Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Kannabis í konungsgarði Fjölmargar kannabis- plöntur fundust á dögunum í garðinum umhverfis kon- ungshöllina í Osló. Harald- ur Noregskon- ungur og Sonja drottning búa sem kunnugt er í höllinni. Tals- maður norsku hirðarinnar segir hugsanlegt að plönturnar hafi verið gróð- ursettar í þeirri einskæru trú að þær væru hefð- bundnar garðplöntur. Borg- arstarfsmenn voru sendir á staðinn í gær og fjarlægðu þeir allar plöntumar. Það vekur jafnframt athygli að vegfarendur skyldu ekki hafa veitt plöntunum eftir- tekt en það var kristilega dagblaðið Vart Land sem skúbbaði fréttinni. Minnihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hveragerðis vill að félagsmálaráðuneytið áminni meirihluta Framsóknarflokks og Samfylkingar fyrir vanrækslu. Sjálfstæðismenn segja meirihlutann hafa brotið gegn skyldum sínum í tengslum við hundruð milljóna króna samning um húsaleigu til 25 ára í nýju verslunarmiðstöðinni Sunnumörk. Hveraperðisbser verði aminntur „Vanræki sveitar- stjórn skyldur sínar skal ráðuneytið veita henni áminn- ingu og skora á hana að bæta úr vanrækslunni." Öskubakka hent í Carr Maxine Carr glæpa- kvendi og vitorðsmaður Ians Huntíey hefur fengið fyrirskipun frá lögreglu um að halda sig innan- dyra. Carr losnaði úr fangelsi fyrir nokkmm mánuðum og gengur illa að fóta sig. Hún varð fyrir árás á dögun- um þegar fólk reyndi að kasta glerflöskum og ösku- bakka í hana þar sem hún tók þátt í göngu í þágu líkn- armála. Fyrrverandi unnusti Carr myrti tvær tíu ára skólastúlkur á viðurstyggi- legan hátt fyrir rúmum tveimur árum. ísjaki til Parísar Fyrir hádegi á mánudag verður unnið við að koma stórum ísjaka af stað frá Breiðamerkurlóni til París- ar vegna vísindasýningar- innar Terre vivante sem opnuð verður 27. septem- ber í tengslum við hátíð menningar og mennta. ístak og Eimskip sjá um jakanámið og flutningana og unnið er í samvinnu við heimamenn. Viðstaddir verða erlendir fjölmiðlar og einnig sendiherra íslands í Frakklandi. Reynir Hrafn Stefánsson, vélamaöur og mótorsportisti á Egilsstöðum „Þaö er feiknarmikið að gera í sól og bllðu. Ég er á Reyðarfirði að vinna á beltagröfu fyrir Héraðsverk Landsíminn stöðum. Við erum að und- irbúa 2000 manna byggö á vinnusvæðinu fyrirál- versframkvæmdina. Hér er ægilegur floti aftækjum, maður hefur ekki séð ann- að eins. Við höfum byggt okkar eigin mótorkross- braut ofan við Fellabæ. Einar Sigurðsson Islands- meistari kom um daginn og leist mjög vel á eins og öðrum sem hafa komið." Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sem eru í minnihluta í bæj- arstjórn Hveragerðis hafa kært meirihlutann vegna samnings sem gerður var um húsaleigu í nýju verslunarmiðstöðinni Sunnumörk. Sjálfstæðismennirnir Aldís Haf- steinsdóttir, Pálína Sigur- jónsdóttir og Hjalti Helga- son telja að meirihluti Framsóknarflokks og Sam- fylkingar í bæjarstjórn Hveragerðis hafi brotið sveitarstjórnarlög með leigusamningi sem gerður var við Sunnu- mörk ehf. Með honum tekur bærinn á leigu í verslunarmiðstöðinni 880 fermetra húsnæði undir bókasafn og bæj- arskrifstofur. skatttekna sé meðal annars skylt að leggja fyrir sveitarstjórn umsögn sérffóðs aðila um kostnaðaráætíunina og væntanleg áhrif á fjár- hagsafkomu bæjarins. Orri Hlööversson Bæjar stjórn Hverageröis hefur falið bæjarstjóra að ræða við bæjarlögmann umsvar vegna á virðinga minni- hluta Sjálfstæðisflokks. Hálfur milljarður á 25 árum „Athugun okkar bendir til að um- ræddur leigusamningur muni kosta bæjarsjóð á milli 15 og 20 milljónir á ári, þannig að um er að ræða um- talsverða fjárfestingu til framtíðar, enda gildir samningurinn til 25 ára,“ segir í erindi sjálfstæðismannanna til félagsmálaráðuneytisins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja brot meirihlutans felast í því að hafa ekki uppfyllt 65. grein sveitarstjórnar- laga. í henni er mælt fyrir að ef sveitarstjórn ætíi að ráðast í fjárfest- ingu sem nemi hærri upphæð en sem nemur ijórðungi Jón Kristjánsson Forsætisráðherra hefur | skipað heitbrigðisráðherra að gefa um- sögn I staö hins vanhæfa félagsmálaráð- herra í málefnum Hveragerðisbæjar. Eyða vel umfram tekjur Ofangreint ákvæði sveitarstjórnarlaga telja sjálfstæðismennirnir að eigi einnig við um langtímaleigu eins og þá sem felist í samn- ingnum við Sunninnörk ehf. Ákvæðið hafi ekki verið uppfyllt áður en samningurinn var undirrit- aður: „Eftir margítrekaðar fyrirspurnir var skýrsla um hagræn áhrif verslun- armiðstöðvarinnar lögð fram í bæj- arstjórn þann 18. desember, um þremur mánuðum eftir að bæjar- stjórnin samþykkti samninginn sem hér um ræðir," segir í kæru minnihlutans. Með erindi sínu sendaj sjálfstæðismenn afrit af| bréfi endurskoðanda bæj- arins sem fylgdi með árs-1 reikningi fyrir árið 2003. 