Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Side 25
 DV Fókus FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 25 Listaverkarán í nokkrum stiklum Hofapji p nhupn P ullll ulllllVul I á þessar mvndi Nýlega var einu frægasta málverki gervallrar listasögunnar stolið, verki sem telst einn af hápunktum expressionismans: Ópið eftir Norðmanninn Edward Munch. Þjófarnir höfðu jafnframt með sér á brott verkið „Madonna" úr Munch-safninu í Osló. Ekkert bólar á myndunum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem verðmætum málverkum er stolið. Samkvæmt vefsíðu Interpol er listaverkaþjófnaður í fjórða sæti á lista yfir algengustu illræmda glæpi. f þremur efstu sætunum eru eiturlyfjasala, peningaþvætti og vopna- smygl. Ekki er hægt að meta verðmæti verkanna, svo þekkt eru þau, en sér- fræðingar hafa slegið á að Ópið eitt megi meta á 5,5 milljarða! Saga lista- verkarána er viðamikil og löng. Hér eru nefnd til sögunnar örfá dæmi. Oft er það svo að verkin koma fram þótt síðar sé enda erfitt að höndla með þýfi af slíkum toga svo „vel“ sé. Árið 2003 Árið 2002 Teikningum og málverki eftirþrjá afþekktustu listamönnum sögunnar, þá Van Gogh, Picasso og Gauguin, var stolið úr gallerli í Manchester í aprilþað ár. Verkin eru metin á 115.500.000. I ágúst gerði bíræfinn þjófur sér litiö fyrir, komst inn á heimili hertogans afBuccleuchs í Drum- lanrig kastala i Skotlandi. Þar fann hann verk eftir sjálfan Leonardo da Vinci„,Madonna með hvítvoðung“. Enn er erfitt að meta verðmætið en menn hafa nefnt töluna 3,7 milljarða. I desember það ár var stolið tveimur ómetanlegum verkum eftir Van Gogh úr safni i Amsterdam. Lögreglan heldur því fram að þetta rán hafi verið í undirbúningi i marga mánuði en þá tóku ræningjar sig til og grófu göng úr búð nokkurri i nágrenni við Listasafn Paraguay i Asuncion. Þeir komu upp i miðju safninu og höfðu á brott með sér mikið ómetanlegra listaverka. Árið 1999 Árið 2001 Verk eftirAndy Warhol, sem hann gerði afbylt- ingarleiðtoganum Lenin árið 1987, varstolið úr geymslu í Köln. Það var metið á 63 milljónir. Árið 2000 Vopnaður maður réðst inn í Þjóðarlistasafnið í Stokkhólmi I desember þetta ár og stal sjálfs- mynd eftir Rembrandt og tveimur verkum eftir Renoir. Verkin voru metin á 3,4 milljarða. ijúní var verki eftir Marc Chagall stolið frá gyð- ingasafninu í New York. Málverkið hafði veriö í láni úr rússnesku einkasafni og er metið á 93 milljónir. Úr Thielska-galleríinu íStockhólmi var stolið sex verkum eftir Anders Zorn, Brono Liljefors og OlofSager Nelson og voru þau metin á tæpar 200 milljónir. Tveir þjófar rotuðu vaktmann í Nivagaard-gallerii á Noröur-Sjálandi í Danmörku íjanúar og stungu af með tvö verk eftir þá Rembrandt og Bellini í fartesk- inu. Málverkin eru ómetanleg. Þjófar nokkrir áttu leiö um Suður-Frakkland, komu við í safni i Draguignan og tóku ófrjálsri hendi verk eftir sjálfan Rembrandt. Málverk sem metið var á 252 milljónir. Árið 1997 Vopnaður maður lét sig hverfa á bifreið eftir að hafa troðið inn á sig Picasso-verkinu„Konuandliti“. Þetta var í Lefevre-galleríinu í London í mars. Verðmæti: 150 milljónir. 1. Móna Usa Þetta frægasta málverk allra tíma, eftir da Vinci, er ekki undanskilið þegar listaverkaþjófarnir eru annars vegar. 2. Ópið eftir Edward Munch Ekkert bólar á Ópinu eða Madonnumynd Munchs - öndvegismálara Norðmanna. 3. Stoiifi verk eftir Picasso Verk eftir Pablo Picasso eru eftirsótt meðal listaverkaþjófa. 4. Lenfn eftir Andy Wartiol Úr myndaseríunni sem Andy geröi af byltingarleiðtoganum Lenin árið 1987. Einu verkanna var stolið úr geymslu í Köln. Það var metið á 63 milljónir en fannst reyndar síðar. 5. Stolifi verk eftir Vermeer Jan Vermeer er í hávegum hafður meöal flestra þeirra sem láta sig fagrar listir nokkru varða - þeirra á meðal listaverkaþjófa. 