Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Side 16
16 LAUGARDAGUR 28. ÁCÚST2004 Helgarblað 0V Váldís Samúelsdóttir frelsaðist þegar hún var 14 ára. VUltist svo út af hinni kristilegu braut og var í rugli í nokkur ár. Hún starfaði sem strippari í skömm, notaði eiturlyf en sá ljósið og reis upp að nýju eins og frels- arinn sjálfur. Efúr að hafa þurft að þola kúgun frá amerískum eiginmanni sín- um í Las Vegas og múslimum í Noregi, ákvað hún fylgja handleiðslu Guðs. Valdís hefur vakið athygli þeirra sem horfa á sjónvarpsstöðina Omega fyrir mikla mælsku og trú hennar á mikil- vægi þess að frelsa konur í arabalönd- um undan kúgun Kóransins sem þær hafa ekki einu sinni lesið. „Ég fór í uppreisn gagnvart sjálfri mér í nokkur ár,‘‘ segir Valdís Samúels- dóttir 22 ára þjónn. „Ég var í kristilegu starfi, fyrst hjá Klettinum og svo í Krossinum. Svo varð ég fyrir áhrifum frá félögum mínum sem sögðu mér að hætta í þessu „Jesúmgli". í kjölfarið fór ég alveg út fyrir ramma trúarinnar," segir Valdís sem tapaði í kjölfarið sam- bandinu við Guð. Strippaði í skömm Fjölskylda Valdísar var öll andlega þenkjandi, móðir hennar var spákona og faðir hennar heilari auk þess sem bróðir hennar var meðlimur í söfnuði Klettsins. Þrátt fyrir það ákvað Valdís að yfirgefa Guð og gera uppreisn í lífi sínu. Valdís hætti í skóla og byrjaði að nota fikniefni sem varð til þess að hún fór að vinna sem nektardansmær í Þórskaffi. „Það var allt í mgli í kringum mig, ég notaði amfetamín og áfengi. Það vom allir að taka kókaín á þessum tíma en ég lét amfetamínið alveg duga,‘‘ segir Valdís sem skilur ekki enn hvers vegna hún laðaðist að súlunni í Þórs- kaffi þar sem hún dansaði nakin fyrir karlmenn. „Ég held að þetta hafi bara verið einhver athyglisfíkn sem ég þjáðist af. Maður réði ekkert við þetta," segir Val- dís. En svo fann hún ljósið og reis upp að nýju með hjálp Guðs. „Ég var algerlega á botninum og ég veit hvað það er erfitt að horfast í augu við það sem maður hefur gert, rísa upp og sætta sig við fortíðina og lifa með henni. Mér fannst erfiðast að horfast í augu við að hafa tapað mannorðinu á þessu lífemi. Þetta fylgir manni og kemur alltaf upp öðm hveiju. Fólk spyr mig hvort ég hafi ekki verið að strippa og ég verð að játa því. Það yndislega við það er að flestir í kringum mig vita samt hvemig ég er, ég er ekki bara hætt að strippa, ég er líka búin að breyta mínulffi." Milljón á mánuði „Ég lifi góðu lífi í dag og reyni að lifa í eins miklum kærleik og mögulegt er. Ég hef fengið allt annan innblástur í líf mitt sem skiptir miklu máli og vil nú frekar gefa frá mér heldur en taka." Þráðir þú áðurpeninga og völd? „Já, hver gerir það ekki, þegar mað- ur lifir svona eins og ég gerði?" Var það vel launað starf að vera stríppari? „Nei, ekki myndi ég segja það, kannski milljón á mánuði. Þetta var náttúrulega mikil vinna - maður vann svona átta tíma á dag. Ég var ekki í vændi en það var allt í kringum mig, samt ekki hjá okkur íslensku stelpun- um. Það sem á sér stað hjá þessum konum er endalaus niðurlæging og andlegt ofbeldi. Þótt þær líti út fyrir að vera einhveijar drottningar þegar þær eru á sviðinu þá hverfur brosið fljótt þegar þær stíga niður. Ástæðan fyrir því að ég fór út í þetta var sú að mig vantaði pening og ég heyrði að þetta væri vel launað. Lífemið þama er hins vegar þannig að maður eyðir bara öll- um peningum sem maður eignast." Nauðgað í Þórskaffi „Ég man ekki þá nótt sem ég grét mig ekki í svefn af skömm," segir Val- dís sem trúði þó á Guð sem hún reyndi að halda eins langt frá sér og hún gat þótt hún væri fyllilega meðvituð um að hún elskaði hann. Samviskubitið var nóg fyrir. Valdís þurfti að þola þá myrku martröð sem hún vill nú nýta sem reynslu til þess að hjálpa konum í Miðausturlöndum sem hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi. „Mér var nauðgað af samstarfs- manni mínum. Ég ákvað að kæra hann ekki en leitaði samt aðstoðar hjá Stíga- mótum. