Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Eiríkur Jónsson er heiðarlegur og góður drengur. Hefur hæfileika til að leysa vandamál og sjá úr- lausn I erfiðum málum. Hann hefur sýnt I erfíðum samninga- viðræðum hve góða heildarýn hann hefurámálinu og setursig vel inn I það semhannerað vinna að. Eirikur getur verið þrjóskur og staðfastur og gefur ekki svo auðveldlega eftir. Kostirnir vega upp í gallana og segja má að gallar hans séu oft á tíö- um einnig kostir. Um 60 fyrirtæki eiga lögum samkvæmt aö skila inn grænu bókhaldi. Af þeim hafa aðeins rúmlega 20 skilað inn fullnægjandi gögnum. Umhverfisstofnun segir miður að fyrirtæki séu með umhverfismál sín í ólestri. Eitt af þeim fyrirtækjum sem ekki hefur skilað er HB Grandi hf. Guðmundur Páll Jónsson sem er í forsvari fyrir um- hverfismál fyrirtækisins segir þá einfaldlega hafa farið of seint af stað. HB Grandi svíkst nndan aö skila grænu bnkhaldi „Hann er fyrst og fremst heiðarlegur og traustur, úrræðagóður sem felst I þvíaðhanná auðveit með aðfmna góðar lausnir og þolinmóður. Hann getur verið skemmtilegur og svo má ekki gleyma aðhann er góöur kokkur. Verra erað telja upp gallana en ætli hannsé ekki þrjóskur en án þess þó að vera óbilgjarn. Þá er hann gjarn á að gleyma eigin veiferð og lætur sjáifa sig sitja á hakanum. Svo er hann stundum dálltið latur." Björg Bjarnadóttir formaður félags leik- skólakennara og eignkona Eiríks. „Hann er sannur Iþrótta- maður hvort sem er á íþróttavelli eð við samn- ingaborðið. Hann erfylg- inn sér og einarður. Mjög töluglöggur og hefur gott minni, á auðvelt með að halda heildarsýn yfir flókin málogfinna iausn á vanda. Hann er glaðlyndur og hef- ur gaman afað segja sögur og not- ar þær til að skýra mál sitt. Siðan og ekki síst er Eirikur réttlátur með hjartað á réttum stað." Helgi E. Helgason upplýsingafulltrúi Kennarasambandsins. „Hann er elskuríkur maður, þægitegur á allan hátt staðfastur og glaðlyndur. Svoerhann svo vel kvænt- ur. Kannski erhann þrár en erþað ekki það samaogað vera staðfastur?" Sr. Karl Matthíasson sóknarprestur og vin- ur. Eiríkur Jónsson er formaöur Kennarasambands Islands sem boöaö hefur til verkfalls kennara síðar i þessum mánuöi. Hann er fæddurþann 6. júlí 1951 í Reykholti í Borgarfíröi og var lengst afkennari aÖ Kleppjárnsreykjum og var um tíma skólastjóri á Blönduósi. Hann er kvæntur Björgu Bjarnadóttur og sameiginlega eiga þau sex börn, Eiríkur á tvö en Björg fjögur. „Við fórum því miður of seint af stað," segir Guðmundur Páll Jónsson sem vinnur að umhverfismálum fyrir HB Granda hf. Fyrirtækið fékk þriggja mánaða frest til að skila inn grænu bók- haldi en sá frestur rann út 1. september. Enn er ekkert bókhald komið frá fyrirtækinu sem slæst þar í hóp um 40 fyrirtækja sem ekki hafa skilað grænu bókhaldi á réttum tíma. Umhverfisstofn- un vonast til þess að brátt sjái fyrir endann á bókhaldsmálinu sem er allt í ólestri. „Það eru náttúrlega liðnir þrír mánuðir fram yfir fyrsta frest,“ segir Egill Þ. Egilsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofriun. „Skilin hafa ekki verið eins og við vildum hafa þau en við sjáum vonandi fram á að öll fyrir- tækin á listanum muni skila inn grænu bókhaldi." Árið 2004 er fyrsta árið sem fyrir- tæki eru skyldug til að skila inn grænu bókhaldi. Á heimasíðu Um- hverfisstofnunar segir að grænt bók- hald sé hugtak sem notað er víða í þjóðfélaginu og ýmsir ferlar séu kail- aðir því nafni. Á heimasíðunni segir: „Grænt bókhald sem hér um ræðir er einungis það sem starfsleyfisskyld fyrirtæki þurfa að framkvæma í sam- ræmi við reglugerð um grænt bók- hald.