Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus
FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 29
)
Helena í
aðalhlut-
verkið
Danska ofurfyrirsætan Hel-
ena Christensen mun leika aðal-
hlutverkið í nýrri kvikmynd eftir
danska leikstjórann Christoffer
Boes. Helena hefur áður leikið í
fjöldanum öllum af tónlistar-
myndböndum en árið 1994 lék
hún í myndinni Pret-a-porter
þar sem hún lék
sjálfa sig. Leik-
stjórinn vann til
verðlauna í
Cannes á síðasta
ári fyrir myndina
Reconstruction
þar sem leikkonan
Maria Bonnevie var
meðal leikara.
í öllu umróti síðustu daga um stafrænar útsendingar sjón-
varpsstöðva fréttist að útsendingar á stafrænu hljóðvarps-
merki væru komnar í loftið á Reykjavíkursvæðinu. „Stafrænt
útvarp - hvað er það?“ kunna menn að spyrja. Rétt eins og
stafræn útsending á sjónvarpsmerki er að komast i loftið á
vegum Norðurljósa á þessu hausti, þá hefur stafræn dreifing
á merki í jörð verið í gangi um nokkra hríð á vegum Breið-
bandsins.
Stafræna merkið er að taka við af
hinu hfiðræna sem við höfum vanist
allar götur frá því útvarpsútsendingar
hófúst hér á landi á vegum einkaaðila
árið 1928. Flestir þekkja stafrænar út-
varpssendingar á netinu. I uppsetn-
ingu á flestum tölvum er gert ráð fyrir
hlustun á útvarpsstöðvar, gallinn er
bara sá að að merkið krefst sítengingar
og þá er í fæstum tölvum sá hljóm-
burður sem menn telja sæmandi
hljóðrimnum af hæsm gæðum.
Tilraunir Háskólans
Háskólinn hefur um nokkurt skeið
staðið fyrir tilraunaútsendingum á út-
varpsmerki á stafrænu formi frá
Vatnsenda. Þaðan er því varpað um
Reykjavíkursvæðið og standa nú yfir
mælingar á því hvemig merkið skilar
sér. Merkið er unnið í samvinnu við
Rfldsútvarpið. Fléttað er saman
nokkrum þáttum: útvarpsstöð með
sígflda tónlist sem Bjarki Sveinbjöms-
son tónlistarfræðingur hefúr sett sam-
an og er kölluð RÚV-Rondó. Það merki
er í loftinu allan sólarhringinn og er
sent út frá einni móðurtölvu. Það er
einnig auðheyranlegt á FM 87,7. Þá
mun RÚV bjóða upp á Rás eitt og Rás
tvö á stafrænu formi og einnig senda
út alla fundi Alþingis ótruflaða. Þá hef-
ur RÚV tekið að sér dreifingu á BBC
World. Þessi merki em auðheyranleg á
Reykjavíkursvæðinu og þau er einnig
hægt að heyra á vefsíðu Ríldsútvarps-
ins, en forsenda fyrir dreifingu út-
varpsstöðva um netið er að þær séu
komnar á stafrænt form.
Hvenær koma viðtækin?
Þeir sem hafa komið sér upp mót-
tökubúnaði fyrir gervflinattarsending-
ar á sjónvarpsmerki ffá útlöndum og
þeir skipta orðið þúsundum ættu að
geta tekið á móti stafrænum útsend-
ingum RÚV í gegnum þau viðtæki.
Hinir sem hafa áhuga á að færa sig upp
í gæðum og hlusta á útvarpssendingar í
stafrænum gæðum verða að bíða hafi
þeir ekki aðgang að breiðbandi. Enn
hafa innflytjendur á hljómtækjum ekki
tekið við sér og hafið innflutning á staf-
rænum útvarpstækjum sem hijóta að
koma hér á markað innan tíðar. Allar
útvarpsstöðvar verða fyrr eða síðar að
taka skrefið til ftflls og gerast stafrænar
ffá útsendingu í eym þjóðarinnar.
Arfur þjóðarinnar
Ríkisútvarpið má kalla Hljóðrita-
safii íslands. Þar er að finna stærsta
safn hliðrænna hljóðrita frá 1930.
Bæði þeirra hljóðrit og eins geymir
það útgefhar hljómplötur. Þess utan er
til í einkaeign eitthvað af hljóðritunum
en skipuleg söfnun á þeim hefur ekki
farið fram og er reyndar kominn timi
til.
