Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Page 51
DV Sport
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004 57
Hammáað
skila gullinu
Fimleikadómarax hafa farið
þess á leit við Bandaríkjamann-
inn Paul Hamm að hann skili
gullverðlaunum sínum sem hann
hlaut á ólympíuleikunum. Dóm-
urunum er gert að sök að hafa
gefið aðalkeppinauti Hamms,
Suður-Kóreumanninum Yang
Tae-young, of lága einkunn sem
varð til þess að Hamm seig fram
úr og stóð uppi sem sigurvegari.
Þremur dómurum var vikið úr
starfi vegna málsins. Það var Al-
þjóðafimleikasambandið sem
óskaði eftir því að Hamm myndi
framselja gullið til Tae-youngs.
Talsmönnum Hamms finnst
framferðið með ólíkindum og
segja hneyksli að reynt sé að
varpa ábyrgðinni yfir á aðra með
þessum hætti. Það
komið
gagnrýní á
dómgæsluna
fimleikakeppni
leikanna og mál
Hammseralls
ekki það eina
4sem hefur komið
uppíAþenu. í
kjölfarið hefur virðing
íþróttarinnar hrapað
enda aldrei gott í
íþróttunum þegar bestí
maðurinn/liðið vinnur ekki. Paul
Ilamm vann einnig silfur á slá og
með bandaríska liðinu f
íjölþrautinni. Hann er mjög sár
og hefur þegar snúið aftur til síns
heima í Bandarfkjunum.
FH-ingar unnu það frækilega afrek að tryggja sér sæti í 3. umferð
Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu á miðvikudagskvöld.
Hinir gjöfulu Gaflarar gerðu sér lítið fyrir og báru sigurorð af
skoska úrvalsdeildarliðinu Dunfermline í Skotlandi, 1-2 og fóru
því samanlag áfram 4-3. f fyrstu umferð slógu FH-ingar út velska
liðið Haverfordwest og það nokkuð sannfærandi.
Það blés reyndar ekki byrlega fyr-
ir FH-inga í leiknum í Skotlandi því
þeir lentu undir á 72. mínútu en þá
skoraði Gary Dempsey. Öll sund
virtust lokuð en FH-ingar fundu út-
gönguleið ogÁrmann Smári Bjöms-
son jafnaði metin á 83. mínútu en
hann hafði komið inn á sem vara-
maður aðeins þremur mínútum
áður. Það var síðan hinn frábæri
danski varnarmaður, Tommy Niel-
sen, sem tryggði FH-ingum sigur
með marki á lokamínútunni. Meiri-
háttar sigur því staðreynd. Þrátt fyrir
að fáir hafi búist við þessum sigri var
margt sem benti til þess að FH væri
ekki með neitt síðra lið en það
skoska. Gaflararnir góðglöðu vom
klaufar að missa
fyrri leikinn í jafn-
tefli og gerðu sér þá
vel grein fyrir því að
þeir gætu alveg slegið
þetta skoska lið út. Með
fulla trú á árangri í
farteskinu héldu FH-
ingar til Skotíands, stað-
ráðnir í að spila af krafti
sinn alþekkta og skemmtí-
lega sóknarbolta og það skilaði
liðinu áfram í 3. umferð.
Afskaplega sáttir
Guðmundur Árni Stefánsson er
formaður knattspyrnudeildar FH og
DV-Sport sló á þráðinn til hans í
Mónakó þar sem hann var viðstadd-
ur dráttinn. Guðmundur Árni var
sáttur: „Maður er varla búinn að
jafna sig eftir þennan sögulega
sigxn,“ sagði hann og bættí við:
„Það var ágætt að
fá þetta þýska lið
því við ættum að
eiga möguleika
í það þótt við vit-
um ekki svo mik-
ið um það á þess-
ari stundu. Á hinn
bóginn má segja að
fjárhagslega hefði ver-
ið best að fá Middles-
borough, þeir voru
stærsta liðið sem við
gátum dregið en það
stendur enginn í þessu til að
græða peninga. Við viljum komast
áfram og emm þar af leiðandi af-
skaplega sáttír þessa dagana og nú
er bara að setja punktinn yfir i-ið í
keppnunum hér heima."
sms@dv.is
FH-ingar slógu út skoska liðið Dunfermline í Evrópukeppni
félagsliða. Náðu þeim árangri að verða fyrsta íslenska knatt-
spyrnuliðið til að komast í þriðju umferð keppninnar.
Sögulegur sigun
FH-inga í Skotland
i
«
www.toyota.is
Sýningin er opin
iaugardag kl. 12 - 16
sunnudag kl. 13 - 16
TODAY TOMORROW TOYOTA
um helgina