“ DV neitað um upplýsingar Á heimasíðu Umhverfisstofhunar er einnig að finna lista yfir þau fyrir- tæki sem hafa skilað inn grænu bók- haldi. DV sótti um á grundvelli upp- lýsingalaga að fá vitneskju um þau fyrirtæki sem ekki hafa skilað inn grænu bókhaldi en var hafnað. Þó fékkst heildarlistinn yfir þau fyrirtæki sem eiga að skiia inn grænu bókhaldi en þau eru 61 talsins. Af þeim fyrirtækjum hafa rúmlega 20 skilað inn fitllnægjandi upplýsing- um. Um 40 fyrirtæki hafa því enn svikist undan að skila grænu bók- haldi og hefur Umhverfisstofhun AF HEIMASÍÐU HB GRANDA HF. Hjá HB Granda hf. er lögö áhersla á: Að tryggja heilnæmi afurða og gaeða- stjórnun við framleiðslu þeirra Að umgangast auðlindir sjávar af ábyrgð Að hámarka nýtingu á hráefnum Að koma í veg fyrir orkusóun Að nota fjölnota umbúðir þar sem því verður við komið Að nota umhverfisvæn efni Að umgengni um fyrirtækið sé til fyrir- myndar Markmiðið er: Að efla hugsun stjórnenda og annarra starfsmanna um bætta nýtingu aðfanga Að tryggja það að fyrirtækið skaði ekki umhverfi sitt Að bæta umhverfisímynd fyrirtækisins og framleiðslu þess sem hvort tveggja leiðir til betri markaðsstöðu Að byggja upp hæfni, þekkingu og áhuga á meðal starfsmanna á bættum rekstri og öðlast þannig ávinning bæði í fjármálum og umhverfismálum. fengið undanþágubeiðnir í hendum- ar frá þeim fyrirtækjum. Grandi með bókhald í vanskil- um Eitt af þeim fyrirtækjum sem bæði hefur fengið áminningu og frest er Kristján Þór Davíðsson fram- kvæmdastjóri Granda hf. Fyrirtækið hefur enn ekki skilað inn grænu bókhaldi þrátt fyrir þriggja mánaða frest. HB Grandi hf. sem er með stærri fyr- irtækjum á íslandi. Guðmundur Páll Jónsson vinnur að umhverfismálum á vegum fyrirtækisins en frestur HB Granda til að skila grænu bókhaldi rann út 1. september. „Ég vona að þetta skýrist á næstu dögum og vikum," segir Guðmund- ur. „Þetta hefur tekið meiri tíma en við ætluðum en það er engan bilbug á okkur að finna.“ Forstjórar óánægðir DV ræddi við ýmis fyrirtæki sem voru á svörtum lista Umhverfisstofn- unar. Ýmsir báru þessari nýju reglu- gerð ekki góða söguna og sögðu erfitt að uppfylla þau skilyrði sem þeim væru sett. Forstjóri eins fyrirtækis sagði ekkert fordæmi í Evrópusam- bandinu fyrir reglugerð sem þessari - fyrir utan Danmörku. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra fór í upphafi af stað með hug- myndina um græna bókhaldið. Hún vildi ekki tjá sig um máfið þegar DV hafði samband við hana; sagðist upptekin við að skoða nýju skrifstof- una sem hún mun fá eftir að ráð- herraskiptin ganga í garð. Guðmundur hjá HB Granda hf. segir menn auðvitað geta haft ýmsar skoðanir á lögum og reglugerðum en „við munum skila af okkur á næstu vikum". simon@dv.is FáekkiSkjá einn Forráðamenn Skjás eins hafa ákveðið að setja ekki upp endurvarpssenda fyrir