Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 Sport DV íslandsmeistar Hauka í handknattleik eru meistarar meistaranna eftir að hafa lagt KA örugglega að velli að Ásvöllum á þriðjudagskvöld. Þetta var annar titill Hauka á aðeins þremur dögum en á sunnudagskvöldið lögðu Haukar einnig KA í úrslita- leik Reykjavíkur Open. Haukadagapí gangi Haukaliðið lítur ðneitanlega vel út núna rétt fyrir íslandsmót en um helgina mætir liðinu belgíska félaginu Sporting Neervelt í undankeppni Meistaradeildarinnar. Miðað við spilamennskuna í úrslitaleikjunum tveimur gegn KA ættu Haukar að vera í góðum málum. Leikurinn á þriðjudagskvöldið var í það heila endurspeglun á úr- slitaleik liðanna í Reykjavík Open - þróunin var kannski ekki alveg ná- kvæmlega eins en styrkleikamunur liðanna áberandi mikill - Haukun- um í hag. Það er þó ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að KA-liðið hefur orðið fyrir gríðarlega mikilli blóðtöku þar sem lykilleikmenn eins og Andrius Stelmokas, Arnór Atla- son og Einar Logi Friðjónsson hafa allir horflð á braut. Haukaliðið hefur einnig misst nokkra sterka leikmenn en grunnur þess og breidd var það góð að það er ekki að sjá liðið sé neitt veikara en í fyrra. KA hóf þó leikinn mun betur og Haukamenn virtust hreinlega ekki tilbúnir í byrjun leiks. Norðanmenn leiddu mest með þremur mörkum en smám saman komust íslands- meistararnir á sporið en það tók þá þó 25 mínútur að komast yflr. Þeir leiddu svo með tveimur mörkum þegar flautað var til leikhlés. Síðan má segja að aðeins eitt lið hafí verið á vellinum í síðari hálfleik - Haukar. Þeir gáfu hressilega í og juku mun- inn jafnt og þétt og varð hann að endingu 11 mörk. Þórir Ólafsson átti aftur stórleik og virðist líka vel að spila gegn KA. Vignir Svavarsson var gríðarlega öflugur og fyrirliðastaðan virðist hafa eflt þennan kraftmikla leikmann enn frekar, en hann tók nýlega við henni af Halldóri Ingólfs- syni. Annars var liðsheild Hauka mjög sterk og því til sönnunar þá þurfti Ásgeir Örn Hallgrímsson lítið að beita sér og þetta sagði hann eftir leik: „Þetta var góður sigur og alltaf gaman að hampa bikar en það er þó ýmislegt sem við þurfum að laga í leik okkar fyrir Evrópukeppnina sem byrjar um næstu helgi. Við höfum misst nokkra sterka leikmenn sem skildu stórt skarð eftir sig í vörninni en það er eitthvað sem við erum að vinna í á fullu. Annars eru menn bara bjartsýnir hér á Ásvöllum og það er engin spurning að við stefn- um á aUa útla sem í boði eru.“ Hjá KA fóru þeir Hörður Fannar Sigþórs- son og Jónatan Magnússon fremsúr í flokki. sms@dv.is „Þetta var góður sigur og alltaf gaman að hampa bikar en það er þó ýmislegt sem við þurfum að laga í leik okkar fyrir Evrópu- keppnina Vignir Svavarsson hefur tekið við fyrirliðabandinu hjá Haukum Við stefnum á alla titla í boði Vignir Svavarsson er alþekktur baráttuhundur sem kallar ekki aUt ömmu sína þegar kemur að varnar- leiknum. Hann hefur vaxið gríðar- lega undanfarin misseri og er orðinn einn aUrabesti línumaður okkar. Vignir segir heiður að fá að taka við fyrirliðastöðunni og er bjartsýnn fyr- ir komandi vetur. „Þessir tveir titlar undanfarið eru góðir fyrir áframhaldið og þeir gefa okkur ágætlega til kynna hvar við stöndum á þessum tímapunkti," segir Vignir og heldur áfram: „Við misstum tvo