Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 Fréttir TfV I Valgeir er ánægður í dag Aðgerðin hefur gjörbreytt hans Iffí. Hann hefur sest á skólabekk og er efni í hetjutenór. Ótjnaði bar- þjóni með úðabrúsa ölvaður maður sem kom inn á veitingastað í austurborginni í fyrra- kvöld ógnaði þar bar- þjóni með úðabrúsa og krafðist peninga af hon- um. Gestur á staðnum og þjónninn yfirbuguðu manninn og tuskuðu að- eins til áður en lögreglan var kölluð á staðinn. Hinn ölvaði fékk að sofa úr sér vímuna í fanga- geymslu. Ekki lá fullljóst fyrir í gær um hverslags efni var að ræða í úða- brúsanum en jafhvel talið að það væri pipar- úði. Ástrali gegn Kárahnjúkum í fyrradag var haldinn blaðamannafundur í Sydney í Ástralíu þar sem Bob Brown, þingmaður Græna flokksins á ástralska þinginu, spyr Landsvirkjun og Alcoa hvernig hægt sé að rökstyðja það að eyði- legging á víðernum og villtu dýralífi geti talist vera sjálfbær. Fundurinn var haldinn í tengslum við alþjóðlega orkuráðstefnu sem um þessar mundir fer fram í Sydney. Bob Brovm er ómyrkur í máli gagnvart íslenskum stjórnvöldum, sem hann segir að hlaupi eftir þörfum orkufreks iðn- aðar, orkan seld á lágu verði og á sama tíma séu eyðilagðir möguleikarnir á tærri, grænni framtíð, sem fólgin sé í ósnortinni nátt- úru, landslagi og víðernum. Hverfandi líkur á sam- i Lítið miðaðiTsam- komulagsátt í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna á fjög- urra klukkustunda fundi hjá ríkissáttasemjara á þriðjudagskvöldið. Lfkur á samkomulagi fyrir 20. september eru taldar hverfandi. Þrátt fyrir þetta hefur Félag grunn- skólakennara fallist á að viðræðum verði haldið áfram með fulltingi ríkis- sáttasemjara og er stefnt að því að tveir fulltrúar frá hvorum aöila fari yfir málin í heild á fundum í gær og í dag. Eftir því sem heimildir herma gengur mönnum erfilega að finna taktinn sem þarf til þess að samning- ar náist. íslensk ungmenni eru að verða með þeim feitustu í heiminum. Helsta orsökin er óheilbrigt mataræði. Valgeir Matthías Pálsson, 23 ára söngnemi, hefur stofnað sam- tök fyrir fólk sem fer í offituaðgerðir. 200 manns eru á biðlista fyrir offituaðgerð. Ungir íslendingar eru að springa úr spiki Valgeir Matthías Pálsson hefur barist við aukakílóin frá því að hann var barn en hann fór í fyrstu offitumeðferð sína sex ára. Valgeir hafði reynt allar leiðir til þess að grennast. Hann fór í offituaðgerð fyrir tveimur árum, 21 árs að aldri. Árangurinn er góður og hann hefur misst tæp 60 kíló. Valgeir hafði náð af sér nokkrum kílóum áður en hann fór í aðgerðina. Hann var tæp 170 kíló en fór niður í 110 kíló eftir aðgerðina. Hann hefur nú bætt á sig rúmum tíu kílóum sem hann segir aukaverkanir þung- lyndislyfja. Valgeir hefur glímt við heiftarlegt þunglyndi sem hann segir fylgifisk offitunnar. Sjálfsmorðshugsanir fylgja í kjöl- farið og ótal tilraunir til þess að binda enda á lífið. „Ég var yfir 100 kíló þegar ég var 12 ára, þyngstur var ég um 200 kíló, það var rétt áður en ég fór í aðgerð- ina um tvítugt. Ég var alveg kominn á botninn á þessum tíma,“ segir Val- geir sem er búinn að prófa allar megrunarleiðir sem til eru í heimin- um. „Ég var í Línunni sem er svona aðhaldsnámskeið íyrir feita, það virkaði ekki neitt. Ég var kominn með verulega skerta sjálfsmynd, leið alveg hræðilega með alla þessa fitu, bæði líkamlega og andlega," segir Valgeir sem varð fyrir líkamlegu, andlegu og félagslegu einelti alls staðar úr umhverfinu vegna þess hversu feitur hann var, tæp 200 k£Ló og ekki orðinn 20 ára. „Það var sparkað í mig og gengið í skrokk á OFFITA ER LIFSHÆTTULEG Fjórða hvert níu ára barn er of þungt. Offita íslenskra barna hefur aukist jafnt og þétt. (slenskir krakkar eru feitari en jafnaldr- ar á Norðurlöndum. Helmingur of feitra barna verður feitur á fullorðinsárunum. fslenskir strákar drekka einn lítra af gosi á dag. (slenskar stelpur drekka hálfan lítra af gosi á dag. Helmingur viðbætts sykurs í fæði ungs fólks er í gosdrykkjum. (slensk fermingarbörn þurfa í auknum mæli sérsaumuð föt. Stúlkur á fermingaraldri nota með- göngukrem til að forðast húðslit. (slendingar