6. Madonna með hvítvoðung Enn eitt verk eftir sjálfan Leonardo da Vinci sem ræningjar hafa komið höndum yfir. Áriö 1993 Meistarar kúbismans, Picasso og George Braque, létu eftir sig nokkur verk sem voru til húsa iNýlistasafninu íStokkhólmi. Þeim var stolið í nóvember og voru metin á 5,2 milljarða. Fiest þeirra verka hafa fundist aftur. Árið 1990 Árið 1996 Einn mesti Hstaverkaþjófnaður í Bandaríkjunum var þegar verkum eftir Vermeer, Rembrandt og Manet var stolið úr Isabella Stewart Gardner-safninu í Boston. Þjóðarlistasafnið í Belgrad var vettvangur listaverka- þjófnaðar í mars en þá var Renoir-verki stolið þaðan. Það var einfaldlega skorið úr rammanum. Árið 1991 Þetta ár fóru tveir stórtækir grímuklæddir þjófar inn i Van Gogh- safnið í Amsterdam og höfðu á brott meö sér 20 verk eftir þennan mikla meistara impressionismans. Ómetanleg verk. Árin 1975 til 2002 Russborough-húsið á frandi hlýtur aö teljast einn vinsælasti viðkomustaður listaverkaþjófa þvi á þessum árum hefur verið stolið þaðan 45 verðmætum verk- Árið 1911 Það fer vel á þvíað Ijúka þessum stiklum á því að nefna stærsta ránið I þessum efnum en það var þegar sjálfri Monu Lisu eftir da Vinci var stolið úr Louvre- safninu í París. Verkið fannst eftir tvö ár á Italiu. Alltafmunu vera sögusagnir þess efnis að Mona Lisa sem nú er í Lou- vre sé ekki upprunalega verkið heldur endurgerð. Árið 1994 Sama dag og ólympiuleikarnir hófust í Lillehammer gerðu tveir þjófar sér litið fyrir, fóru inn í Þjóðarlista- safnið um gtugga með stiga sér til halds og trausts og höfðu á brott með sér Munch-verk. Rembrandt-safnið iAmsterdam hýsti máiverkiö„Maður með skegg“ eftir Rembrandt. Því var stoiið þaðan I október. Nokkrum dögum slðar var Picasso-verki stolið úr listagaileríi í Zurich. Þjófarnir komust inn i galleríið úr kjallara byggingar sem stóð þar við hliðina. Þetta verk var metið á 3,1 milljarð. Samkvæmt vefsíðu Interpol er listaverkaþjófnaður í fjórða sæti á lista yfir algengustu illræmda glæpi: íþrem- ur efstu sætunum eru eiturlyfjasala, peningaþvætti og vópnasmygl. Söngkonan Britney Spears fékk að passa Kori son Kevins Federline og Shar Jackson Britney í mömmuleik Móðureðli Britney Spears er greinilega farið að segja til sín en söngkonan sást á dögunum á Malibu með eldra baxn kærasta síns. Samkvæmt vitn- um vissi Britney alveg hvað hún var að gera. „Britney fékk Kori lánaðan í göngutúr. Hún sinnti honum mjög vel. Það er greini- legt að henni þykir afar vænt um hann.“ Kevin Federline á tvö böm með leikkonunni Shar lackson. Það eldra er tveggja ára en Kaleb er nýfæddur. Britney og Kevin vom í versl- unarferð í Miami og kíktu í heimsókn í nýju glæsilegu íbúðina sem Britney keypti handa Shar og bömunum. Shar var afar þakklát og segir Britney frábæra. í fyrstu var hún bijál- uð út í hana fyrir að stela kær- astanum frá henni þegar hún var ófrísk en nú hafa þær samið frið. Britney og Kevin æda aö ganga í það heilaga eftir nokkr- ar vikur. Söngkonan er á fúllu í að skipuleggja og brúðkaupið verður án efa ekki af verri end- anum. Britney vill að allt verði fullkomið svo það verði sem ólíkast 55 klukkustunda löngu hjónabandi hennar og æsku- vinar hennar lasons Alexander. Fyrrverandi kæmstur Kevins bera honum ekki góða sög- una. Tvær þeirra hafa komið fram og sagt að hann geti ekki haldið sig við eina konu. „Hann mun halda framhjá Britney eins og hann hefúr haldið fram hjá öllum öðrum," sagði ein þeirra og varaði Britney við. „Ef þú vilt endilega giftast honum þá skaltu passa þig á að gera kaup- mála.“ Britney Spears „Britney fékk Kori lán- aðan ígöngutúr. Hún sinnti honum mjög vel.Þaðergreinilegt að henni þykir afar vænt um hann."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.