mjög sterka leUcmenn en þessir ieikir sem við erum búnir að spila á undirbúningstímabilinu hafa komið vel út þótt vissulega séu heUing af hlutum sem við eigum eft- ir að betrumbæta." Haukar mæta belgíska liðinu Sporting Neervel um næstu helgi í forkeppni Meistara- deUdarinnar. Telur Vignir Uðið til- búið í þann slag? „Eg er ekki í nokkrum vafa um það, það er ein- faldlega að duga eða drepast í þess- um leikjum. Við æúum okkur í Meistaradeildina og leggjum allt í sölurnar til þess að það takist." Aðspurður segir Vignir að það hafi verið mikiU heiður að taka við fyrirliðabandinu af Halldóri Ingólfs- syni, þeim gamla ref sem er þó enn í fuUu fjöri. „Ég er ánægður og stoltur að mér sé treyst fyrir þessari stöðu og þá er ekki verra að taka við henni af manni eins og Halldóri. Hann er búinn að lóðsa mig í gegnum þetta undanfarið og verður mér innan handar í vetur.“ Vignir er þekktur fyrir mikla baráttu og hann ætti ekki að eiga í miklum erfiðleikum með að berja sína menn áfram. „Nei, nei, en það á þó eftir að koma betur í ljós,“ segir Vignir léttur í bragði. „Þetta er þó aldrei í höndum eins manns, liðsheildin er það sem skiptir mestu máli og ég tel okkur vera í góðum málum þar.“ Tiúarnir hafa streymt til Hauka í hrönnum undanfarin ár. Verður nokkur breyting þar á í vetur? „Það er ekkert annað í stöðunni en að stefna á alla þá tiúa sem í boði eru - það væri frekar óeðlilegt að stefna að einhverju öðru.“ Vign- ir vill lítið tjá sig um mögulegt landsliðssæú. „Ég æúa nú bara að spila minn bolta og hafa gaman af því. Svo kemur bara í ljós hvað ger- ist,“ sagði Vignir Svavars- son, fyrirliði Hauka. Kátur karl Vignir Svavarsson tók við tveimur bikurum á aðeins þremur dögum. DV-mynd Stefán Á 4/Íf MiiiAÍ í klandri Mike Danton, fyrrunt leik- maður St. I.ouis Itíues í NHL- dcildinni í íshokkíi, stendur frantmi fyrir dóntsmáli t lok október en honum er gefið að siik að hafa fengið leiguntorð- ing.ja ti! að ráða umboðsmann- j inn sinn af dögum. Umboðsmaðurinn, David Frost, hafði lýst yfir áhygg.jum sínum á lauslæti leikmannsins og taldi drvkkjusýki hans vera komna á hættulegt stig. Af ótta j við að Frost myndi bera forráða- j mönnum Blues-liðsins söguna. greip Danton til fvrrgreindra ráða. Svo heppilega vildi til að Danton setti sig óvart í sambnnd við tengilið lögreglunnar sem gerði FBl viðvart. Danton lék með St. Louis Blues á síðasta tímahiii í NHL. likki er gert ráð fyrir að for- ráðamenn liðsins rnuni endur- nýja samningin viö Danton. Fidel Castro tll bjargar hað liður varla sá dagur að ekki heyrist eitthvað fréttnæint af Diego Armando Maradona. einum af umdeildustu knatt- spyrnumönnum sögunnar. thu þær lréttir oftar en ekki tengd- ar kókainfíkn kappans. Nú hafa læknar Maradona beðið Fidel Castro, forseta Kúbu, tið hjálpa Argentínu- manninnum til að losua við ffkn sina fyrir fullt og allt. Að sögn sendiherra Argentínumanna á Kiibu eru miklar vonir bindnar við Castro. Kr vonast til að hann geti nýtt sér vináttubönd sín við Maradona. og geti gengið honum í fiiður stað, meðan I nær sér frá voniausu ástandi líkama og sálj ar. Castro þykirl strangur en sann- gjarn faðir cn hefur þó átt í erfiðleikum með að sleppa tökunum á eigin börnum og reynst erfitt að hleypa þeim úr hreiðrinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.