Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Side 9
DV Fréttir
FIMMTUDACUR 9. SEPTEMBER 2004 9
Varvið dauð-
ans dyr
Bill Clinton, fyrr-
verandi forseti
Bandaríkjanna, var
viö dauðans dyr
skömmu áður en
hann gekkst undir
hjartaaðgerðina í
fyrradag. Læknar Clintons
greindu frá þessu í gær og
sögðu nokkrar æðar hafa
verið við það að stíflast al-
gjörlega. Þeir segja að hann
hefði getað fengið hjartaáfall
á hverri stundu ef ekki hefði
verið gripið í taumana.
Clinton er hress eftir aðgerð-
ina en það mun taka hann
einhvern tíma að jafna sig að
fullu.
Illa farin
gangstétt
veldur slysi
Kona í Keflavík meiddist
illa á hendi á mánudag eftir
að hafa dottið á skemmdri
gangstétt við Kirkjuveg.
Gangstéttin er illa farin og
voru starfsmenn bæjarins
látnir vita af því, til úrbóta.
Skömmu síðar tilkynnti
ökumaður bifreiðar um 12
sentímetra djúpa holu í
götumalbikinu norðarlega
á Hringbraut í Keflavflc.
Djúpavog
vantarverk-
stjóra
Djúpavogshreppur
auglýsir eftir verkstjóra í
Áhaldahús sveitarfélags-
ins, sem jafhframt er gert
ráð fyrir að sinni verkefh-
um fyrir Vatnsveitu,
Hafnarsjóð, Eignasjóð og
fleiri stofnanir sveitarfé-
lagsins. Einnig gegni sá
hinn sami starfi slökkvi-
liðsstjóra Djúpavogs-
hrepps. Laun eru sam-
kvæmt kjarasamningi
Vökuls og Djúpavogs-
hrepps og samkvæmt
samningi Landssam-
bands slökkviliðsmanna
og sveitarfélaga. Djúpa-
vogshrepp sárvantar
einnig tvo starfsmenn á
leikskólann Bjarkatún.
Þar eru um að ræða fufla
stöðu og háffa á deild
leikskólans.
KB banki með
Svíum
KB banki og ISA, Invest
in Sweden Agency, undirrit-
uðu í gær samning þess efn-
is að KB banki yrði umboðs-
aðili ISA hér á landi. ISA
starfar á vegum sænskra
stjómvalda að margþættri
aðstoð vegna erlendra fjár-
festinga. Stofnunin veitir
ókeypis ráðgjöf áhugasöm-
um fjárfestum, víðtækan
stuðning og mifligöngu
vegna nýrra viðskiptasam-
banda. ISA er með skrifstof-
ur í Stokkhólmi, London,
NewYork, Shangai og
Tókýó og umboðsaðila í
Danmörku, Finnlandi,
Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi,
Suður-Kóreu, Tævan, Los
Angeles og nú á íslandi.
Samkvæmt spá Greiningardeildar íslandsbanka verður hagvaxtartímabilið nú
bæði skemmra og allt minna að umfangi en siðasta hagvaxtartimabil sem náði frá
1996 til 2001. Reiknað er með mjúkri lendingu eftir nokkur ár.
Uppsveiflan nú talin
verða stutt on húfleo
Góðærið Góðærið varir ekki að
eilífu en uppsveiflan nú stefnir i
að verða stutt og hófleg.
..2í») Lé,t9lS
Sækjum og sendum bílinn þinn!
BltfKO
■= Betri werð!
Srriiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110
I sögulegu ljósi mun það hag-
vaxtartímabil, sem nú er hafið,
að öllum líkindum verða frem-
ur smátt í sniðum. Samkvæmt
spá Greiningardeildar fslands-
banka verður það bæði
skemmra og allt minna að um-
fangi en hagvaxtartímabilið
síðasta sem náði ffá 1996 til
2001.
Að þeirra mati mun það vara
álflca lengi og hagvaxtarskeiðið í lok
níunda áratugarins en hagvöxturinn
mun ekki verða jafnmikill einstök ár
og þá var raunin. Uppsveiflan nú
stefnir því í að verða stutt og hófleg.
Hagvöxtur tók verulega við sér í
fyrra eftir 0,5% samdrátt árið 2002.
