en Almanak Hins íslenska
þjóðvinafélags. Almanak
Háskólans er líka nefnt ís-
landsalmanakið og er nú
gefið út í 4700 eintökum.
Vefsíða íslandsalmanaksins
hefur verið í notkun síðan í
október 1999 og
þar má skyggn-
ast í sögu alm-
anaksins,
glugga í daga-
töl frá 1901 og
firam á næsta
ár, kynna sér
fingrarím og orðaskrá úr
stjörnufræði. Að auki er á
síðunni ýmis konar fróð-
leikum um grundvöll
páskareiknings, sólmyrkva
á íslandi til 2200, tungl
reikistjarna og lengd hænu-
fetsins, svo nokkuð sé
nefnt. Ýmsir útreikningar
liggja svo fyrir, eins og t.d.
að hvítasunnudagur verður
11. maí árið 2008 en 25.
ágúst 1912barupp á
sunnudag.
Skólinn
Að sjálfsögðu merkir orðið
náms- og kennsiustofnun
en líka stefnu eða kenn-
ingu, oftastí hugvísindum.
Frændur okkar Færeyingar
segja skúli, Norðmenn
skule, Svíar skola og Danir
skole. Forðum létu Grikkir
skhole merkja frí
frá starfi eða tóm-
stundaiðju en
meöal Rómverja þýddi
scola hins vegarskóli eins
og hjá okkur. Þaðan ferðað-
ist orðið inn I fornensku og
varð að scol en á miðlág-
þýsku varð það að schoele
og þaðan þáðu norrænir
menn sína skóla.
Málið
1. F stendur fyrir function og afmarkar að-
gerðarhnappana. 2. World Wide Web eða
veraldarvefur. 3. Sp(iced) (h)am eða krydd-
uð skinka i niðursuðudós. Notað yfir rusl-
póst á netinu. 4. 1987 frá Pakistan. 5.
Spacewar! 1962.
Frægt fólk í Reykjavík
ISpurningu dagsins hér í blaðinu í gær
var spurt „Hver er frægasta manneskja
sem þú hefur hitt?“ Þetta er klassísk
spurning sem hefúr verið brúkuð áður í ís-
lenskum blöðum - og skilar oftast einhverju
skemmtiiegu því hversu við viljum trúa því
heitt að „fræga fúlkið“ sé bara eins og við
hin og ekki hútinu merkilegra, þá blundar
nú samt í okkur öllum að hafa svolítið gam-
an af fræga fúlkinu - og ekkert nema gott
um það að segja, þrúist það ekki út í einbert
snobberí.
í blaðinu í gær kom í ljús að Karl Ingi Karls-
son túnlistarmaður taldi sig hafa komist
næst í snertingu við heimsfrægðina þegar
hann hitti Iggy Pop næstum því; Birgir Niel-
sen trommuleikari hafði hitt Fats Domino;
Bjarni Benediktsson þingmaður hafði séð
Michael Jordan í körfuboltaleik suður á
Flúrída; Telma Ágústsdúttir söngkona hafði
séð Damon Albarn en ekki hitt hann en aft-
ur á múti spjallað við Olsen-bræður og
Fanney Frímannsdúttir fegurðardrottning
hafði engan frægan hitt en langaði mest að
hitta Guð. Og gefi Guð sjálfur að bið verði á
því, stúlkunnar vegna.
Sjálfum hefði mér farið eins og Karli Inga og
neyðst til að svara spurningunni á þann veg
að ég hefði einu sinni næstum því hitt
Samuel Beckett en þá sögu hef ég sagt svo
oft að ég endurtek hana ekki hér.
Hér uppi á blaðinu hitti ég mann sem hafði
farið í bæinn í gær og hitt Bill Clinton á
gönguferð um Austurstræti. Og virtist Bill
hinn kátasti. Sami maður hafði rekist á Lou
Reed fáeinum dægrum fyrr.
Og var himinlifandi: „Reykjavík er að verða
eins og heimsborg."