Öll hljóðrit Ríkisútvarpsins eru
\anist á plötum eða böndum og er
hægt og hægt farið að koma þeim á
stafrænt form, þ.e. diska. Enn er
mikið óunnið í þessum efnum og
þarf stórátak til að flytja allt safnið á
stafrænt form. Segir Markús Örn
Antonsson útvarpsstjóri að það
verkefni sé stofnun hans ofviða. Á
meðan eykst hættan á að hljóðrit
þjóðarinnar eyðileggist og væri full
ástæða til að gera átak í að koma
þeim á stafrænt form. Því er á þetta
minnst að stafrænt útvarp býður
upp á fleiri rásir og útsendingu með
litlum tilkostnaði og um leið nýtingu
á eldri hljóðritum. Er ekki kominn
tími til að við stígum inn í digital-öld
- líka í útvarpi?
Söngkonan Kelly Clarkson á í
mestu vandræðum með hvolp-
inn sinn en segist ekki vilja láta
eins og díva og krefjast þess að
hann fái að fylgja henni hvert
fótspor. Hvolpurinn, Emma, er
níu mánaða og hefur ekki enn
lært að gera þarfir sínar úti við.
„Ég á í miklum vandræðum með
hana og finn hundaskít úti um
allt hús. Hvernig á ég eiginlega
að finna tíma til að þjálfa hana
þar sem ég er allan
daginn í stúdíói."
Kelly sigraði í
American Idol-
keppninni og
er gríðalega
vinsæl í Banda-
ríkjunum.
Kellyí
hvolpa-
vandræðum
Engan
áhugaá
konum
Anastacia hefur viðurkennt
að hafa farið á strippstað og
keypt sér einkadans. „Ég hef
keypt mér einkadans en þessar
stelpur gera ekkert fyrir mig. Ég
hugsaði allan tímann hvað þær
væru eiginlega búnar að nudda
sér utan í marga." Söngkonan
segist aldrei hafa efast um kyn-
hneigð sína. „Ég er sjálf með alla
þessa líkamshluta og þarfnast
ekki fleiri." Fyrr f vikunni var
Anastacia að pirrast út í söng-
konur sem eru með
útlitið á heilan-
um. Hún er sjálf
nýbúin að sigr-
ast á brjósta-
krabbameini
en segist alsæl
með það sem hún
hefur.
Glamúrgellan Jordan spurði Peter Andre í beinni útsend-
ingu hvenær hann ætlaði eiginlega að biðja hennar
U,danfe"ontó“
téttu nafniKatie
Price-Húnerað
vinna / að breyta
'"'Wnnnioghefur
meðal annars látið
Jordan farin að örvænt
Hann gef henni risastóran,
demantshring fyrir nokkrum j
vikum en tók skýrt fram aði
um trúlofunarhring væri ekki I
að ræða. „Ég ætla að koma’
henni á óvart."
Parið kynntist í raunveru- j
leikaþættinum I’m a
Celebrity, Get me out of ^
here. Fyrirsætan sem i
var afar dugleg við að j
stunda næturlífið seg-1
ist elska að eyða
kvöldunum heima
með Peter og spfla •
og að hún hafi nú í i
fyrsta skiptið lesið f
heila bók. „Ég þarf *
ekki að djamma'
lengur. Það er nóg að
hafa Peter hjá mér.“
Glamúrgellan Jordan setti mikinn þrýsting á
söngvarann Peter Andre í beinni sjónvarpsútsend-
ingu þegar hún spurði hann hvenær hann ætíaði eig-
inlega að biðja hennar. Parið var í sjónvarpinu til að
kynna nýjasta lag Andres þegar umræðan var leidd að
hjónabandinu. „Við erum ekki trúlofuð, við erum ekki
hætt saman og ég er ekki ófrísk," sagði Jordan til að
svara kjaftasögunum en sneri sér síðan að kærastan-
um og spurði hvenær hann ætíaði sér að spyrja stóru
spurningarinnar.
Sílikongellan, sem var kölluð í dóm-
sal í vikunni fyrir að ráðast á ljósmynd-
ara, segist gamaldags og að hún bíði
eftir að hann taki af skarið.
Söngvarinn vildi lítið tjá sig
um málið en sagði að þau
væru allavega á réttri leið.
Peter Andre Söngvarinn vildi lítið tjá sig um
samband þeirra I beinni útsendingu en sagði
að þau væru á réttri braut.
Anna Nicole
hneykslar
Gullgrafarinn Anna Nicole
Smith hneykslaði ameríska sjón-
varpsáhorfendur í vikunni þegar
hún káfaði á risastórum brjóstum
sínum í beinni útsendingu. Anna
var gestur í þættinum The View til
að kynna nýju tískulínuna sína þeg-
ar hún byrjaði að tala um breytt
holdarfar sitt. Þáttarstjórnandinn
sem hafði glápt agndofa á brjóstin á
Önnu greip fram í fyrir henni: „Fyr-
irgefðu en ég hef aldrei verið ná-
lægt svona brjóstastórri
konu. Þú ert svo fín-
gerð, það hlýtur að
vera erfitt að bera
þennan þunga.“
Anna sagði
brjóstin væru auðvit-
að gervi og fór
þukla þau þar til
hún var vinsam-
legast beðin
um að hætta.