verða jafnfeitir og Banda- ríkjamenn innan nokkurra ára ef fram heldur sem horfir. Offita eykur hættuna á ýmsum lífs- hættulegum sjúkdómum. Offita á unglingsaidri er hættulegri og leiðir af sér fleiri fylgikvilla en offita á fullorðinsaldri. Hvað liggur á? mér vegna þess hversu feitur ég var. Svo var ég kallaður hálfviti og öllum illum nöfnum," segir Valgeir sem segir fituna leggjast dýpra á sálina en líkamann sjálfan. Hann hefur prófað alla kúra sem til eru í heimi og batt miklar vonir við tískuefni eins og Herbalife. Þyngdist um 30 kíló af Herb- alife »Ég þyngdist um 30 kíló við það að fara á Herbalife. Svo gekk ég í OA-sam- tökin [Over- eating Anon- ymous] og það gaf mér ekki neitt," segir Val- geir sem hefur enga trú á megrunarkúrum fyrir offitusjúklinga. „Ég var í sporameðferð hjá OA og fór vægast sagt mjög illa út úr því. Lagðist á geðdeild með heiftarlegt þunglyndi eftir að hafa farið í gegnum 12 spora kerfið. Við sem erum að glíma við offitu þekkjum þunglyndi mjög vel. Þetta eru nátengdir sjúkdómar. Ég varð alvarlega þunglyndur og reyndi mörgum sinnum að drepa mig í þung- lyndisköstum. Sjálfsmyndin er engin og maður vill bara deyja. Ég hef margoft verið lagður inn á geðdeild, það fylgir því að vera offitusjúklingur," segir Val- geir sem líður mun betur í dag segir líf sitt hafa gjörbreyst eftir aðgerðina. Á geðdeild eftir 12 spora kerfið Ég er alfarið á móti svona samtökum eins og OA með 12 spora kerfið. Ég veit ekki til þess að það hafi verið að virka fyrir fólk sem er svona feitt," segir Valgeir sem hefur risið upp eftir aðgerðina, skráð sig í skóla og þykir af- bragðsefni í hetjutenór. Vaígeir vill nú aðstoða þá sem þurfa að ganga í gegnum sam- bærilega reynslu og ■ ,! „Það liggur virkilega mikið á að ráðamenn innan stjórnsýslu sveitafélaga og ríkis hugi að fjölskyldu- stefnu allra fjölskylduforma og láti ekki misnotkun annarra á kerfinu koma í veg fyrir aðjafna kjör \þeirra sem réttilega ættu aðfá meira,“ segir Ingimundur Sveinn Pétursson formaður Félags ein- stæðra foreldara. Unga kynslóðin er hreinlega að springa úr offitu. Ég notaði alla mína dagpeninga í sælgæti. Pabbi og mamma létu mig fá peninga fyrirhollu nesti í skólann og ég keypti mér bara snickers og kók. hefur stofnað stuðningssamtök offitusjúklinga á leið í aðgerð. „Við erum fjögur sem stöndum að sam- tökunum og viljum styðja við bakið á fólki áður en það fer f offituaðgerð og aðstoða það eftir aðgerðina, við köllum þetta Heildarsamtök fólks með offituaðgerðum á fs- landi. Ég var í afleggjurunum á Reykjalundi sem eru stuðningssamtök fyrir offitusjúklinga, fundirnir voru mjög óreglulegir og það er mjög erfitt þegar fólki líður illa eins að búa við slíka óvissu. Það er því brýn nauðsyn á nýjum samtökum," segir Valgeir sem ásamt öðrum vilja styðja við bakið á fólki sem fer í offituaðgerðir, með eigin reynslu. Um 200 manns á biðlista Aðgerðin gengur út á það að maginn er minnk- aður um 90% og þarmarnir styttir. Eftir að maginn hefur verið minnkaður er hann einung- is hæfur til þess að taka við því magni fæðis sem nauðsynlegt er til næringar. Þó er hætt við að fíknin verði þess valdandi að viðkomandi lendi í síáti. Við síát nær lfkaminn ekki að losa sig við fæðið og hætt er við áframhaldandi offituvanda, slíkt kemur fyrir ef um er að ræða for- fallna matarfíkla. Gríðarlegur fjöldi einstaklinga gengst undir offitu- aðgerð á Islandi á hverju ári og er talið að um 200 manns séu nú á biðlista eftir slíkri aðgerð. Ungir íslendingar að springa „Þetta er mjög mikið vandamál á íslandi. Mér skilst að þetta sé annað stærsta heilbrigðisvandamál á íslandi í dag á eftir reykingum. Unga fólkið er í mjög mikilli hættu og stendur illa í offitubaráttunni, unga kynslóðin er hreinlega að springa úr offitu. Ég notaði mína dagpeninga alla í sælgæti. Pabbi og mamma létu mig fá peninga fyrir hollu nesti í skólann og ég keypti mér bara snickers og kók. Maður lifði á þessu og hlóð þannig á sig kílóum," segir Valgeir sem ætl- ar að leggja sitt af mörkum til þess að sporna við þessari skelfilegu þróun. freyr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.