Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Síða 27
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004 27 spyrja mig um Gorbatsjov. Annars var ég bara í M að skoða landið, ég skoð- aði Gullfoss og Geysi og allt það sem maður á víst að sjá. Og fór í Bláa lón- ið. Mjög notalegt. Falleg náttúra á ís- landi, mjög falleg náttúra." Á skrifborðinu hans er öskubakki úr hraunsteini og þegar ég handleik hann segir Múratov: „Þessi er reyndar ekki frá íslandi, heldur Etnu... og þetta er frá Tsjetsjeníu." Alvarlegur í bragði tekur hann sprengjubrot upp af skrifborðinu og sýnir mér. Upp við vegg stendur hokidkylfa. Múratov var hokkíkempa í heima- borg sinni, Samara við ána Volgu. Sú borg bar á Sovéttímanum nafriið Kujbísjev til heiðurs einhverjum bolsévíka úr byltingunni en hefur nú fengið aftur sitt gamla nafn. Mörgum borgamöfnum hefur verið breytt til gamals horfs eftir fall Sovétríkjanna. Tveir ritstjórar myrtir Ekki langt frá Samara er bærinn Toglíatí. Tveir ritstjórar blaðs þar í bænum, þeir Valerí ívanov og Alexei Sidorov, voru báðir myrtir. Hinn 32 ára gamli ívanov var skotinn í höfuð- ið fyrir utan heimili sitt í april árið 2002. Hann var að fara inn í bílinn sinn og fjölmörg vitni sáu mann ganga til hans og skjóta hann með byssu með hljóðdeyfi. Lögreglan hefur enn ekki sýnt áhuga á að yfirheyra þessi vitni. I október árið 2003 var Sidorov svo stunginn nokkrum sinnum í brjóstið, líka fyrir framan heimili sitt. Vitni sáu árásarmanninn hlaupa á brott en Sidorov lést í örmum konu sinnar sem kom hlaupandi þegar hún heyrði neyðaróp eiginmannsins. Grísinn er tákn hins nýríka Rússa Samtök sem kalla sig GDF, Glasnost Defense Foundation, vinna að þvl að hjálpa blaðamönnum sem sæta ofsóknum vegna starfs sfns. Þau og flestir aðrir, nema þá lögreglan, telja sig vita að ástæða morðanna hafi verið rannsókn ritstjóranna á tengsl- um mafíunnar við spillta stjórnmála- menn. Daginn sem ég hitti Dímtrí Múr- atov var mynd af grís á forsíðu Novæja Gaseta. Grísinn er mynd- skreyting við grein sem fjallar um milljarðana sem streyma úr landi um þessar mundir; hann er tákn hins ný- ríka Rússa sem græðir á tá og fingri en eyðir gróðanum í útlöndum, skilur ekkert eftir sig í heimalandinu og borgar enga skatta. Svo mikið er víst að það aka marg- ir á svíndýrum limúsínum um götur Moskvu. Svartir jeppar með lituðum rúðum eru vinsælir, flestir af gerðinni Mercedes Benz. Og um þessa menn getur verið hættulegt að skrifa of mik- ið. Blaðamaður Novæja Gaseta myrtur með hamri Ég spyr Múratov hvort hann sé aidrei hræddur þegar blaðið hans flallar um það sem heitir „viðkvæm mál Rússlands". Hann ypptir öxlum. „Við erum bara að skrifa um það sem verður að segja frá. Hver myndi gera það annars? En við höfum vissu- lega orðið fyrir áföllum sem voru svo þungbær að mig langar ekki til að tala umþaunúna." Múratov á við morðið á blaða- manninum ígor Domnekov sem lést 16. júlí árið 2000 af sárum sem hann KGB hefur í raun end- urfæðst, öflugri en nokkru sinni fyrr. Stofnunin fær nú þrisvar sinnum hærri fjárframlög en á tím- um Gorbatsjovs. Á sama tíma erlögregl- an gjörspillt, allir þiggja mútur og flest- ir lögreglumenn eru í öðrum störfum með- fram löggæslunni. En enginn rannsakar lögregluna. hlaut við hrottalega árás. Það var 12. maí sem maður réðist að Domnekov fýrir utan heimili hans og barði hann til óbóta með hamri. Blaðamaðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og komst aldrei til meðvitundar. Múratov lét hafa eftir sér skömmu seinna að árás- armaðurinn hefði sennilega talið Domnekov vera annan blaðamann Novæja Gaseta sem bjó í sama húsi. Sá heitir Oleg Sultanov og var þá að rannsaka spillingu innan málmiðn- aðarfyrirtækja í Rússlandi. Hættulegt að mótmæla á göt- um úti Sama ár fékk Novæja Gaseta að- vörun frá Upplýsingaráðuneytinu fyr- ir að birta viðtal við Aslan Maskhadov forseta Tsjetsjeníu. Eruð þið beittir ritskoðun? „Já,“ svarar Múratov. „Það má nefiia dæmi eins og þegar