Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁQÚST2004 Fréttir BV Tilfinninga- torg fest í sessi Borgarráð hefur sam- þykkt þá tillögu Reykjavík- urlistans að fela menning- armálanefnd að leita leiða til þess að festa í sessi starf- rækslu tilfinningatorgs í miðborg Reykjavíkur. Á ný- liðinni menningarnótt var eitt frumlegasta framtakið starfræksla tilfinningatorgs í gamla Víkurkirkjugarði, en tilkomu þess má rekja til verðlaunasamkeppni Landsbanka íslands til efl- ingar miðborginni. Einstak- lega vel tókst til og bar fjöldi borgarbúa og gesta þeirra tilfinningar sínar á torg við góðar undirtektir viðstaddra. ÓkPólóá dreng í fyrradag var ekið á sex ára dreng er var á leið suður yfir Víkur- braut við Baldursgötu í Keflavík. Drengurinn hlaut minni háttar áverka og var fluttur á Heilsugæslu Suðurnesja af móður sinni til skoð- unar. Hann fékk að fara heim að skoðun lokinni. Drengurinn taldi bifreið- ina hafa verið silfurlitað- an Póló. Að sögn lög- reglu mun ökumaðurinn hafa talað við drenginn en farið síðan á brott án þess að láta vita um óhappið. Öllum bæjar- búum boðið íleikhús í tilefni af 30 ára kaup- staðarafmæli Seltjarnarnes- bæjar er bæjarbúum boðið á sýningu Leiklistarfélags Seltjarnarness Á sauma- stofunni eftir Kjartan Ragn- arsson í leikstjórn Bjarna Ingvarssonar. Sýningin var frumsýnd í vor við frábærar undirtektir. Boðssýningarn- ar verða þrjár talsins: 26. ágúst kl. 20, 28. ágúst kl. 15 og 29. ágúst kl. 20. Sýning- arnar verða í félagsheimili Seltjarnarness. Hægt er að nálgast miða á Bæjarskrif- stofu Seltjarnarness á Aust- urströnd og einnig við inn- ganginn fyrir sýningar ef ekki verður uppselt. Lögfræðineminn Páll Heiðar Halldórsson hefur kært lögreglumann fyrir að hafa stofnað lífi sínu og heilsu i stórhættu. Lögreglumaðurinn ók yfir á rangan vegar- helming i veg fyrir Pál Heiðar sem ók þar um á vélhjóli og lá óvígur eftir. Lögregl- an ber því við að hér hafi verið um slys að ræða. Ríkissaksóknari rannsakar mál- ið. Lögreglan í Reykjavík telst vanhæf. Páll Heiðar Halldórsson, 25 ára lögfræðinemi, hefur kært lög- reglumann fyrir að hafa ekið yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir hann að kvöldi 31. maí. í kærunni er ökumaður lögreglubif- reiðarinnar sagður hafa stofnað lífi og heilsu Páls í voða og þess krafist að málið verði rannsakað. Ríkissaksóknari er með málið í höndum en lögreglan í Reykjavík telst vanhæf til að rannsaka það. Páll Heiðar segist heppinn að vera enn á lífi. „Ég meiddist töluvert og er ekki búinn að bíða þess bætur ennþá," segir Páll Heiðar sem stundar nám við lagadeild Háskóla íslands og er meðlimur í Sniglunum. Bifhjóla- menn eru margir hverjir afar reiðir yfir atburðinum og spyrja hvort það sé stefna lögreglunnar að aka niður mótorhjólamenn. Keyrði í veg fyrir hjólið I skýrslum lögreglunnar þann 31. maí kemur fram að nokkur bif- hjól hafi verið mæld á of miklum hraða fyrr um kvöldið. Lögregl- unni tókst hins vegar ekki að stöðva þá ökumenn. Nokkru síðar sá ökumaður lögreglubifreiðar númerið MN-074, Pál, koma ak- andi við bensínstöðina á Ægisíðu. Páll var ekki viðriðinn hraðakstur- inn fyrr um kvöldið og hefur ekki enn hlotið neina kæru eftir um- rætt kvöld. Ökumaður lögreglubifreiðarinn- ar ákvað hins vegar að stöðva hann. Páll segist hafa komið fyrir horn og verið á leið inn í beygju þegar lög- reglubíllinn keyrði snöggt í veg fyrir hann. Páll skall á lögreglubílinn og flaugafhjólinu. Eins og sést á myndunum hér til hliðar er augljóst að lög- reglan ók yfir á rangan vegar- helming. Páll segist ekki hafa haft ráðrúm til að stöðva hjólið en bremsuförin á vettvangi voru um sex metrar. Lögreglan ber því við að hafa kveikt aðvörunarljósin og heldur því fram að hér hafi verið um slys að ræða. Alvarlegt atvik „Ég tel það augljóst að þú stöðvar ekki bifhjól