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að fyrirgefa honum þetta til þess að fá frið í eigin hjarta. Mér líður mun bet- ur eftir að hafa fyrirgefið þetta skelfilega ofbeldi. Atvikið situr þó alltaf í manni. Þetta brýtur niður alla tilfinningu fyrir því að vera kona. Maður upplifir sjálfa sig sem leikfang einhvers manns, eins og maður skipti engu máli og hafi enga stjóm yfir eigin líkama." Sigurvegari en ekki fórnarlamb „Ég æda samt ekki að vera fómar- lamb og fara í sjálfsvorkun, þess vegna er mikilvægt að fyrirgefa og upplifa sjálfan sig sem sigurvegara og þannig líður mér í dag. Eg trúi því að ég geti nýtt þessa reynslu til að hjálpa öðrum," segir Valdís sem telur súludans nú jafngilda hórdómi og dauðsér eftir öllu saman. í Þórskaffi kynntist hún amerískum hermanni sem hún féll fyrir og giftist. Valdís hætti að strippa og fluttist til Las Vegas þar sem hann þjónaði hemum enhúnvanníblómabúð. „ÉgbjóíAm- eríku í m'u mánuði. Hann var ekki maður fyrir mig, eins og stendur í orði Guðs - „Maðurinn á að vera höfuð heimilisins" - það var einfaldlega bara um kúgun að ræða. Eiginmaður minn var mjög veikur. Hann kallaði mig hóm og kúgaði mig með ýmsum aðferð- um,“ segir Valdís. Þrátt fyrir að þau væm bæði frelsuð og tryðu á gildi hjónabandsins fyrir augliti Drottins ákváðu þau að skilja þar sem sambúð- in gekk illa. „Hjónabandið var eiginlega skyndi- ákvörðun sem við hefðum betur beðið með. Við hefðum ömgglega getað lag- að hjónabandið með aðstoð Guðs en við ákváðum að gera það ekki. Við gát- um hreinlega ekki búið saman," segir Valdís. Frá Las Vegas til Noregs Valdís flutti frá Las Vegas til Noregs þar sem hún starfaði á veitingastöð- um. „Kærastinn minn þar var múslimi og þar kynntist ég mjög vel kvennakúg- un. Ég varð vitni að því þegar konur vom barðar mjög illa. Þeir létu mig reyndar í friði, ég held að þeir hafi bor- ið ákveðna virðingu fyrir mér þar sem ég var evrópsk," segir Valdís. „Þau sem áttu veitingastaðinn sem ég vann á í Noregi vom líka múslimar. Konan hélt því einhvem tímann fram að maðurinn hennar héldi við mig sem var náttúrulega algjört kjaftæði. Til að refsa konunni fyrir þennan rógburð lét eiginmaðurinn bróður sinn berja hana til að þagga niður í henni," segir Valdís sem segist þó ekki vera á móti múslim- um. „Ég er alls ekki á móti múslimum sem slíkum og ég virði þeirra trúar- brögð. Ég er hins vegar alfarið á móti því að menn beiti konur ofbeldi í skjóli trúarbragða sinna, hver sem þau em." Auga fyrir auga „I Kóraninum gengur þetta meira út á „auga fyrir auga, tönn fyrir tönn‘‘,“ segir Valdís sem var skuldum hlaðin eftir dvölina í útlöndum. Valdís leitaði á náðir Jesús, skrifaði honum bréf, þar sem hún bað hann að hjálpa sér með skuldimar og í staðinn myndi hún sýna kærleik sinn í verki. Svarið kom og hún fékk bankalán án þess að vera með ábyrgðarmenn. Nálægðin við Drottin hefur gefið henni nýtt lrf, kær- leik og hamingju sem geislar af þessari ungu konu. Hún hefur nú náð sáttum við sjálfið og almættið. „Ég er búin að lesa Biblíuna fram og til baka. Ég er líka búin að lesa hluta af Kóraninum," segir Valdís. „Biblían er full af kærleik og boð- skapur hennar er fyllilega í gildi í dag eins og fyrir 2000 árum síðan. Ég veit ekki nákvæmlega hvemig þetta verður í framtíðinni en Guð hefur virkilega gefið mér það Jilutverk að hjálpa þess- um konum." Draumur um von „Draumurinn minn er að komast þama út til Austurlanda og hjálpa þessum konum. Jafnvel að opna ein- hverja stofnun til þess að hjálpa þeim sem hafa lent í einhvers konar ofbeldi. Ofbeldi, og aðallega nauðganir, em mjög algengar á meðal múslima. Kon- ur em svo stundum hreinlega grýttar efdr að hafa verið nauðgað," segir Valdís sem vill láta gott af sér leiða, t.d. í gegnum sjónvarpsstöðina Ómega. Valdís vill helst að Guð grípi hana og geri hana að sínu verkfæri og hver veit nema sú verði raunin í nánustu fram- tíð. freyr@dv.is Reis upp eftir Valdís var strippari Húnhefur sigrast áskömminni og þráir að hjálpa konum sem eiga sambærilega lífsreynslu að baki með Guðs orði. Reynst- an er þroski sem hún kann að meta. Predikar á Omega, vill Guðs orö f eyru kúgaðra múslimakvenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.