Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Síða 14
Fréttir DV AVIRKUM DÖGUM Yfirmaður rússneska hersins sagði í gær að Rússar myndu ráðast gegn hryðjuverkamönnum hvar sem þeir héldu sig. Stórar fjárhæðir eru settar til höfuðs tveimur leiðtogum tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna. Myndskeið sem mannræningjarnir tóku í skólanum í Beslan hafa vakið mikinn óhug. Skelfingu lostin börn drukku eigiö hland Stjómvöld í Rússlandi gáfu í gær út yfirlýsingu þar sem þau heita nímlega 700 milljónum króna til handa hverjum sem getur gefið upp- lýsingar sem leiða til handtöku tsjetsjensku uppreisnarleiðtoganna ShamiJs Basajev og Aslans Maskhadov. Talsmenn leiðtoganna segja þá ekki standa að baki hryðjuverkunum. Myndbandsupptökur af gíslatökunni í grunnskólanum í Beslan hafa vakið gríðarlegan óhug um víða veröld. Mörg fómarlambanna sem komust lífs af hafa tjáð sig um hryllinginn sem viðgekkst í skólanum þá rúmu tvo sólarhringa sem gíslatakan stóð. Fólkinu var safnað sam- an í leikfimisal og var hitastækjan óbæri- leg. Sprengjur héngu í vírum yfir höfði bamanna og „sterklegustu karlmennim- ir vom teknir afsíðis og farið með þá upp á loft. Síðan heyrðum við skothvelli", sagði eitt bamanna sem komst af og bætti við að mannræningjamir hefðu gefið þær skýringar að rússneskir her- menn hefðu skotið á mennina. „Það er ekkert mál að vera svangur en þorstinn var að gera út af við okkur. Við höfðum engin ráð önnur en að pissa í skóna okkar og drekka eigið hland," sagði eitt bamanna. Mörg bam- anna þjáðust af sótthita og til þess að kæla þau niður gripu fullorðnir til þess ráðs að væta skyrtur í hlandi og leggja á enni viðkomandi. „Hlandlyktin var ólýs- anleg," segir eitt fómarlambanna. Sorgin grúfir enn yfir bænum Beslan og útfarir þeirra sem létust hafa þegar farið ftam. Ættingjar um tvö hundmð fómarlamba em í algerri óvissu um af- drif þeirra. Um þijátíu þúsund manns búa í Beslan og er mannfallið í gfslatök- unni meira en varð í gjörvallri heims- styrjöldinni síðari. Borin hafa verið kennsl á 335 lík og 107 bíða rannsóknar þar sem þau em óþekkjanleg. Mörg HARMLEIKURINN ITOLUM Látnir 335 Óþekkjanleg lík 107 Særöir í dái 40 Lífshættulega slösuð börn 17 hundmð em slasaðir og þó nokkrir í bráðri lífshættu. Hóta að fella uppreisnarmenn Rússnesk stjómvöld standa fast á því að Shamil Basajev hafi staðið að baki gíslatökunni. Yfirmaður hersins segir Rússa ekki munu víla fyrir sér að ráðast gegn hryðjuverkamönnum hvar í heimi sem þeir halda sig. Talsmaður tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna í London metur hótun rússneska hersins á þann veg að tsjetsjenskir uppreisnarmenn á Vesturlöndum kunni að verða drepnir. Bæði Shamil Basajev og Aslan Maskh- _______________adov hafa fordæmt gíslatökuna og kveð- ast ekki hafa tekið þátt í henni. Tals- maður Maskhadovs segir hótun hersins beinast að Evrópu. Þá sagði hann stefríu rússneskra stjóm- valda í Kákasus vera með þeim hætti að líklegt væri að skelfilegir atburðir á borð við gíslatökuna myndu endurtaka sig. Sendiherra Rússlands á íslandi, Alex- ander Rannikh, sagði á blaðamanna- fundi fyrr í vikunni að Rússar myndu ekki hika við að ráðast á hryðjuverka- menn í öðrum löndum ef vitað væri að þeir væm að undirbúa árás á Rússland. „Við ætlum ekki að bíða eftir að hryðju- verkamenn ráðist á okkur," sagði Rannikh. Hann segir fólk verða að átta sig á að Rússland sé orðið að skotmarki hryðjuverkamanna. Vladimír Pútín, for- seti Rússlands, segir ekki koma til greina að semja við hryðjuverkamenn. Aslan Maskhadov Annar tveggja Shamil Basajev Myndin er frá 1999. leiðtoga uppreisnarmanna sem Stjórnvöld i Rússlandi telja þennan stjórnvöld hafa sett fé til höfuðs. Ekki mann hafa skipulagt ódæðisverkin i er vitað hvar hann heldur sig. Beslan. Hann neitar þvi. Sendiherra Rússa Alexander Rannikh, sendiherra Rússa á íslandi, boðaði til fundar um gislatökuna fyrr i vikunni. Hann sagði Rússa óttast að ibúar Vestur- landa hefðu ekki skilning á alvarleika hryðjuverkaárása - slikar árásir ógnuðu ekki bara Rússum heldur öllum þjóðum. Martröð Fyrsti skóladagur barnanna i Beslan i Norður-Ossetiu breyttist i hreina martröð. Hroðaleg grimmd mannræningj- anna sést á þessum myndskeiðum. Börnin sitja kófsveitt og skelfingu lostin innan um fallna félaga og yfir þeim hanga sprengjur sem geta sprungið hvenær sem er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.