á fullri ferð með því að aka í veg fyrir hjólið með þeim hætti sem lögreglumaðurinn gerði,“ segir Hilmar Ingimundarson, lögmaður Páls. Hilmar sendi lögreglunni skömmu eftir slysfð beiðni um að kannað yrði í tetra-fjarskiptakerfi lögreglunnar hvort aðvörunarlj ósin hafi verið kveikt. Niðurstaða úr þeirri beiðni er ekki enn komin í ljós. HOmar bætir við: „Þetta er mjög alvarlegt. Lögreglumaðurinn vissi ekki hvort að hann var þarna með Hiimar Ingimund- arson hæstaréttar- lögmaður Vill að málið verði kannað i tetrakerfi lögreglunn- ar. rétt bifhjól í sigtinu þegar hann ók yfir á rangan vegar- helming tO að stöðva hjólið L fyrir meintan % hraðakstur bif- hjólamanna öðrum stað bænum.“ Lífi stofnað í voða í kærunni Páli Heiðar Hall- dórsson laganemi Hefur kært lögreglu- mann fyrir að hafa stofnað lifi sínu i voða. Myndir af slysstað Afmyndunum að ý' . I dæma er augljóst að lögreglubillinn sveigðiyfira rangan vegarhelmmg hendur ökumanni lögreglubifreið- arinnar segir að lrfi Páls og heOsu hafi verið augljóslega stefht í veru- legan háska svo að varðað geti við 4. mgr. 220. greinar almennra hegn- ingarlaga. í þeirri grein segir að sá sem, „í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitan hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska,“ skuli sæta allt að fjórum árum í fangelsi. Páll segir að eftir slysið hafi hann krafið lögreglumennina um skýringu. Þá hafi öku- maður lögreglubif- hm reiðarinnar sagt: „Ég gerði ná- kvæmlega það sem þarf tO að stöðva þig-“ simon@dv.is Guðni er bestur Sækjast sér um líkir. Fréttir herma að sótt sé að Guðna Ágústs- syni út tveimur áttum í Framsóknar- flokknum. Dugir ekkert minna. Lítið þýðir að sækja að Guðna úr einni átt, slíkum árásum myndi hann veifa frá sér li'kt og flugu. Reyndar trúir Svarthöfði því að Guðni verði ekki felldur nema sótt verði að hon- um aftan frá. Og þá í myrkri. Slíkt er afl Guðna og mannkostir. Guðni er ótvíræður foringi Fram- sóknarflokksins næsta áratug og jafnvel lengur. Svarthöfði spáir því að hann eigi bæði eftir að verða for- sætisráðherra og forseti lýðveldis- ins. AðrO: forystumenn flokksins standa langt í frá jafn föstum fótum í íslenskum samtíma og skiptir þá litlu hvort skírskotað er tO fortíðar eða framtíðar. Guðni sýndi snemma meiri ábyrgðartilfinningu en jafnaldrar hans. Vorið 1968, þegar veröldin var að leysast upp í hassvímu og óeirð- um skrfls ungmenna, lauk Guðni búfræðiprófi frá Hvanneyri. Þar tuggði hann íslenskt gras í stað þess að reykja erlent. Guðni hefur alltaf Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað mjög gott,“segir Ragna Ólafsdóttir, skólastjóri Melaskóla. „Hjá okkur hef- ur allt gengið samkvæmt áæltun en í skólanum eru um 590 nemendur. Og það liggur vel á þeim, þeir eru glaðir og ánægðir með að vera komnir i skólann. Yngstu nemendurnir hafa verið i viðtölum á mánudag og í gær og það er bjartyfir þeim sem ég hefhitt og þau segjast hlakka til að byrja i skólanum. Enda eru dagarnir bjartir núna og mikið líf. “ haldið sönsum og aldrei orðið háður kreddum í stjórnmálum eða fíkniefnum almennt. Hann er sá klettur í hafinu sem Framsókn- arflokkurinn vfll vera. Þá er hann dýravinur að auki. Guðni Ágústsson er á kjör- aldri til að taka við forystu í stjórnarflokknum sem nú sest í forsæti ríkisstjórnar. Hann varð 55 ára í febrúar. Sú tala er ein sú al- helgasta í grískri goðafræði. Og ekki er nafnið verra. Guðni er tökunafn úr forneskju, Godwine, sem á íslensku þýð- ir guðaveigar. , Svart- • ***' höfði getur vart beðið eftir því að Guðni fari að flytja ára móatávörp sín sem forsætisráðherra og forseti í Rflássjón- varpinu þegar þar að kemur. Þá þarf ekki ngur neitt ára- mótaskaup. Þá sameinast draumar, gleði og væntingar þjóð- arinnar í einum manni. í Guðna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.