Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004
Helgarblaö DV
Lögregluhundurinn Rex, Lassie og aðrir undrahundar virðast ótrúverðugir leikarar spennuþátta í sjón-
varpi. í raunveruleikanum eru þó til hundar sem er margt til lista lagt og margir þeirra engu síðri en
sjónvarpshundarnir, jafnvel betri. Hundarnir sem gegna störfum hjá Lögreglunni í Reykjavík eru eld-
klárir enda hafa þeir hlotið þjálfun sem kemur þeim á svipað vitsmunaplan og stálpuðu mannsbarni.
>
>
>
Hundum í þjónustu lögreglu, tollara og björgunarsveita hefur íjölgað verulega á síðustu árum. Hjá
lögreglunni er nú fjöldi hunda að störfum um allt land og ganga til þeirra verka sem þeir eru
þjálfaðir til. Þessar ferfættu löggur eru löngu búnar að sanna gildi sitt og geta í ákveðnum störfum
leyst verkefni á nokkrum mínútum sem ella tæki heilan her manna fleiri klukkustundir að vinna.
Hundarnir fá að jafnaði fjölbreytta þjálfun. Flestir hljóta þeir þjálfun í fíkniefnaleit sem er grunn-
atriði við þjálfun þeirra. Sömu hundar eru svo þjálfaðir í sporleit og víðavangsleit.
Þefhæmi hundanna er eitthvað
sem fáir geta skýrt, en þess eru dæmi
að hundur hafi fundið fikniefni sem
búið var að sjóða inn í drifskaft bif-
reiðar. „Hundamir eru mjög næmir.
Ef ég ætlaði að smygla fíkniefnum þá
myndi ég gera allt til þess að koma í
veg fyrir að þau kæmu nokkum tfm-
ann nálægt hundi. Við höfum gert alls
konar tilraunir og emm í raun alltaf
jafnhissa á því hversu næmleikinn er
mikill hjá þessum dýmm," segir Þor-
steinn Hraundal, yfirhundaþjálfi lög-
regluhundanna, og tekur það jafn-
ffamt ffam að fjöldi fikniefhahunda sé
orðinn mjög mikil] hér á landi, bæði í
þjónustu lögreglu og tollgæslu.
Þannig hefur netið þrengst og erf-
iðara er að smygla dópi til landsins en
áður. Þekking og reynsla hefur gert
það að verkum að þjálfun hundanna
tekur mun minni tíma nú en áður.
Hundarnir em svo næmir að þeir
þurfa mjög litla nærvem við lyktina til
þess að geta þefað uppi efnið.
Við þjálfunina er notaður lítill miði
sem er settur við hliðina á efninu.
Miðinn er svo tekinn með töng og fal-
inn á þeim stað þar sem hundurinn er
þjálfaður. Einn svona miði er með
miklu minni lykt en eitt slag af am-
fetamíni. Þannig verða hundamir
mun næmari fyrir lykt og em þannig
þjálfaðir til þess að finna mjög lítið
magn af fíkniefnum. Auðvitað er þeim
á sama tfma einnig kennt að finna
mikið magn af fíkniefnum.
Búa hjá löggum
„Við höfum í seinni tíð valið stálp-
aða hunda en ekki hvolpa. Það er
betra að kaupa ársgamlan hund og fá
að pmfa hann. Ég sé það mjög fljót-
lega hvort það borgar sig að þjálfa
hundinn. Þetta em yfirleitt dýr sem
fólk er að gefast upp á,“ segir Þor-
steinn sem velur hunda sem em mjög
virkir, jafnvel ofvirkir. Hundarnir
þurfa að vera sterkbyggðir, duglegir,
með mikið úthald og útsjónarsemi.
Það er mjög gaman hjá þessum hund-
um. Þeir fá mjög mikið út úr því sem
þeir em að gera og em mjög fuílnægð-
ir eftir daginn. Fyrir þeim er þetta allt
saman leikur," segir Þorsteinn sem
daglega fylgist með þjálfun og vinnu
lögguhundanna. Þorsteinn hefur
sjálfur átt hund lengi sem er hans
heimilishundur en starfar jainframt
Hundur við reglu-
bundna leit Daglega
er leitaö á flugvöllum,
umferöarmiöstöövum,
pósthúsum og víöar.
