Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Blaðsíða 3
IJV Fyrst og fremst
FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 3
ROMANSKA
AMERÍKA Á
MYRKA
DAGA í
VÆNDUM.
-ERNESTO
CHE GUEVARA
1928-1967
Skyndimynd
„Það væsir ekki um okkur og
allir eru hressir í þessu ævintýri," segir Áslaug Tryggvadóttir,
kennari í Rimaskóla. En hópur 70 ungmenna sem var á leið úr
Þórsmörk festist á vaði miili tveggja áa vegna vatnavaxta. Það var
áin Steinhólsá sem óx svo mjög að ekki var fært fyrir þrjár rútur
sem vom á leið úr Þórsmörk, skólakrakkamir voru í tveimur
þeirra.
„Við útbjuggum okkur Survivor-grill og snæddum saman
svínakótilettur með guðsgöfflunum," sagði Aslaug sem kvað ekki
væsa um neinn og þessi óvænta töf móður náttúru væri tilvalin til
að þjappa hópnum betur saman. Þeir nemendur sem DV talaði
við voru ekki vitund skelkaðir og augljóst var að stemning var í
rútunni. Björgunarsveit var svo á leið á vettvang og sagðistÁslaug
vonast til að verða komin með hópinn heim fyrir skóla í dag.
Áin sem um ræðir óx hratt í gærdag. Svo mjög að Áslaug sagði
vatnsborð hafa hækkað um hálfan metra á örstuttri stund í gær.
Göngubrú yfir ána var líka ónothæf þar sem áin hafði kvíslast um
hana.
Strandaglópar í Þórsmörkinni
Eiga kennarar að hafa verkfallsrétt?
„Halda börnurn í
„Störf kennara eru ein þau mikil-
vægustu ísamfélaginu. Það myndi
varla standast stjórnarskrá að tak-
marka verkfallsrétt þeirra. Það má
segja að þeirséu með þörn landsins
í gíslingu. Verkföll sem bitna á þriðja
aðila eru vandmeðfarin."
Bolli Thoroddsen, formaður
Heimdalls og háskólanemi
„Já, mér finnst
eðlilegt að
kennarar hafi
verkfallsrétt
eins og aðrir.
Fiann er heil-
agur að mínu
viti enda verða
þeir að hafa vopn í sinni baráttu
eins og aðrir."
Eiður Ragnarsson,
bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð
„Já,það tel ég
vera og þá í því
skyni að knýja
fram réttlátar
kjarabætur.
Undarlegur
þessi söngur
við hverja
kjaradeilu kennara um að þeir
hafi ekki sama rétt og aðrir að
sækja sínar kjarabætur."
Atli Gíslason
hæstaréttarlögmaður
„Já, kennarar
eiga að hafa
rétt á því. Fiins
vegar verður
það ægilegt -
með stóru Æ-i
- efafverður.
Það er hins
vegar tæpast þjóðhagslega
hagkvæmt en er engu að síður
réttur þeirra."
Þórunn Hrefna Sigurjóns-
dóttir, rithöfundur
og fyrrv. leiðbeinandi
Grunnskólakennarar hafa boðað verkfall frá og með 20.septem-
ber næstkomandi og hafa samtök foreldra lýst yfir áhyggjum
vegna þessa.
Nýr Dalgliesh
Myndhöggvarinn
blaðamaðurinn
„Mér finnst nú
erfitt að skera
úr um það en
vildi óska að
menn næðu
samkomulagi.
Auðvitað eiga
kennarar rétt á
mannsæmandi iaunum en
samkomulag verður að nást."
Ágústa Johnson
líkamsræktarfrömuður
Hildur Helga Sigurðardóttir fjölmiðla-
maður, sem gert hefur garðinn frægan
jafnt í útvarpi, sjónvarpi og á dagblöð-
um, er dóttir Ólafar Pálsdóttur mynd-
höggvara sem gerði garðinn ekki sfður
frægan á sfnu sviði á sinni tfð. Faðir
Hildar Helgu og eiginmaður Ólafar var
Sigurður Bjarnason frá Vigur, fyrrum rit-
stjóri Morgunblaðsins og alþingismaður
um áratugaskeið. Hann er látinn.