tölvuþrjót- arnir brutust inn í tölvukerfið okkar. En aðallega verðum við samt fyrir fjár- hagslegri ritskoðun, ef svo má segja. Það er allt gert til að taka frá okkur auglýsendur. Við erum ekki með neina banka eða olígarka á bak við okkur og erum algerlega háðir aug- lýsendum. Þegar þeir kippa að sér hendinni eftir þrýsting frá yfirvöldum, þá lendum við auðvitað í vandræðum. Og nú á að banna blaðasölu á bið- stöðvum neðanjarðarlestanna. Það má selja ilmvöm og hvaða skran sem er á þessum stöðvum en nú á að banna þar blaðasölu. Við reynum að snúa vöm í sókn. Við erum með mjög duglega stráka sem sjá um netútgáfuna okkar. Netið er okkur mjög mikilvægt því þannig berast skrif okkar til margra sem ann- ars myndu aldrei sjá þau. Á mörgum stöðum utan Moskvu er til dæmis ekki hægt að nálgast blaðið því að því er ekki dreift eða einfaldlega látið hverfa. Unga fólkið er dyggustu lesendur okk- ar, ekki síst stúdentar. Þeir hafa mik- inn áhuga á stjómmálum og fýlgist vel með. Hins vegar fer fólk sjaldan út á götur til að mótmæla einfaldlega af því það er hættulegt." Pútín beitir blygðunarlausri rit- skoðun Iivað hefur breyst frá því á tímum Borísarjeltsín fyrrverandi forseta? ,Á tímum Jeltsíns var grasserandi spilling, ríkisfýrirtæki vom færð í hendur einstaklinga og mafi'an kom undir sig fótunum," segir Múratov. „En það var ekki ritskoðun. Margar nýjar sjónvarpsstöðvar fóm í loftið og það ríkti þrátt fyrir allt almenn bjart- sýni hvað snerti upplýsingu og aukið lýðræði. En lýðræði þrífst ekki nema fjölmiðlamir fái að starfa. Pútiri hefur aðra skoðun en Jeltsín og er þegar far- inn að beita blygðunarlausri ritskoð- un á ríkisfjölmiðlunum. Nýjasta dæmið um ritskoðun er að vinsæll þáttur að nafni Svobodna slova var lagður niður. Hið ftjálsa orð. í þeim þætti hittust blaðamenn og aðrir og ræddu ýmis heit mál í beinni útsendingu. Það þoldi Pútín ekki. Nýr sjónvarpsstjóri á hans vegum sagði að á þennan þátt horfðu aðeins örfáir sérvitringar og lagði þáttinn niður. Sannleikurinn var sá að þetta var einn vinsælasti sjónvarpsþáttur Rússlands og í raun eini staðurinn þar sem fram fór pólitísk umræða í beinni útsend- ingu." Leyniþjónustan hefur aldrei verið öflugri Afhverju erPútín samt enn vinsæii meðal almennings? „Vinsældir hans hafa reyndar minnkað mikið síðasta hálfa árið eða svo. Ég get ósköp vel skilið af hverju hann naut trausts á sínum tíma. Hann er ákveðinn, framtakssamur og kraftmikill. En hann gerir bara svo margt þveröfugt við það sem hann segist ætla að gera. Við megum aldrei gleyma því að hann er gamall KGB-maður. Við birtum grein hér í blaðinu þar sem fram kom að 6.000 gamlir KGB-menn eru orðnir mjög áhrifamiklir í Rússlandi í dag. Margir af nánustu ráðgjöfum Pútíns eru gamlir félagar úr KGB í Skt. Péturs- borg. Og Pútín hefur stóraukið fram- lög til leyniþjónustunnar sem nú heitir FSB. Þrátt fyrir kosningaloforð hans um að draga úr skriffinnsku og ríkisbákni hefur FSB fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. KGB hefur í raun endurfæðst, öflugri en nokkru sinni fyrr. Stofnunin fær nú þrisvar sinnum hærri fjárframlög en á tím- um Gorbatsjovs. Á sama tíma er lög- reglan gjörspillt, allir þiggja mútur og flestir lögreglumenn eru í öðrum störfum meðfram löggæslunni. En enginn rannsakar lögregluna." Mikilvægt að fylgst sé með Pútín Hvað myndir þú gera ef þú værir forseti? Múratov hnyklar brúnir. „Ég er ekki stjómmálamaður. Ég er blaða- maður og ég skrifa um það sem stjómmálamennimir aðhafast. En fyrst þú vilt endilega fá svar, þá finnst mér að forsetinn ætti umsvifalaust að stöðvásm'ðið í Tsjetsjeníu og hætta að dæla öllum þessum peningum í her- inn og leyniþjónustuna. Enda bráð- vantar peninga í skóla og sjúkrahús og almenna félagsþjónustu. Ég held að það sé mjög mikiivægt að Pútín fái að finna að það sé fylgst með honum erlendis. í Þýskalandi hefur verið skrifað mikið um hann og stjórnarhættir hans gagnrýndir. Pútín er sárgramur þeim skrifum. Hann vill ekki líta