Stjörnuspá
Þorri Hringsson myndlistarmaður er 38
ára í dag. „Maðurinn ætti
að næra sál sína og
líkama með því að
öldurót hug-
endrum og eins
og finna hina djúpu
kyrrð sem ríkir í
orkusviði hans,"
segir í stjörnu-
spá hans.
Þorri Hringsson
VV Vatnsberinn (20.jan.-1s. febrj
w --------------------------------------
Þú ert fær um að gera mjög
margt fólk hamingjusamt án þess að
erfiða ef þú reynir að endurmeta hið
fyrsta skiígreiningu þína á styrk og
drottnun kæri vatnsberi.
F\skm\r (19.febr.-20.mars)
Ekkert virðist koma þér úr
jafnvægi í lok vikunnar en þú getur ver-
ið jafnháttvís og vogin, jafnþolinmóð/
-ur og nautið og jafnmetnaðarfull/-ur
og steingeitin en aðeins ef þú ákveður
það sjálf/-ur, kæri fiskur.
K
Hrúturinn (2lmars-19.a
Sterkar rætur og öryggi efla
þig þessa dagana á sama tíma og þú
ert mjög þrjósk/-ur af einhverjum
ástæðum. Nýttu þér eiginleika þína til
góða næstu misseri og hugaðu vel að
þeim sem þú umgengst en þó án þess
að gerast of ágeng/-ur.
ö
NdUtÍð (20. apríl-20. maí)
D
Veldu það sem styrkir þig og
efiir. Sjálfsálit þitt vex þegar þú treystir
og kynnist þínu sanna sjálfi, hafðu það
hugfast fram yfir helgina framundan.
Þér lyndir vel við fólk en stjarna nauts-
ins virðist á báðum áttum um mikil-
vægt mál sem tengist henni á einhvern
hátt.
W\bmm (21.maí-21.júnl)
Hér heldur þú þig mjög út af
fyrir þig en þér finnst þú jafnvel ekki
þurfa á öðrum að halda. Það er ekki
rétt. Opnaðu fyrir tilfinningagáttir þínar.
Þú hefur flóknar þarfir en ert fær um að
uppfylla það hlutverk sem þú ákveður
að takast á við.
K(Mm(22.júnl-22.júli)
Q** Um þessar mundir virðist
stjarna krabbans nálgast hlutina með
einhverju ráðabruggi. Ef þér tekst að
yfirvinna þær tilhneigingar að vera
stöðugt að brjóta heilann varðandi
hvert smáatriði líðandi stundar nærðu
að virkja óskir þínar.
LjÓnÍð (23.júlí-22. ágúst)
^ Þú ættir að sýna þolinmæði
fyrst og fremst og muna að frumleiki
þinn krefst þess að þú sért víðsýn/-n
varðandi verkefni sem þú tekst á við
þessa dagana.
Meyjan (21 ágúst-22. septj
Bræddu ísinn og hættu að vera
viðkvæm/-ur gagnvart þeim sem þú þráir.
Þú nýtur þín best þegar þú ert fær um að
gjósa eins og eldfjall og ekki síður þegar
þú hættir að vernda þig með því að halda
afturaftilfinningum þínum.
Q Vogin (21 sept.-23.okt.)
Stundum áttu það til að
ráðskast með fólk en ert á sama tíma
full/-ur af umhyggjusemi en sniðgeng-
ur í raun tilfinningar þinar.
Sporðdrekinn^.oK.-^.m^
Piútó hefur ómæld áhrif á líð-
an þína og sýnir fólk fætt undir stjörnu
sporðdreka mikla leiðtoga en það virð-
ist ekki vera í takt við eigin tilfinningar
og ætti því að huga mun betur að
áhugamálum sínum og því sem gleður
það sannarlega.
/
Bogmaðurinnp2.n*.-2i.rf«j
Hreyfing einkennir þig á þess-
um árstima. Þú ert án efa mjög hrifin/-n
af íþróttum sem veitir þér nægt rými.
Stöðnun, eirðarleysi og leiðindi eru eitt-
hvað sem þú virðist ekki þola og er það
vissulega af hinu góða í fari bogmanns.
Steingeitin (22.des.-19.janj
Skemmtilegt ævintýri bíður
þín. Fram kemur að þú elskar náung-
ann, í stórum stíl, og ættir ekki að hika
við að njóta þess að blanda geði við
fólkið sem þú umgengst næstu daga
og helgina sem framundan er.
SPÁMAÐUR.IS
. *