sjónvarpsstöðina á Patreks- firði og í Bolungarvík í bifi. fbúar bæjanna tveggja stóðu fyrir söfhun í sumar til að borga fyrir sendana á móti Skjá einum. Magnús Ragnarsson sjónvarpsstjóri segir í samtafi við Bæjarins besta ástæðu þess að send- amir verða ekki settir upp vera kaup Símans í Skjá ein- um. Hann sagðist ætla að óska eftir því við Símann að tryggja útsendingar stöðvar- innar í bæjunum í framtíð- inni með svokallaðri DSL- tækni í gegnum koparkerfið. Ekki er ljóst hvenær eða hvort af því verður. Heimilismaður játar ikveikju Efasemdir um sakhæfi fatlaðs brennuvargs Heimilismaður á sambýfi fatlaðra við Skútagil á Akureyri játaði í dag fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra að hafa borið eld að skáp í íbúð sinni á sambýfinu með þeim af- leiðingum að eldur breiddist út um íbúðina og stofnaði þar með lífi og limum fimm annarra heimifismanna í hættu. Atburðurinn sem um ræðir átti sér stað laugardaginn 24. janúar á þessu ári en sem fyrr segir er mann- inum sem er á fimmtugsaldri gefið að sök að hafa vísvitandi kveikt eld í íbúð sem hann hafði til umráða á sambýfinu sem varð til þess að þremur af fimm vistmönnum varð að bjarga af efri hæð hússins með aðstoð reykköfunartækja. Með því hafi maðurinn stofnað lífi vistmanna í hættu og valdið eignatjóni. Maður- inn sem er fatíaður og bjó á sambýl- ■1 m vro f ... Eldsvoði Fyrrverandi heimilismaður á sam- býli á Akureyri viðurkenndi fyirir fyrir Héraðs- dómi Norðurlands eystra að hafa kveikt eld í Ibúð sinni þann og með þvi ógnað lífi og iim- um annarra heimilismanna. Myndin tengist ekki efni greinarinnar. inu fram að brunanum viðurkenndi brot sitt við þingfestingu fyrir hér- aðsdómi í gær en aðalmeðferð máls- ins mun fara fram 24. september næstkomandi. Dómurinn mun þá einnig taka tillit til sakhæfis manns- ins. helgi@dv.is Tvitugur Breti sleppur létt frá kynmök- um við grunnskólabarn Dómarinn telur barnið bera sökina Barnaverndarsamtök í Bretíandi eru æf vegna nýfallins dóms þar sem tvítugur karlmaður sleppur billega eftir að hafa haft mök við tólf ára stúlku. Ákærði, sem heitir Michael Barret, var átján ára þegar atburður- inn átti sér stað og lýsti því fyrir dómnum að hann hefði kynnst stúlkunni á einni af spjallrásum netsins. Þau hittust í kjölfarið á heimili stúlkunnar og höfðu kyn- mök í tvígang. „Stúlkan vildi kynmökin og ég sé ekki að um nauðgun sé að ræða," sagði dómarinn við dómsupp- kvaðninguna en bætti við að Michael Barret skyldi þó fara að hegða sér betur. Barrett sætir engri refsingu annarri en þeirri að verða skráður á lista yfir kynferðisglæpa- menn næstu tvö árin. Máfið hefur vakið mikla athygli Bristol Málið var tekið fyrirldómshúsi I Bristol á Englandi. og ýmis barnaverndarsamtök hafa brugðist hart við. Þau segja dóminn óafsakanlegan og senda röng skila- boð til ungra manna. Það sé engin leið fyrir stúlkubörn undir sextán ára aldri að taka yfirvegaða ákvörð- un um kynlíf. Ný lög er varða kynmök við börn tóku nýverið gildi í Bretíandi en samkvæmt þeim eru kynmök við börn undir 13 ára aldri skilgreind sem nauðgun. Nýju lögin ná ekki yfir Barret þar sem glæpurinn var fram- inn fyrir tveimur árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.