Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Page 31
DV Síðast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST2004 31 í pistli sínum veltir Árni Bergmann því fyrir sér hvers vegna Evrópumönnum er illa við Ameríkana. Er hægt að kenna ríkisstjórn George W. Bush um þessa andúð eða á hún rætur langt aftur í kalda stríð. Þá veltir hann því fyrir sér hvort andúð- in sé gagnkvæm. Er okkur illa við Ameríkana? Leiðtogarnir Jacques Chirac forseti Frakklands, Tony Blair forsætisraðherra Bretlands, George W. Bush forseti Bandaríkj- anna og Gerhard Schröder kanslari Þýskalands hafa ekki alltaf verið sammála að undanförnu. Andúð Evrópumanna á Banda- ríkjunum er talsverð í dag en spurning er hvort sú andúð sé rík- isstjórn Bush að kenna eoa eigi rætur að rekja lengra aftur. Er okkur íslendingum, er Evr- ópumönnum illa við Ameríkana? Og ef margir hafa nú andúð á Banda- ríkjunum, er þá átt við stefnu núver- andi stjórnvalda, við framgöngu Bandaríkjamanna í heiminum til langs tíma, við bandarískan lífstíl? Er andúðin ef tii vill gagnkvæm: eru Ameríkanar kannski í jafhmikilli fýlu út í Evrópumenn - og hvað stýrir þessum leiðindum öllum? Einangrað risaveldi Á dögum kalda stríðsins var nokkuð augljóst að evrópskir vinstrimenn ýmiskonar höfðu ýmigust á Bandarikjunum - af þeirri augljósu ástæðu að ráð- andi öfl þar í landi litu á alla vinstrimennsku, meira að segja sænskan kratisma, sem einhverskonar kommavillu sem helst þyrfti að uppræta. En nú á seinni misserum ber mjög á því, að andúðin á Banda ríkjunum, eða a.m.k. forystusauð- um þessa öflugasta rílds heims, nær langt út fyrir þá sem rúmast kynnu innan einhverskonar vinstrimennsku. Bandaríkin hafa aldrei verið jafn vinafá og nú, segja ótrúlega margir, og oftar en ekki er því bætt við, að það sé þeim sjálfum að kenna eða nánar tiltekið, Bush for- seta og hans mönnum. Þeir fari fram með þeim hroka og valdníðslu og tillitsleysi til allra nema eigin hags- muna og heimsskilnings, að þeir hljóti að uppskera fjandskap og ein- angrun í samfélagi þjóða. Þetta mat er áberandi staðreynd í þeirri kosningabar- áttu sem nú fer fram í Bandaríkj- unum - það er eitt helsta stefið hjá íS? Kerry og hans Árni Bergmann Heimsmálapistill demókrötum að Bandaríkin séu ein- angruð vegna þess að Bush stundi „unilateralisma" - þ.e.a.s. taki ein- hliða ákvarðanir í hverju máli, spyrji hvorki vini né hugsanlega banda- menn, ætlist til að allur heimur hlýði bandarískri forystu án þess að mögla. Hin svikula Evrópa En allt í kringum Repúblikana- flokk Bush og víða til hægri við bandaríska miðju er því haldið fram, að sú einangrun sem fáir neita að sé staðreynd, sé ekki ráðamönnum rík- t isins að kenna heldur Evrópumönn- um. Það séu þeir sem hafi brugðist frelsinu og lýðræðinu. Þeir hafi falið sig undir vemdarvæng Bandaríkjanna á meðan á kalda stríðinu stóð, en þegar óttinn við Sovétrrkin sé ekki lengur til staðar til að líma saman hinn vestræna heim, þá komi hið sanna innræti ekki bara höf- uðsvikaranna, Frakka, heldur og annarra Evrópuþjóða skýrt fram. Einnig það, Evrópa líti á sig sem keppi- naut og óvin Bandaríkj- anna. Einn bandarískur þegn, sem hugsar á þennan veg, hefur verið ið- inn við að fóðra mig á greinum um þetta efni og í þeim tölvupósti má finna þennan hugsanagang útfærð- an - eitthvað á þessa leið: „Evrópsk andúð á Bandaríkjunum var tölverð strax á tímum kalda stríðsins meðan óttinn við Rússa hélt henni nokkuð í skeijum. Evrópumenn hugsuðu eins og afdankaðir aðalsmenn sem máttu horfa upp á það með öfund að afkomendur þeirra í Ameríku gerðust þeim ríkari og öflugri. Eða eins og gamall menningarviti sem verður fyrir því, að sonur hans gerist sportmaður og hermaður en er líka honum fremri í vísindum." En þar fyrir utan, segja þessir söguskýrendur, hafa Evrópumenn fyrir löngu glutrað niðurhugrekki og krafti til að veita illum öflum mót- spyrnu. Þeir lögðust í heimsstyrjöld- inni seinni auðmjúkir undir stíg- vélahæla hermanna Hitlers - allir nema sérstakir vinir okkar, Englend- ingar. Þeir höfðu engan sérstakan áhuga heldur á því að veita út- þenslustefhu Sovétmanna mót- spyrnu. Þeir létu það barasta gott heita, að nærvera banda- rísks hers í Evrópu stöðvaði framsókn Rússa. „Evrópurík- in í NATO létu landskika í té undir herstöðvar okk- ar, borguðu nokkra smáreikninga og inn- byrtu svo með ánægju stjarnfræði- legt magn af dollurum sem banda- rískir hermenn í herstöðvunum eyddu í löndum þeirra," (þetta er orðrétt ívitnun í Sagamori nokkurn og höfð hér með vegna þess að þetta dæmi snýr beint að íslendingum). „Núna eru Rússar úr sögunni og því finnst Evrópumönnum engin ástæða til þess að þola lengur bandarískt forræði í Evrópu. Þess vegna hafa þeir stofnað sitt Evrópu- samband í von um að Evrópa ryðji Bandaríkjunum úr stöðu for- ystuafls í heiminum. Þeir líta ff , J ekki á okkur Ameríkana sem <p bandamenn - eins og kemur fram í slæglegum stuðn- ingi við stríðið í írak eða í beinni andstöðu Frakka og fleiri kújóna við þann hernað." I Iiui- Ig aeldur ; <*> band: jóða í s?