Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004 Fréttir DV FRETTASKYRING Árni Magnússon félagsmálaráðherra reyndi eftir krókaleiðum að komast hjá því að ráða Helgu Jónsdóttur sem ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu. Ráðgjöf sem hann keypti fólst í því að hann ætti að ráða þann sem honum litist best á. Helga fær rökstuðning ráðherra innan tveggja vikna. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður segir dagljóst að ráðherra hafi gengið framhjá hæfasta umsækjandanum og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spyr hvernig ráðherra geti gengið framhjá konu með svo mikla reynslu. Arni lengdi frest til að fleiri en Helga sæktu um Árni Magnússon félagsmálaráðherra framlengdi umsóknarfrest um starf ráðuneytisstjóra til að þurfa ekki að ráða Helgu Jónsdóttur í starfið. Hann auglýsti starfið einungis í Lögbirtingablaðinu á þeim tíma þegar flestir landsmenn voru í sumarleyfi. Starfið var ekki auglýst á starfatorgi ríkis- ins né í dagblöðum. Skemmsti mögulegi umsóknarfrestur var gefinn, tvær vikur. Jafnréttismála- ráðherrann sleppti því líka að hvetja konur til að sækja um starfið og fylgdi þar með ekki þeim regl- um sem ráðuneyti hans hefur gefið út. Hann tilkynnti síðan umsækjendum ákvörðun sína um ráðningu áður en ráðgjafi hans við ráðninguna hafði rætt við alla meðmælendur og áður en ráð- gjafinn hafði skilað skýrslu. Allt þetta er talið benda til þess að Ámi hafi haft í hyggju að skipa Her- mann Sæmundsson settan ráðuneyt- isstjóra í starfið, samkvæmt því sem fuilyrt er við DV innan úr stjómsýsl- unni. Það sem hindraði hann í þeim fyrirætlunum, var að Helga Jónsdóttir sótti um. Viðbrögð Áma vom að fiam- lengja umsóknarfrestinn. Hann sá að hann gæti ekki tekið karl fram yfir Helgu, sem hefur óumdeilt mestu reynsluna sem æskilegt er að fólk hafi til að bera í starf ráðuneytisstjóra fé- lagsmáiaráðuneytísins. Á endanum réð hann svo Ragnhildi Amljótsdóttur sem hefur unnið fyrir félags- og heii- brigðisráðuneyti í Bmssel í ráöuneyt- isstjórastarfið. Helga vill öll gögn Helga hefur áréttað beiðni sína um rökstuðning frá Áma fyrir ákvörðun sinni. „Ég fer þess enn fremur á leit að fá aðgang að ölium gögnum sem varða á einhvern hátt mat þitt eða ráðgjafa þinna á umsókn minni í þessu ráðningarferli sbr. 15. gr. stjórn- sýslulaga," segir Helga í bréfi sem hún sendi ráðherranum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneyt- inu mun Ámi senda Helgu Jónsdóttur rökstuöning fyrir ákvörðun sinni. „Mun henni væntanlega verða sent það bréf í næstu viku og eigi síðar en 9. september sem er lokaffestur skv. 3. mgr. 21. gr. stjómsýslulaga," segir í svari Sesselju Árnadóttur skrifstofu- stjóra. Skýrsla ráðgjafa ekki til Eftir að Ámi tiikynnti umsækjend- um hver fengi starfið, var ráðningar- ráðgjafi Mannafls enn að spyrja með- mælendur um kosti og galla umsækj- enda. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk frá félagsmálaráðuneytinu í gær er skýrsla ráðgjafans ekld tílbúin. „Niðurstaða ráðgjafans hggur fyrir í drögum og er ekki til afhendingar að svo stöddu," segir í skriflegu svari Sesselju. Hún lét DV í té ummæli úr niður- stöðu ráðgjafans, Hilmars Garðars Hjaltasonar hjá Mannafli. Þar segir hann að eftir að hafa leitað meðmæla og tekið tvö viðtöl við þá sem mælt var með komi þeir þrír umsækjendur sem lengst komust sterkir út úr ferlinu. Það vom Helga Jónsdóttir, Hermann Sæ- mundsson og Ragnhildur Amljóts- dóttir. „Er það mat Mannafls að fé- lagsmálaráðherra eigi að ráða þann aðila sem hann og samstarfsmenn hans hafa mesta trú á að leiði starfs- menn og ráðuneyti til áframhaldandi góðra verka," segir í niðurstöðu ráð- gjafans. Ráðuneytíð segir endanlegan kosmað við vinnu Mannafls ekki liggja fyrir og því sé hann ekki gefinn upp. Framlengt eftir að Helga sendi inn umsókn Helga sendi umsókn sína inn til ráðuneytísins áður en fyrstí umsókn- arfrestur rarm út, 26. júlí. Eftir að um- sóknin kom fram ákvað