Strandaglópar í Þórsmörk Krakkamiri
Rimaskóla sem sátu föst í Þórsmörk i gxr
sendu DV myndir afsér úr símanum sín-
um. Þau voru hress þrátt fyrir volkið.
Um daginn sýndi
Sjónvarpið fyrri
þáttinn í tveggja
þátta lögguseríu
um Adam Dal-
gliesh lögreglu-
foringja en hann
er aðalsöguhetj■
an i röð bóka
eftir hina
gömlu drottn-
ingu löggu-
bókanna,
Roy Marsden Lék hinn
gleðisnauða Dalgliesh i
háifan annan áratug.
P.D. James Ein bók um
Dalgliesh bíður enn kvik-
myndunar, A Murder
Room, frá því í fyrra.
P.D.James. Eftir þeim öllum
hafa verið gerðar sjón-
varpsmyndir og hingað til
hefur Roy nokkur Marsden
ævinlega farið með hlut-
verk Dalgliesh. Nú brá hins
vegar svo við að nýr leikari
var korninn í hlutverkið,
Martin Shaw, sem undan-
farið hefur verið þekktast-
ur fyrir að leika dómarann
John Deed og svo sem ekki
aflað sér almennra vinsælda heims-
byggðarinnar fyrir.
P.DJames skrifar afar vandaðar
sakamálasögur þar sem sálarlífper-
sónanna og smáatriði í arkitektúr
kirkjubygginga skyggja stundum á
plottið sjálft. Löggan hennar, Dal-
gliesh, er jafnframt fínlegt Ijóðskáld.
Fyrsta sjónvarpsmyndin þar sem
Marsden fór með hlutverkið var
Death ofan Expert Witness árið
1983 en árið 7 998 lék hann í tíundu
Martin Shaw í hlut-
verki Dalgliesh Að-
dáendur P.D. James
eru I öngum sínum.
myndinni, A
Certain Justice.
Þótt sjónvarps-
myndirnar og
-þættir hafi náð
vinsældum
komst Dalgliesh
þó ekki með
hælana þar
sem vinsæl-
ustu sjón-
varpslöggurn-
ar, eins og
John Thaw
sem Inspector Morse, höfðu
tærnar og nú þegar BBC
tekur upp þráðinn að nýju
taldi stofnunin bersýnilega
affarasælast að finna nýjan
mann í hlutverk Dalgliesh.
Skemmst er frá því að segja
að þar virðist BBC vera á
villigötum því þótt aðdá-
endur P.DJames fagni því
að sögurnar hennar séu
komnar aftur í sjónvarpið
eru menn einróma í fyrir-
litningu sinni á frammistöðu
Martins Shaw.
STAFRÆNT
SJONVARP
Fyrir alla landsmenn!
Núna er rétti tíminn til aö gera sig kláran fyrir veturinn
ENSKI BOLTINN - ÞITT ER VALIÐ!
Gervihnattasjónvarp
SKY Digital/Digibox
54.900,-
Innifalið í verði:
• Móttakari
• Diskur
• Nemi
s ?: v:->.•;■■ s:m:.. m ■ •. m
6 1
YFIR 250 EVRÓPSKAR RÁSIR!
M.a. frá Kína. PortúgaI. Póllandi, Filipsóyjum og Tæland,
■
Allir diskarnir okkar hafa sérstaka styrkingu fyrir íslenska veðráttu, þykkari
skel, sérstaka styrkingu á LNB armi og allir boltar og rær eru úr ryðfríu stáli!
Uppsetning, stofnkostnaður við áskrift og áskrift eru ekki innifalin.
SkyTV.is sér um áskriftarsölu að Sky Digital og ICE (http://ice.is/sky).
PÓSTSENDUM
UM LAND ALLT
svan)
tækni
SVAR TÆKNI - SIÐUMULA 37 - SIIVII 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Þórsmörk Óbrúaðar
ár i nágrenninu geta
verið erfiðaryfirferðar
í vatnavöxtum.
Spurning dagsins