Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 14
74 MIÐVIKUDACUR 25. ÁQÚST2004 Fréttir DV Efast um frá- rennsli Sumir hrepps- nefndarmenn í Hólmavík eru sagðir hafa efa- semdir um að nýj- ar fráveitulagnirnar veiti framtíðarlausnir við losun úrgangs frá rækjuverk- smiðju Hólmadrangs. Um er að ræða nýja ffáveitu- lögn út í Norðurfjöru. Meirihluti bæjarráðs taldi nauðsynlegt að ganga strax frá lögnununum þar sem nú sé verið að leggja bund- ið slitlag á svæðinu. Eltu mótor- hjólamann á ofshraða Lögreglan í Kópavogi lenti í miklum eltingar- leik við mótorhjólamann sem ók á ofsahraða eftir Hafnarfjarðarvegi og í átt til Reykjavíkur í fyrrinótt. Hann var upphaflega mældur á tæplega 140 km hraða við Kópavogs- læk en eltingarleikurinn barst til Reykjavíkur og missti lögreglan af manninum er hann ók yfir göngubrúna við Miklubraut. Hann var síðar handtekinn er hann hafði lagt hjóli sínu í Hátúni en kannaðist þá ekki við aksturinn eða að hafa ekki sinnt stöðvun- armerkjum lögreglu. Honum var svo sleppt eftir yfirheyrslur. Morávek í upptökum Karlakórinn Jökull á Homaflrði ætlar að taka upp og gefa út nýjan geisla- disk. Lagið Hornafjörður í útsetningu Jó- hanns Morá- veks kórstjóra hefúr þegar verið tekið upp. Annars fara upptökur fram yfir eina helgi í haust undir stjóm Sigurðar Rúnars Jónssonar, eða Didda fiðlu eins og hann er nefndur. Þetta kem- ur fram á hornaijordur.is. Þar segir einnig að Jökull, ásamt kammersveitinni ísa- fold, hafi á föstudag frum- flutt útsetningu Jóhanns á laginu Hornafjörður. Flutn- ingurinn hafi verið frábær og útsetningin hrífandi. Stefanía Jónína Aðalsteinsdóttir hefur eignast þrjár dætur sem allar hafa verið teknar frá henni. Hún fær ekki að hitta þær nema einu sinni á ári og vill fá þær til sín aftur. Hún var misnotuð þegar hún var í sveit frá niu ára aldri og lenti inni á Kleppi 14 ára. Móðirin haldin geðrnskunum eflir áralanga misnotknn í DV í gær birtist viðtal við Jóhannes Vilhjálmsson 46 ára upp- vaskara á Keflavíkurflugvelli sem missti dóttur sína frá sér fyrir tólf árum. Barnsmóðir hans Stefanía Jónína Aðalsteinsdóttir hefur heldur ekkert fengið að sjá barnið né tvær aðrar dætur sem hún á. Stefanía er 75% öryrki og býr ásamt manni sínum í Vest- urbænum. Þetta eru dæmi um hin erfiðu mál sem barna- verndaryfirvöld þurfa að kljást við. Hún segist hafa verið tekin úr sambandi árið 1992 án þess að fá nokkru um það ráðið og verið mis- notuð frá níu ára aldri. Fjórtán ára fór hún á Klepp og skipti nýlega um nafn. Hún lýsir lífi sínu sem einni sorgarsögu. Stefanía hét áður Guðlaug Ás- mundsdóttir en breytti nafiúnu í fyrravetur vegna þess að henni lfk- aði ekki við það. Hún hefur eignast þrjár dætur sem eru átján, fimmtán og tólf ára en þær hafa allar verið teknir af henni og settar í fóstur. „Ég er gift í dag og við eigum þessar stelpur með réttu. Mér finnst hart að fá ekki að sjá börnin mín nema einu sinni á ári og það er búið að snúa þeim gjörsamlega gegn mér. Ég hef barist fyrir því að fá þær í gegnum árin en það hefur ekkert gengið," segir Stefama sem segir oft búið að lofa sér öllu fögru. „Það hef- ur oft verið sagt við mig að ég fengi bömin þegar aðstæður breyttust en það hefur alltaf verið svikið. Síðast átti ég að hitta þær í hús- dýragarðinum en ég sagði bara nei takk enda læt ég ekki bjóða mér svoleið- is.“ Stefanía segist vera í litlu sam- bandi við Jóhannes Vilhjálmsson sem hún á yngsm dóttur sína með og þeirra samband hafi endað eftir að stelpan var tekin af þeim. Misnotuð í barnæsku Stefanía var ættleidd og bjó á Kelduskógum þegar hún var krakki og fer ekki fögmm sögum af þeim ámm. „Ég var misnotuð frá níu ára til fjórtán ára aldurs. Ég fór í fóstur- eyðingu á þessum árum eftir drykk- felldan mann sem rændi mig barn- æskunni," segir Stefanía. Hún segir það mál aldre'i hafa far- ið lengra en fyrir sýslumann þegar hún var fjðrtán ára gömui. „Þá var mér bara hent á Klepp og búið. Ég var eyðilögð sem barn og það er búið að taka úr mér sálina," segir Stefanía sem er 75% öryrki í dag. Hún segist vera þunglyndissjúkling- ur og taugarnar séu farnar með hana. Hún hefur margsinnis fengið morðhótanir frá þeim sem misnot- aði hana sem hún segir mikinn drykkjusjúkling. Tekin