Hagvöxtur í fyrra mældist 4,0%. í ár
má hins vegar reikna með 3,9% hag-
vexti sem knúinn er áfram af auk-
inni einkaneyslu og fjárfestingu. Um
er að ræða viðlíka hagvöxt og mæld-
ist í fyrra. Til samanburðar er reikn-
að með 3,4% vexti að meðaltali í að-
ildarrflcjum Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar (OECD) í ár. Hafa
heimilin bæði aukið útgjöld sín til
neysluvara en einnig hefiu fjárfest-
ing þeirra í nýju íbúðarhúsnæði
aukist. Fjárfestingar fyrirtækja hafa
aukist en til þeirra teljast hinar
miklu stóriðjuffamkvæmdir sem nú
eru hafnar.
Hagvöxtur 4,3% á næsta ári
Lflcur eru á því að hagvöxtur á
næsta ári verði 4,3% til samanburðar
við 3,3% áætlaðan vöxt í rflcjum
OECD. Líkt og í ár verður vöxturinn
knúinn áfram af vaxandi þjóðar-
útgjöldum, það er neyslu og
fjárfestingu. Fjárfestingin sem slflc
mun þó að öllum lfldndum ráða
meiru um þróunina á næsta ári en í
ár þar sem reiknað er með að þung-
inn í stóriðjuframkvæmdum verði
meiri. Hagvöxtur árið 2006 ætti
einnig að verða góður á sömu for-
sendum en útflt er fyrir að stóriðju-
framkvæmdir nái þá hámarki.
Reiknað er með 4,5% hagvexti árið
2006. ísland verður ofarlega í hópi
iðnvæddra ríkja hvað hagvöxt varðar
á næstu árum ef spár ganga eftir. Á
evrusvæðinu er spáð 1,6% hagvexti á
yfirstandandi ári og 2,4% á næsta ári.
Hagvöxtur í Bandarflcjunum er hins
vegar áætlaður mun meiri, 4,7% á
þessu ári og 3,7% á því næsta.
Mjúk lending
Reikna má með að hagvöxtur
minnki töluvert og verði 0,3% árið
2007. Reiknað er með að hagkerfið
lendi ffemur mjúklega að fjárfest-
ingarskeiði næstu ára loknu og að
hagvöxtur taki við sér á ný 2008, þá
byggður á vaxandi útflutningi bæði í
stóriðju og öðrum greinum. Nánari
umfjöllun um þessi efhi má finna í
Þjóðarbúskapnum sem gefinn var út
í gær.
Árni Sigfússon bæjarstjóri
Víkurfréttir fá borgað
fyrir umfjöllun
Frábær verðtilboð á
heilsársdekkjum/vetrardekkjum.
- Betrt verð!
Vtmtnrtkrr ■ IWh hv \ _
'í 55/80R13 frá kr. 4.335
185/65R14 frá kr. 5.300 7.Ju0
195/65R15 frá kr. 5,900 P.SuO
^195/70R15 8 pr.sendib.frá kr. 8.415
U.7U0 j
Fréttamiðillinn Vflcurftéttir
greindi frá því á vef sínum í gær að
miðillinn fengi greitt ffá Reykjanes-
bæ fyrir að fjalla um skólamál.
Þetta kom í ljós í frétt Víkurffétta
af fyrirspurn Jóhanns Geirdal, full-
trúa Samfylkingarinnar í bæjar-
stjóm, sem lagði ffam fyrirspurn til
Árna Sigfússonar bæjarstjóra um
málið. Jóhann spurði hvort það væri
rétt að Reykjanesbær greiddi fjöl-
miðlum fyrir að fjalla á já-
kvæðan hátt um skóla- og
menntamál og ef svo væri,
hve háa upphæð. Árni ját-
aði því og sagðist hafa vilj-
að hvetja til meiri umræðu
með því að fá meira svæði í
blaði Vflcurfrétta. „Við vild-
um meðal annars vekja at-
hygli á gömlum nemend-
um í Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja sem hafa gert garð-
inn frægan til að sýna
krökkunum héma hvað
fólk gæti gert með mennt-
un frá Fjölbrautaskólanum," sagði
hann, auk þess að benda á vilja sinn
til að sjá meiri umfjöllun um gmnn-
skólamál. „ [Við] höfum sagt að við
vfljum sjá að umræða um skólamál
sé ekki minni en umræða um íþrótt-
ir héríbæ."
Árni gat hins vegar ekki upplýst
hversu há upphæðin til Vflcurfrétta
væri. Það gerðu Vflcurfréttir ekki
heldur í frétt sinni af málinu.
Árni Sigfússon
Bæjarstjórinn í
Reykjanesbæ borg
ar fjöimiðli fyrir
jákvæðar fréttir af
skólamálum.