1 Þar komi glöggt fram hversu slæm fjárhags-1 staða Hveragerðisbæjar sé: „í ljósi þessa má telja afar var- hugavert að auka enn við rekstrarút- gjöld bæjarins þar sem reksturinn tekur nú þegar til sín 17% umfram skatttekjur bæjarins," segja sjálf- stæðismennirnir. Jón skipaður í stað Árna f samráði við sjálfstæðismennina þrjá er ekki farið með erindi þeirra sem stjórnsýslukæru heldur unnið eftir 102. grein sveitarstjórnar- laga. í henni er kveðið á um eftírhts- hlutverk félags- mála- ráðuneyt- isins: „Van- ræki sveit- arstjórn skyldur sín ar skal ráðu- neytið veita henni áminn- ingu og skora á hana að bæta úr vanræksl- unni," segir í lagagrein- inni. Þar sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra er fyrrverandi oddvití Framsóknarflokks í bæj arstjórn Hveragerðis hefur hann að eigin frumkvæði vikið sætí í málinu. Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráð- herra hefur verið fahð að gefa áht í máhnu í stað Árna. Boltinn er nú hjá bæjarstjórn Hveragerðis sem senda á heilbrigð- isráðherra umsögn og gögn. gar@dv.is Árni Magnússon Félagsmálaráðherra var forseti bæjarstjórnar I Hveragerði þar til hann tók við ráðuneytinu i fyrravor. Árni vékþvi sæti við meðferð málsins. Aldís Hafsteinsdóttir Oddviti sjálfstæðismanna I bæjarstjórn Hveragerðis segirþá telja að meirihlutinn hafa brotið gegn sveitarstjórnarlögum. Félagsmála- ráðuneytið eigi að veita Framsóknarflokki og Samfylk ingu áminningu. Fimmtugur karlmaður ákærður fyrir hrottaskap gagnvart sambýliskonu Hrinti konunni niðurstiga eftir barsmíðarnar Fimmtugur karl- maður hefur verið ákærður fyrir hættulega líkamsárás á sambýhs- konu. Ákæran var þing- fest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær og er manninum gefið að sök að hafa um áramótín 1999-2000 hvað eftir annað ráðist á konuna á heimili þeirra. Maður- inn beitti konuna miklu ofbeldi, gekk margoft í skrokk á henni, barði hana og sparkaði í hana, sneri upp á hand- leggi og dró hana á fótum og hönd- um niður stiga. Að morgni nýársdags hélt ofbeldið áfram en þá er mannin- um gefið að sök að hafa hrint kon- unni niður stiga, að dóttur hennar viðstaddri. Konan féh milh hæða í húsinu og hlaut margvís- lega áverka, þar af alvar- legan áverka á hægri öxl sem síðan var metinn til örorku að hluta. Auk þess er maðurinn ákærður fyrir að hafa ráðist á konuna 7. og 8. aprfl árið 2002. Sam- kvæmt ákæru greip hann þá undir höku hennar, lyfti henni upp og slengdi utan í vegg. Daginn eftir kýldi hann konuna í hendur, bak og herðar og tók svo hálstaki. Konan hlaut yfirborðsáverka auk þess að togna á hálsi og öxlum. Maðurinn kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gær og neitaði sök. Kon- an fer fram á tæpar þrjár milljónir í miskabætur. Réttarhöld í málinu fara fram um miðjan næsta mánuð. Héraðsdómur Reykjaness Maðurinn neitaðisök þegar hann kom fyrir dómara ígær. Varðskipið Týr aðstoðar togbát Fóru um borð með hjartastuðtæki Skipstjórinn á togbátnum Siglu- nesi SH-22 hafði samband við varð- skipið Tý í fyrrakvöld og óskaði eftir aðstoð vegna veiks skipverja sem misst hafði meðvitund af og til. Skipin voru þá stödd á Breiðafirði. Að sögn Thorbens Lund yfirstýri- manns varðskipsins fór hann ásamt öðrum stýrimanni með léttbát varð- skipsins yfir að Siglunesi og voru þeir komnir um borð 10 mínútum síðar með skyndihjálparbúnað og hjartastuðtæki úr varðskipinu. Stýrimennirnir hlúðu að sjúk- lingnum og voru hjá honum í skip- inu þar til það kom til hafnar í Ólafs- vflc og fylgdu honum þaðan í sjúkra- bfl á heilsugæslustöðina. Eftir skoð- un læknis var hann sendur með sjúkrabfl á hjartadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss og er líðan hans eftir atvikum góð. Stýrimenn varðskipsins eru lærð- ir sjúkraflutningamenn og hafa m.a. Varðskip Stýrimenn varöskipsins eru lærðir sjúkraflutningamenn og hafa m.a. starfað sem sigmenn um borð I þyrlum starfað sem sigmenn um borð í þyrl- um Landhelgisgæslunnar. Þeir hafa einnig verið í starfsnámi á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Þekking þeirra hefur oft á tíðum komið að góðu gagni þegar menn veikjast úti á sjó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.