Æ, já, líklega er það svo. Víst
mun okkur þú enn um
sinn þykja fréttnæmt
að George Clooney sé
staddur í Bláa lúninu
eða Harrison Ford
fari hér reglulega út á
lífið. Og munu
ábyggiiega einhverjir
verða til þess að fár-
ast yfir því að þetta
skuli vekja athygli og
fúlki skuli þykja þetta
merkilegt og fjölmiðlar
eltist við slíkar fr éttir. En
fyrir minn smekk gat ég
samt ekki annað en
haft gaman afþví
gar dúttir mín kom neðan úr bæ í gær og
hafði þá lflca hitt Bill Clinton - að þessu
sinni í Eymundsson.
Og fannst merkilegast að Clinton, sem alltaf
virkar afar hávaxinn maður í sjúnvarpinu
innan um aðra ráðamenn, hefði virst varla
nema rétt rúmlega meðalmaður á hæð.
Illugi Jökulsson
K0NAN A BÆJARINS BESTU var glöð.
Aldrei þessu vant var engin röð hjá
henni en þá bar þar að vaskan karl
sem ákvað að smakka hvað hún
hafði upp á að bjóða. Hann vatt sér
að sölulúgunni og fékk sér eina.
Hann treysti sér ekki til að panta
annað en sinnep á hana. Hann
þurfti ekkert að borga. Fyrrverandi
Bandaríkjaforseti sleppur við svo-
leiðis smáræði. Gunnar ljósmyndari
slapp líka og fékk sér eina með öllu.
Við hin þurftum að borga. Þarna
stóðum við við Bæjarins bestu og
Bill Clinton fékk sér pulsu.
VIÐ FRÉTTUM EFTIR A að honum
hefði fundist hún góð. Það sögðu
bæði bflstjórinn hans og blaðafull-
trúi bandaríska sendiráðsins.
Það voru fleiri glaðir. Eiginlega
voru bara allir meira og minna glað-
ir í bænum í gær,.Bill CUnton ákvað
að tölta um bæinn í góða veðrinu,
heilsaði öUum og leyfði fólki að
smella af sér myndum. Vinur hans
sagði hann bara hafa svona gaman
af fólki. Hann væri ekkert þreyttur á
ónæðinu.
ÓLÖF í KIRSUBERJATRÉINU kiknaði í
hnjánum. Clinton hafði komið inn
og keypt fyrir 26.600 krónur. Skálar
Valdísar Harrýsdóttur sem eru bún-
ar til úr grænmeti heilluðu forsetann
þannig að hann keypti bara allt
klabbið. Hjálparkokkur hans borg-
aði fyrir hann og bar pokana. Svo fór
Clinton á Listasafn Reykjavfloir.
Fyrst og fremst
DAVÍÐ 0DDSS0N VAR SV0 GLAÐUR að
hitta BUl og Hfllary að hann talaði
um að hann yrði fljótari að ná bata.
Ólafur Ragnar var glaður eftir fund-
inn þar sem þau fjögur, Ólafur, Dor-
rit, Bfll og HUlary ræddu um orku-
mál og baráttuna gegn alnæmi.
Dorrit var líka brosandi.
GLAÐASTUR AF ÖLLUM var lfldega
Sjafnar Gunnarsson. Hann átti af-
mæli og aðaláhugamál hans eru
bandarískir forsetar. AðaUega BiU
Clinton. Hann gaf Clinton mynd af
honum. Þessi einhverfi drengur
sagði að hann hefði aUs ekki átt von
á því að hitta goðið sitt nokkurn tím-
ann. AfmæUsgjöfin hans var draum-
ur sem rættist.
EIGINLEGA V0RU BARA ALLIR GLAÐIR.
Einhver umdeUdasti stjórnmála-
maður heims kom í bæinn og gerði
pulsusölukonur jafnt sem forsætis-
ráðherra glaða. Hverjum hefði dott-
ið í hug að harm væri svona mikUl
gleðigjafi? Hann spurði Sjafnar
hvort hann myndi vUja hitta hann
þegar hann kæmi að ári. Við bíðum
bara og hlökkum tU næst.
Bn Clinton - bana með simeni
I Flugufótur fyrir uppreisn í Framsóknarflokknum?