út eins og Lúkasjenko forseti Hvíta-Rússlands í augum fólks á Vest- urlöndum. En það ríkir bara ekki lýð- ræði í Rússlandi í dag. Samkvæmt stjómarskránni mega allir taka þátt í pólitík en það gildir greinilega ekki um Khodorkovskí. Hann lét peninga renna til menntunar og alis konar Kasparov vill koma Pútín frá Nú hafa verið stofnuð samtök sem nefnast Kommiti' 2008. f þeim em frjálsyndir Rússar sem hafa það markmið að koma Pútiri frá völdum árið 2008 og byggja upp nýtt lýðræði óháð peningaöflunum í landinu. í hópnum er meðal annars að finna Évgem' Kiseljov sem stýrði sjónvarps- stöð þangað til árið 2003. Þá var henni lokað og ástæðan var sögð fjárhags- legs eðlis. En allir vita að ástæðan fýr- ir lokuninni var sú að Pútín þoldi ekki þá gagnrýni á sig sem þar kom fram. Eg spyr Múratov um þessi samtök sem njóta forystu Gam's Kasparov skákkempu. „Þetta em ágæt samtök. Kasparov er gáfaður og duglegur maður og þeir em margir ágætir sem starfa með honum. Staðan í Rússlandi núna er sú við virðumst vera á hraðri leið aft- ur til Brésnevs-tímans. Þegar menn eins og Kasparov og félagar sti'ga fram og viija breyta til, þá er ekkert nema gott um það að segja." Nú berja aðstoðarritstjóramir að dyrum og vilja skyndifund með rit- stjóranum. Ég kveð því Múratov sem gefur mér nýja bók um Pútín að skiln- aði. Teflt við veqfarendur fyrir 50 kall Þegar ég hef yfirgefið byggingu Novæja Gaseta geng ég út í náiægan skemmtigarð og fæ mér sæti á bekk. Rétt hjá teflir maður við vegfarendur fyrir 20 rúblur, ígildi 50 króna. Öld- ungur leikur á saxófón og brúðhjón renna framhjá ásamt vinum og vandamönnum. Fjöldi fólks er þarna á spjalli, margir með bjórflöskur í hendi. Það er regn í lofti en lífið virðist einfalt og áhyggjulaust þama í hita- svækjunni. Ritskoðun Pútíns, skipu- lögð glæpastarfsemi og vandamál milljarðamæringa - alit virðist svo fjarlægt hér og nú. Nema hvaö ég tek eftir því að þegar pör eiga leið hjá heldur karlmaðurinn yfirleitt á veski konunnar. Betlari eða stjörnufræðingur Er ég geng út úr garðinum fer að rigna. Ég spenni upp regnlilíf og sé þá gamla konu í dembunni miðri og býð henni að ganga með mér. Hún er lítil og með rytjulegt grátt hár, klædd snjáðum kjól og slitnum skóm. I flest- um öðrum borgum yrði hún stimpluð betlari. Gangan að neðanjarðarstöð- inni er löng og við spjöllum margt. Hún segir mér að hún heiti Elena og eigi eina dóttur sem er viðskiptafræð- ingur. Sjálf er hún stjörnuffæðingur. Áður fyrr vann hún sem kennari við Lermonosov-háskólann í Moskvu. Nú er hún rússneskur ellilífeyrisþegi sem vann allt sitt líf í þágu Sovétríkj- anna en dregur nú naumlega fram lífið í hinni rándýru Moskvuborg á smánarlegum eftirlaunum í hinu nýja Rússlandi. Hún er með stór brún augu og brosir þegar ég spyr hana um uppá- haldsstjömuna hennar. „Það er leyndarmál," svarar hún. Tekur svo fastar utan um mittið á mér svo við rúmumst betur undir regnhlíf- inni í dembunni. Þegar við kveðjumst kyssir hún mig á kinnina og óskar mér alls hins besta. Elena og hlýja hennar enda þessa grein. I formi til framtíðar Námskeið hefjast 30. ágúst Emilía Sigurður Már Gígja Hildur Björk Borgþórsdóttir, Hlíðdal, sjúkraþjálfari Þórðardóttir, Hilmarsdóttir, sjúkraþjálfari og fþróttakennari sjúkraþjálfari fþróttakennari O Karlar - 8 vikur, þrisvar sinnum í viku. 16.900 kr. O Konur - 8 vikur, þrisvar sinnum í viku. 16.900 kr. O Konur +25 kg - 16 vikur, þrisvar sinnum í viku. 34.900 kr. Innifalið í átaksnámskeiðunum er: 3 fastir tfmar á viku, aðgangur að opnum tlmum og taekjasal, mappa full af fróðleik um þjálfun, næringu og Iffsstll, tlmi með þjálfara I tækjasal, fyrirlestur um næringarfræði og llfsstll, fitumælingar og þrekpróf, regluleg vigtun, matardagbók og hreyfingardagbók, samanburður á mælingum I lok námskeiðs og vatnsbrúsi. Skráning í síma 511-1575 og á www.hreyfigreining.is llGREINING HEItSURÆKT Höfðabakka 9 Sfmi: 511-1575 www.hreyfigreining.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.