|^fr 'Ælm, wwtm Demókratar engu skárri Eftir þessar söguskýringar er svo komið að því, að ráðast gegn Kerry þeim sem reynir nú að fá sig kosinn forseta í stað Bush. Þegar forseta- frambjóðandi demókrata deilir forsetann fyrir einangrunar- stefríu og einhliða valdshroka þá er hann að gæla við andamerísk öfl innan lands sem og í Evrópu. Kerry er að gera sér dælt við Frakka, sem þykjast í gömlum evr- ópskum hroka geta dæmt um það, hvað rétt er og hvað rangt. Hann er að búa sig undir að svíkja hagsmuni Bandaríkjanna, hvort sem væri til að friðmælast við önuga Evrópu eða enn fjandsamlegri Arabaheim. Það er ekki auðvelt að dæma um það úr fjarska hve gifdur þáttur um- ræðunnar skrif af þessu tagi eru. En þau eru til staðar og margt reyndar verra en þetta. Vissulega má finna í „Evrópsk andúð á Bandaríkjunum var tölverð strax á tímum kalda stríðsins með- an óttinn við Rússa hélt henni nokkuð í skefjum. Evrópumenn hugsuðu eins og af- dankaðir aðalsmenn sem máttu horfa upp á það með öfund að afkomendur þeirra í Ameríku gerðust þeim ríkari og öfl- ugri." þeim sannleikskjarna eins og reyndar í flestu orðaskaki: til dæmis þann, að ytri óvinur, m.ö.o. Sovét- ríkin, var forsenda þess að sæmileg- ur friður héldist innan NATO ára- tugum saman. Hitt er svo víst, að Bush og hans mönnum hefur tekist undarlega vel að venja ótrúlegustu menn af því að líta vonaraugum til Bandaríkjanna. Og sú andúð er ekki nema að litlu leyti tengd evrópskri öfund í garð unga frændans ríka vestan hafs. Hún hefur magnast og eflst að undanförnu vegna þess, hve oft og freklega bandarískir ráðamenn taka sér rétt til að ákveða hvenær og hvernig skuli huga að mannréttindum, lýðræði, verslun- arfirelsi, mengun og öllu sem nefna þarf í umræðu dagsins, og hvenær skuli gefa allar slíkar kröfur upp á bátinn. Um leið og þessir ráðamenn heimta að þeirra eigin hentistefna (sem t.d. skiptir harðstjórum í illa fanta sem útrýma skal og „okkar tík- arsyni" eftir því hvernig á stendur) sé viðurkennd um allan heim sem hin eina færa leið til að rækja æðstu dygðir, enda engum öðrum en Bandaríkjunum trúandi fyrir þeirri ræktarsemi. ÁrnlBergmann Hvar varst 28. febrúap 1995 „Ég var í Þjóðleikhúsinu við Hverflsgötu hér í Reykjavík að taka á móti bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir „Engla al- heimsins",” segir Einar Már Guð- mundsson rithöfundur. „Ég þakkaði auðvitað fyrir mig, flutti nokkurn óð til norrænna bókmennta af þessu tilefni. Maður kippir sér nú merkili- ega lítið upp við svona tilstand, það er í raun ekkert erfiðara að flytja ræðu í Þjóðleikhúsinu en lesa fyrir börn.“ f lok febrúarmánaðar 1995 fund- aði Norðurlandaráð í Reykjavík. Geir H. Haarde var formaður þing- flokks Sjálfstæðismanna og formað- ur Norðurlandaráðs. Þingið sóttu 55 norrænir ráðherrar, 91 norrænn þingmaður og rúmlega 800 aðrir fundamenn. Þrenn verðlaun Norð- urlandaráðs voru veitt í tengslum við þingið, tónlistar- og blaða- mannaverðlaun en bókmenntaverð- lun Norðurlandaráðs voru veitt Ein- ari Má Guðmundssyni rithöfundi fýrir bókina „Englar al- heims- • Reiði, eða öllu heldur orðlaus undrun, ríkir í Hafnarfirði vegna ófremdarástands í Tónlistarskólan- um. Þeir foreldrar sem í sakleysi sínu ætla að koma börnum sínum til náms er sagt að þar sé 300 manns á lista sem bíði þess að komast inn og biðlistar séu allt frá árinu 2001. Alltaf sækja fleiri og fleiri um og þeir sem eru að skrá börn sín á lista núna geta í besta falli vonast til þess að krakkinn komist að eftir þrjú ár. Reykjavíkurborg hefur að vonum lokað fýrir ásókn úr nágranna- sveitarfélögum í tónlistarskóla borgarinnar þannig að Lúðvík Geirsson þarf greinilega að hysja upp um sig buxurnar í þessum efrí- um... 9.HVER VINNUR SENDU SMS SKEYTIÐ JA BSF A NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ VINNINGAR t RU: MIÐAR A MYNDINA ■ DVD MYNDIR ■ MARGT I I I IRA BOURNE SMSL VILTUMIÐfl? SUPREMAC

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.