Í FLUGUFÓTUR DEIGLUNNAR.COM eraft-
ur vaknaður til llfs eftir að hafa sofið um
™ hrlð. Nú er það„ástandið i Framsóknar-
£ flokknum'sem verður tilefni gamanmdla
* Deigluhöfunda en það ástand er sem
■- kunnugt er með þeim eindæmum að allir
^ hafa komið auga á það nema formaðurinn
í sjálfur sem ekki kannast neitt viö neitt.
Fyrirsögn Flugufótarins er: Uppreisn i
0 Framsóknarflokknum!
" „Þau stórtiðindi voru að berast, nú um kl.
E hálftiu, að framsóknarkonur með Siv Frið-
« leifsdóttur i broddi fylkingar, hafa gert
— uppreisn. Fregnir herma að þær haldi for-
~ manni flokksins, Halldóri Asgrimssyni,
•jj föngnum á heimili sinu. Ekki er vitað meira
um málið að sinni en Flugufóturinn mun
senda mann á staðinn og koma fyrstur
"t með fréttirnar eins og alltaf.
h-
11:00
Nýjustu fréttirherma aö framsóknarkon-
urnar haldi ekki einungis Halldóri i gislingu
heidur sé Dagný Jónsdóttir þingmaður líka
rlgbundin á heimili Halldórs. Dagný lét,
eins og flestir vita, i Ijós þá skoðun sina i
siðustu viku að ákvörðun Halldórs væri
eölileg og ekkert tengd kynferði. Við þessa
skoðun kynsystur sinnar voru hinar fram-
sóknarkonurnar ekki sáttar og ákváðu að
sýna henni i tvo heimana. Henni erþvi
einnig haldið í gisiingu ásamt Halldóri á
heimilihans.
Blaðamaður Flugufótarins sem er á staðn-
um hafði þetta um málið að segja:„Það er
Ijóst aö framsóknarkonur eru reiðar. Þær
standa nokkrar vörðinn fyrir utan heimili
Halldórs og hieypa engum aö. Vikinga-
sveitin hefurslegið skjaldborg utan um
garð verðandi forsætisráðherra og málið er
litið grafalvarlegum augum. Enn hafa
framsóknarkonurnar ekki sett fram neina
kröfugerö en Siv hringdi i lögregluna rétt
áðan og sagðist mundu hafa frekari skila-
boð fram að færa rétt eftir hádegið. Við
skulum þvi blöa og sjá hvað setur.
13:30
Rétt eftir hádegi sendi forsprakki gíslatöku-
kvennanna frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
„Við itrekum það að við höfum ekkertper-
sónulegt á móti Halldóri Ásgrimssyni, þessi
aðgerð er einungis gerð til að undirstrika
það óréttlæti sem okkur fínnst við hafa ver-
ið beittar. Kröfur okkar eru einfaldar - Siv i
Stjórnarráðið!"
15:00
Svo virðist sem Vikingasveitinni hafí tekist
að brjóta sér leið inn i hús Utanrikisráð-
herra, fyrir um klukkustund siðan, þar sem
honum og Dagnýju Jónsdóttur hefur verið
haldið föngnum iallan dag. Kröfur Fram-
sóknarkvennanna voru að Siv myndi taka
við forsætisráðherrastólnum nú I septem-
ber. Á þetta félist Halldór ekki og þvi kom
til þessað þær ákváðuað hreppa hanni
gíslingu snemma i morgun. Svo óheppi-
lega vildi til að Dagný var að elda morgun-
verð fyrir ráðherra og þvi var hún hand-
sömuð llka enda „svikari eigin kynsystra"
eins og háttsettar framsóknarstöllur orð-
uðu það.
Aðalsáttasemjara Vikingasveitarinnar var
falið aö ræða málin við Siv og frést hefur
að þau hafi komist að samkomulagi sem
Halldór er sáttur við. Samkvæmt heimild-
um Flugufótarins úr innsta hring fram-
sóknarkvenna er málinu formlega lokiö án
kæru afhendi utanríkisráðherra. Að sögn
heimildarkvennanna þá mun Siv taka við
embætti tandbúnaðarráðherra vorið 2005
og Dagný verður gerð að sérstökum sendi-
herra fslands! Fjarskanistan. Óstaðfestar
fregnir herma að um leið og Halldór hafi
stungið upp á þessu með Dagnýju hafí
aðilar náð saman."