Ámi að fr am- lengja umsóknarffestinn og útslcýrði hann þá ákvörðun með því að um há- sumarleyfistíma væri að ræða. Ragn- hildur sótti hins vegar ekki um fyrr en á seinni umsólcnarfrestí. Hún segist hafa hugleitt í marga mánuði að sælcja um starf ráðuneytisstjóra. Hún segir að sér sem starfsmanni félagsmála- ráðuneytisins til tveggja ára hafi verið lengi kunnugt um að auglýsa þyrfti starfið. Hún hafi rætt við marga en það hafi síðan verið þegar hún kom til baka til Bmssel eftir sumarfn á ís- landi í byrjun ágúst að hún byrjaði að vinna umsókn. „Ég sótti um um leið og ég kom frá íslandi, ég var í sumarffíi, flaug frá íslandi eftir verslun- armanna- helgina og byrjaði þá að undirbúa ' umsókn," segir Ragn- hildur. Mjög sátt við vinnu- brögð Árna Ragnhildur er óflokks- bundin og segist ekkert hafa talað við Áma Magnússon í að- draganda umsókn- arinnar. „Ég hringdi aldrei í ráðherra, eða hann í mig í aðdraganda umsóknar, það er kristal- tært," segir hún. Hún hlakkar til að takast á við starfið í ráðuneyti sem hún telur vera einstaldega spennandi. „Ég var mjög ánægð þegar ég frétti að ég hefði fengið starfið. Ég sendi inn umsókn eins og hver annar og fékk að vita eins og hver annar, hverjir væm umsækjendur. Ég var mjög sátt við það þegar ég heyrði að það ættu að fara ffam fleiri en eitt viðtal. Mér fannst það ferli mjög áhugavert og gott að taka þátt í því," segir hinn ný- skipaði ráðuneytisstjóri. „Ég er mjög sátt við vinnubrögð Áma Magnússon- ar í öllu þessu máli," segir hún. Eitthvert afbrigði af geðþótta- ákvörðun Ragnar H. Hall hæstaréttarlög- maður er ekki eins ánægður með vinnubrögð ráðherrans. „Það er dag- ljóst að það er gengið framhjá hæfasta umsækjandanum. Þetta er eitthvert afbrigði af geðþóttaákvörðun sem enginn getur útskýrt nema ráðherr- ann sjálfur," segir Ragnar. Ragnar gef- ur h'tið fyrir rökstuðning Áma um að hann hafi skipað hæfasta umsækj- andann. „Það er líka hægt að segja að það sé sunnudagur í dag,“ segir hann. „Það er bara ekki rétt." Hann segir vinnubrögð af þessu tagi of áberandi á íslandi. Vilja ekki sterkar konur „Mér finnst þetta furðuleg ráðstöf- un," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem starfaði náið með Helgu í Reykja- víkurborg í átta ár. Hún segist þekkja þá konu af góðu einu sem fékk starfið „en það varpar ekki rýrð á hana að í hópi umsækjenda var kona sem hafði samanlagt einhverja mestu reynslu af þeim störfum sem nýtast í þessu starfi," segir hún. „Helga er framúrskarandi mann- eskja og ég skil ekki hvemig hægt er að hafha henni og hvem- ig ráðherra hefur efni á að ganga ffamhjá þeirri reynslu sem hún hefur.“ Ingibjörg Sólrún segist ekki hafa heyrt nein rök frá Það er dagljóst að það er gengið fram- hjá hæfasta umsækj- andanum. Þetta er eitthvert afbrigði af geðþóttaákvörðun sem enginn getur út- skýrt nema ráðherr- ann sjálfur. Áma Magnússyni sem geti útskýrt ákvörðunina. „Það er eins og þessir menn kæri sig ekki um sterkar konur sér við hlið,“ segir hún. Halldór var á móti Helgu Ingibjörg Sólrún gerði tillögu um það þegar hún hætti sem borgarstjóri að Helga Jónsdóttir tæki við sem borgarstjóri tímabundið, þar sem hún væri staðgengill borgarstjóra. Hún staðfestir að þau áform hafi mætt andstöðu, meðal annars frá Halldóri Ásgrímssyni. Fullyrt er við DV að Hall- dór hafi sagt þvert nei við því að Helga settist í borgarstjórastólinn. Það er til marks um að Helga sé ekki í náðinni hjá þeim Halldóri og Áma. kgb@dv.is Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra Framlengdi umsóknar- frest um starf ráöuneytis- stjóra til aö fá fleiri um- sóknir en frá Hetgu Jóns- dóttur. Ragnhildur Arnljótsdóttir Sótti um eftir aö frestur hafði ver- \ iðframiengdur.BerÁrnaMagn- ússyni vel söguna en segist ekk- ert hafa talað við hann f aðdrag- anda umsóknar. Helga Jónsdóttir Langhæfasti umsækj- andinn að mati Ragnars Hall og IngibjargarSól- rúnar G/sladóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.