úr sambandi Stefanía segist hafa verið tek- in úr sambandi árið 1992. „Ég fékk engu um það ráðið. Sú saga gekk fjöllunum hærra á fsafirði að búið væri að taka mig úr sambandi. Fósturmamma mín var búin að stagl- ast á Vill fá börnin sín Stefanía vill fá dætur sínar aftur en þær hafa allar þrjár verið teknar af henni og settar í fóstur. því lengi að ég ætti að gera það. Ég var búin að reyna að eignast barn í nokkurn tíma og ekkert gekk. Mig grunaði það lengi og er eiginlega al- veg viss um að svo sé,“ segir Stefan- ía sem gengur við hækju í dag eftir að hafa lent í bflslysi. Stefama og núverandi maðurinn hennar em með lögfræðing sem þau em ekki sátt við. „Hann rekur mann út annað slagið og er mjög skapstór og hefur því ekki reynst okkur vel. Stígamót hafa heldur aldrei hlustað á mig í gegnum árin," segir Stefanía afar ósátt með stöðu mála. „Mér finnst hart að fá ekki að sjá börnin mín nema einu sinni áárj og það er búið að * snúa þeim gjörsam- lega gegn mér." Getur ekki horft á glæpa- myndir Stefanía segist sjálf vera hætt að drekka að mesm leyti en gangi fyrir þunglyndissprautum og sé sprautuð vikulega. Hún segist vera mikill þung- lyndissjúklingur en geti hlegið að sumu. „Ég get ekki horft á glæpamynd- ir eða ofbeldi í sjónvarpinu. Ég horfi á eina og eina gamanmynd. Ég er búin að vinna víða en varð öryrki árið 1993 og við hjónin emm það bæði í dag." Lítið samband Stefanla segist vera ílitlu sam- bandi við Jóhannes Vilhjálmsson sem húná yngstu ■ dótturslna með og þeirra samband hafí endað eftir að stelpan var tekin afþeim. Stefanía er með bflpróf en á ekki bíl og ferðast því oftast með strætó. „Ég fer lflca stundum með leigubfl og skulda einn núna upp á 2.400 krón- ur og það er óþægilegt. Ég vil helst borga mínar skuldir en ég skulda lflca 8.000 krónur í fótsnyrtingu sem mér finnst alltof mikið," segir Stef- anía og undrar sig á verðinu því ör- yrkjar eigi að fá afslátt. Stefanía segir að rekja megi þunglyndið og taugaveikina til þess að hún hafi verið misnotuð í æsku og það hafi skemmt hana. Það sem Stefama vill í dag er að fá dætur sín- ar helst aftur eða í versta falli fá að hitta þær oftar. „Ég er betur stödd í dag en áður og þá aðallega peninga- lega séð. Saga mín er ein sorgar- saga," segir Stefanía að lokum. breki@dv.is íbúar Álftaneshrepps í jarðastríði við bæjarráð Borgarbyggðar Kurteisin fullreynd vegna Grenja „Hvað þarf til svo að tillit sé tekið til okkar sem hér búum? Þarf háttu fornmanna „að höggva mann og annan" tfl þess að hlustað sé á okk- ur, eða fara um hémð með hávaða og látum?" Afréttarnefnd Borgarbyggðar gekk á fund bæjarráðsins í síðustu viku til að bera fram harðorð mót- mæli við þeirri fyrirætlan að selja hlut sveitarfélagsins í jörðinni Grenjum á Mýmm. Ofangreind til- vitnun er úr bókun sem afréttar- nefndin lagði fram á bæjarráðsfund- inum. Að sögn meðlima afréttarnefnd- arinnar er viðkomandi land, sem sé innan afréttargirðingar, mjög mikil- vægt fyrir sauöfjáreigendur. Tekjur af stangveiðinni í Langá fyrir hluta Grenja hafi í mörg ár staðið undir af- réttarmálefnum í hinum gamla Álftaneshreppi. „Einkennilegt er til þess að vita, að stjórnendur sveitarfélagsins reyna ítrekað áð leggja stein í götu sauðfjárbænda á þessu svæði með áætlun um sölu jarða. Á sama tíma og verið er að reyna að fá ný atvinnu- fyrirtæki í sveitarfélagið er þessari at- vinnugrein gert erfitt fyrir með áður- nefndum ráðagerðum. Land Grenja er það landsvæði sem við megum allrasíst við að missa, auk þess er þar aðalaðgengi okkar að afréttinum," segja afréttarnefndarmenn og saka bæjarráðið um að hunsa vilja íbú- anna á svæðinu. Sala Grenja yrði mjög íþyngjandi fyrir sauðfjárbænd- ur í Álftaneshreppi hinum forna: Bæjastjóri Borgarbyggðar Háldan Helgason, Ásgerður Pálsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir i afréttarnefnd Borg- arbyggðar segja Páll Brynjarsson bæjarstjóra og bæjarráðið vinna gegn hagsmunum ibúa Álftaneshrepps „Afréttarnefndin hefur áður reynt að koma í veg fyrir sölu jarðar- hluta sveitarfélagsins af kurteisi og einlægni, en meiri- hluti stjórnar sveitarfélagsins vinnur þvert á vilja okkar og nánast allra íbúanna á svæðinu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.