„Hann rauk rakleiðis
upp að húsi þar sem
kom / Ijós að ungur
maður, sem hafðiný-
verið yfirgefíð bæinn,
hafði búið. Hann náð-
ist svo á Akureyri og
gekkst við glæpnum
með honum hjá lögregluembættinu.
Allir lögguhundarnir em í umsjón
lögreglumanna sem hugsa um þá eins
og sitt eigið húsdýr meðan hundurinn
er ekki að gegna skyldum sínum hjá
embættinu. I sumum tilfellum em
hundamir í eigu embættisins, en aðrir
em í eigu lögreglumanna. „Hundarnir
sem ég er með em báðir bara eins og
heimilishundar hjá mér eftir að
vinnudegi líkur. Þeir em aldrei
geymdir í búmm hér á stöðinni yfir
nótt, frekar en aðrir hundar sem við
embættið starfa eða em í eigu þess,"
segir Þorsteinn sem segir þjálfun lög-
regluhunds valda miklu álagi, bæði
fyrir hundinn og umsjónarmann
hans.
Sprengjuhundurinn Hrókur
„Þegar við byrjum að þjálfa þá er
þetta allt gert í gegnum leik. Þeir byrja
í ffkniefnaleit, sú þjálfun tekur 4-5 vik-
ur og lýkur með mjög þungu prófi
sem reynir mjög mikið á, bæði á
hundinn og þann sem er með hann.
Hundurinn þarf að vera mjög agaður
og hiýða húsbónda sínum skilyrðis-
laust. Þessir hundar þurfa að vera
húsum hæfir og færir um að fram-
kvæma leit án þess að setja allt um
koll,“ segir Þorsteinn sem hefur um-
sjón með sérstaklega þjálfuðum
sprengjuleitathundi.
„Hundur sem er notaður til
sprengjuleitar þarf að vera meira
þjálfaður með það í huga að leita í fin-
um húsum eins og til dæmis Alþingis-
húsinu. Hann má alls ekki fara út af
gólfinu nema honum sé boðið það
sérstaklega. Slíkur hundur þarf að
vera sérstaklega næmur og stilltur.
Hann má ekki hoppa upp á húsgögn
eða fara upp í sæti á bílum sem hann
leitar í."
Sprengjuleitarhundinn sem Þor-
steinn hefur þjálfað má einungis nota
við sprengjuleit og hefur hann nóg að
gera sem slíkur enda kröfur um víð-
tækt öryggi hins opinbera orðnar tals-
vert meiri í seinni tíð. Hrókur heitír
sprengjuhundurinn og er af tegund-
inni springer spaniel sem Þor-
steinn segir ffábæra hunda til
lögregluverka.
Heimsækir fínu húsin
„Hrókur er mikið hörkutól og
hættir aldrei fyrr en hann hefur
klárað sín mál. Það eru gerðar mikla
kröfur nú um sprengjuleit og vemd
gegn hvers konar hryðjuverkum og
þessir hundar em notaðir til þess að
þjónusta opinbera aðila, þar sem
gerðar em láöfur um slíka leit. Hann
hefur aldrei fundið neitt og ég vona að
hann finni aldrei neitt. Honum er
haidið í mjög góðri þjálfun, hann þarf
að vera mjög ömggur með sig. Hann
er látinn leita nokkmm sinnum í viku
að sprengjum. I flestum tilfellum er
hann látinn finna eitthvað til þess að
hann missi ekki trúna á sjálfum sér.
Hundurinn þarf að vera mjög sterkur
bæði andlega og líkamlega," segir
Þorsteinn um hundinn. Hrókur er þó
nokkuð ærslafúllur en hagar sér að
jafnaði nokkuð vel þegar hann er í
þjónustu hins opinbera enda tíður
gestur bæðir á Alþingi og að Bessa-
stöðum.
Hefur vit á við átta ára barn
Scháfer er sennilega frægasta
hundakyn sem komið hefur frá Þýska-
landi. Scháferhundar em annálaðir
fyrir trygglyndi, greind, hugrekki og
aðiögunarhæfni. Þeir henta ákaflega
vel til þjálfunar og em mikið notaðir
tii lögregiu- og herstarfa, sem leitar-
og björgunarhundar en einnig sem
blindrahundar. Þorsteinn hefur átt
Scháfer í mörg ár. Hundurinn hans,
Skolli, er þjálfaður sem fíkniefnaleit-
arhundur og til sporleita.
