Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Síða 44
44 LAUOARDAGUR 28. ÁGÚST2004 Helgarblað DV Macaulay Culkin hefur marga fjöruna sop- ið og var af flestum talinn útbrunninn um fjórtán ára aldur en hefur nú snúið aftur Macaulay Culkin byrjaði feril sinn fjögurra ára gamall þegar for- eldrar hans létu hann leika í litlum leikritum. Hann varð svo skyndilega stjarna þegar hann stal senunni af John Candy í mynd John Hughes „Uncle Buck" og stórstjarna þegar hann lék Kevin McCailister í Home Alone. Á næstu árum lék hann í My girl, The Good Son og Home Alone 2 sem allar urðu mjög vinsælar. Það var svo árið 1994 þegar hann tók að sér hlutverk Richie Rich í samnefndri kvikmynd að halla fór undan fæti hjá barnastjörnunni. Hann hvarf gersamlega. Hann var orðinn fjórtán ára og ákvað að setjast í helgan stein og ætlaði aldrei að snúa aftur. Hann bara hætti og var að eigin sögn alveg sama um hvað fjölmiðlar höfðu að segja um málið. Eftir brotthvarf hans af hvíta tjaldinu skellti strákur sér í skóla í New York og lifði eins og venjulegur unglingur, eða allavega venjulegt skilnaðarbarn. Foreldrar hans, Kit Culkin og Pat Brentrup, skildu árið 1995 og varð harðvítug deila um for- ræði og peninga þeirra á milli til þess að Macaulay litli sleit algerlega samskiptum við föður sinn. Hann hefur ekki yrt á hann síðan þá. Árið 1998 Þegar Macaulay varð sautján ára giftist hann Guiding Light-leikkonunni Rachel Miner, kærustu sinni úr skólanum. Þeirra hjónaband hélt í tæp tvö ár. Þau skiidu árið 2000 í góðu og eru enn góðir vinir. Nokkrum dögum eftir skilnað- inn, eftir að hafa verið úr sviðsljós- inu í sex ár (fyrir utan reglulegar fréttir af vinskap hans og ætlaða barnaníðingsins Michaels Jackson og ýmsum fjölskyldu- og peninga- tengdum málaferlum), söðlaði hann um, dreif sig til London og tók að sér hlutverk fimmtán ára drengs sem tældur er af þrítugri konu í leikriti í West End. Leikritið vakti mikla lukku og þótti Culkin sýna stórkost- leg tilþrif í hlutverld drengsins. Þessa sjö mánuði sem hann var í London, og hann kallar „útlegðina", segist hann hafa drukkið flösku af víni á hverju kvöldi og lifað eins og bóhem. Hann leit á þetta sem frí frekar en vinnu enda var piltur ekki í neinum fjárhagsvandræðum. Hann fékk ekki að vita hvað hann átti mik- inn pening fyrr en hann varð átján ára og það var talsvert mikið. Það var svo árið 2003, eftir níu ára frí sem upphaflega átti að vera endalegt, að hann sneri aftur í indí- myndinni (independant film) Party Monster þar sem hann lék samkyn- hneigðan, krakkreykjandi morð- ingja sem drepur dópsalann sinn með því að sprauta hann með stíflu- eyði og henda honum í á. Við gerð myndarinnar var Culkin mjög hlé- drægur og gersamlega laus við alla stjörnustæla og ekki var mikið ijall- að um endurkomu hans í fjölmiðl- Culkin og Wood Strákurirm sem var alltafeinn heima.þ.e. Culkin, sést hér ásmt annarri barnastjörnu sem er reyndar öllu frægari I dag, Elijah Wood. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Fróöi Baggi I Hringadróttinssögu. um enda var búið að telja hann af í bransanum fyrir löngu þrátt fyrir London-mánuðina. Þær fáu fréttir sem birtust í fjölmiðlum í kringum leik hans í myndinni voru á þá leið að hann væri sjálfur samkyn- hneigður, í meðferð, fangelsi eða tengdust næturheimsóknum hans f Neverland Michaels Jackson. Sannleikurinn er hins vegar sá að hann er búinn að vera í sambandi með úkraínsku leikkonunni Mila Kunis sem leikur Jackie í That 70’s Show og ljær Meg Griffin í Family Guy rödd sína í tvö ár. Þau skötu- hjúin unna sér vel í New York. Hann hefur aldrei farið í meðferð, aldrei lent í fangelsi en reykir þó eins og strompur (við tökur á Party Monster fékk hann það hlutverk að kenna Marilyn Manson að reykja, sjáið þið það fyrir ykkur?) og vill ekki heyra minnst á vinskap sinn við Michael Jackson eða æduð kynferðisbrot hans gegn börnum. Culkin er guðfaðir tveggja barna Jacksons, Paris og Prince, og því virðist hann ennþá vera góður vinur og félagi furðufuglsins. Eftir ágætisframmistöðu í Party Monster fékk hann sitt næsta hlut- verk, í indí-myndinni Saved! sem er einmitt sýnd á kvikmyndahátíð í Há- skólabíói um þessar mundir. Þar leik- ur hann fjölfatlaðan bróður stúlku sem verður ólétt í kristilegum skóla. Nýju hlutverkin hans eru kannski engar stjömurullur en Culkin er að sögn hæstánægður með lífið og leik- inn og segist ekki hafa áhuga á að verða stjarna á ný, hann sé bara feg- inn að vera ekki algerlega útbmnnin eins og flestar fyrrverandi barna- stjörnur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.