Skolli er alvörulögregluhundur
sem hefur verið þjálfaður til margra
ólíkra verka og er skarpgreindur.
„Hann er að mörgu leyti eins og lög-
regluhundurinn Rex, bara miklu betri.
Rex er reyndar gefið mannsvit meðan
Skolli hefur vit á við átta ára krakka.
Hann kann þó ekki að reikna en kann
mjög margt engu að síður. Það er
mjög auðvelt að fá hann til þess að
gera hluti sem hann er ekki þjálfaður
sérstaklega í," segir Þorsteinn um
Skolla sem er ekki hans fyrsti Scháfer-
hundur. Fyrri hundur Þorsteins var
áiíka greindur og Skolli og hafði sam-
bærilega þjálfun að baki. Hann gekk
hreint til verka og kom eiganda sínum
stöðugt á óvart með metnaði og
verkviti.
Scháfer þefaði uppi nauðgara
„Hundurinn sem ég áttí á undan
Skolla var mjög sambærilegur vits-
munalega séð," segir Þorsteinn um
hundinn sem meðal annars kom upp
um nauðgara á Austfjörðum, öllum
að óvörum. „Hann leysti mál úti á
landi sem hefði getað orðið mun
flóknara án hunds. Þetta var nauðgun
á hóteli á Austfjörðum. I fyrstu var
talið að nauðgarinn væri einn af hót-
elgestunum. Ég var kailaður þangað
þar sem lögreglumaðurinn sem
hringdi í mig var viss um að hundur-
inn gæti leyst þetta verkefni. Ég hafði
hins vegar efasemdir um það þar sem
hundurinn hafði enga þjálfun fengið
til þess að fást við svona mál. Við
1 Hrókur, Sko/li
urnirgegna ólíki
&r fíkniefnnlmtsrr
9 Porstemn Hund-
vm hlutverkum.Skolli
'nundur auk þess sem
'oi ymis önnur störfá
sérÞiaifaður sprengju-
genr ekkert annað.
v n \ 1|
~ yi
e i 1
zJm
Hjá lögreglunni í
Reykjavík eru sjö lögreglu-
hundar. Fimm þeirra fydgja
vöktum, einn á hverri vakt.
Hver hundur er þjálfaður í
ffkniefnaleit, vopnaleit,
sporieit, víðavangsleit,
hlutaleit, göngueftirfiti og
til að verja umráðamann
sinn og aðstoða hann við
að handtaka t.d. hættufega
menn. Fyrsti hundurinn
var fenginn þjálfaður frá
Bretlandi árið 1971. Síðan
hafa hundar óslitíð verið í
þjónustu lögreglunnar.
Hundarnir fá að jafnaði
mun meiri hreyfingu en
venjulegir heimilishundar
og eíga þeir skemmtilega
og íjölbreytta ævi.
Sjö ferfætt-
ar hetjur
„Hundursem er not-
aður til sprengjuleitar
þarfað vera meira
þjálfaður með það í
huga að leita í fínum
húsum eins og til
dæmis Aiþingishús-
inu. Hann má alls ekki
fara út afgólfinu
nema honum sé boðið
það sérstaklega
ákváðum að kanna hvort hundurinn
myndi koma okkur á sporið.
Eina vísbendingin sem við höfðum
var sokkur sem nauðgarinn hafði skil-
ið eftir. Við fengum sokka af öllum
hótelgestum og settum þá inn í eitt
herbergið. Svo létum við hundinn
þefa af sokknum sem nauðgarinn
hafði skilið eftir. Þegar hundurirm
komst í sokkahrúguna kom í ljós að
enginn af sokkum hótelgestanna
passaði við nauðgarasokkinn. Þetta
sparaði mikinn tíma, ef hundsins
hefði ekki notið við hefði eflaust þurft
að yfirheyra alla hótelgestí sem hefði
bæði verið tímafrekt og valdið mikf-
um óþægindum. Við notuðum svo
áfram sokkinn af nauðgaranum og
létum hundinn sporleita fyrir framan
hótefið. Hann rauk rakleiðis upp að
húsi þar sem kom í ljós að ungur mað-
ur, sem hafði nýverið yfirgefið bæinn,
hafði búið. Hann náðist svo á Akureyri
og gekkst við gfæpnum."
freyr@dv.is