Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2004, Síða 17
r DV Fréttir FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 17 kaupum í stað 398 kr. Kflóið af íslensku blómkáli og spergilkáli er á 189 kr. og gulrófur eru á 139 kr. í stað kr. Kíló af kostar nú 98 kr. en kostaði áður 119 kr. Brauðskinka frá Kjötbankanum kostar 698 kr. í stað 998 kr. áður og reykt skinka kostar 798 kr. en kost- aði áður 998 kr. Herralagernum Outlet. Þar fást ein- lit jakkaföt á 19.990 kr. í stað 39.980 kr. áður. Teinótt jakkaföt kosta nú 22.490 kr. í stað 44.980 kr. Veittur er 50 til 60% af- sláttur af jakkaföt- um frá ýmsum framleiðendum. • Kalóið af íslensk- um gulrótum kostar nú 169 kr. í Fjarðar- • í Bónus kostar kíló af KF hangiframparti með beini 599 kr., kfló af ffosnum kjúkiingabringum kostar 1.199 kr. í stað 1.399 kr. og kíló af frosnum lambahjörtum kost- ar 179 kr. í stað 199 kr. áður. Einn og hálfur iítri af Bónus- appelsíni kostar 69 kr og hálfur lítri af Thule léttbjór kostar 49 kr. í stað 59 kr. áður. I>V hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Kransæðasjúkdómur getur byrjað snemma og hefur fundist á byrjunarstigi hjá 15 til 17 ára karlmönnum, hann er þá oft tengdur erfðum. Vitað er að reykingar, bæði beinar og óbeinar, auka líkur á að sjúkdómurinn myndist, segir Sigurpáll Schev- ing hjartalæknir. Áhænuþættir sem maöur fær breytt og ekki breytt „Við vitum ekki hvað veldur æðakölkun yfirhöfuð, en við æða- kölkun safnast fita upp í æðavefjunum sem kalkar seinna þegar sjúkdómurinn er mjög langt genginn. Við notum þetta gamla heiti enn því að við krufningar hér áður fyrr urðu læknar varir við að æðar sumra voru orðnar kalkaðar. En menn vissu ekki þá af hverju," segir Sigurpáll Scheving, sérfræðingur í hjarta- og æðasjúkdómum. „Kransæðasjúkdómur getur byrjað snemma og hefur fundist á byrjunar- stígi hjá 15 til 17 ára karlmönnum, þá strax er hægt að sýna fram á að fita sé farin að safnast upp í æðaveggjum. Sjúkdómurinn hefur einnig greinst hjá bömum með ættgenga hækkun á blóðfitum. Við vitum ekki nákvæm- lega af hverju þetta gerist en við vitum að sjúkdómurinn er tengdur ákveðn- um hlutum, til dæmis erfðum. Ef ein- hver karlmaður í ættinni hefur fengið kransæðasjúkdóm á besta aldri, milli fertugs og fimmtugs, þá em meiri lík- ur á að sonur hans eða bræður fái hann einnig. Sjúkdómurinn er einnig algengari hjá karlmönnum," segir Sig- urpáll. Einnig verður sjúkdómurinn algengari með hækkandi aldri. Þeir áhættuþættir sem maður getur ekki breytt em því aldur, að vera karlkyns og að sjúkdómurinn sé í ættinni." Lífstíll fólks „En svo em áhættuþættir sem maður getur haft áhrif á, eins og reyk- ingar, háar blóðfitur, hár blóðþrýst- ingur og sykursýki. Reykingar em mjög stór áhættuþáttur fyrir æðakölk- un, það er að segja að þessi sjúkdóm- ur byrji að myndast," segir Sigurpáil. „Háar blóðfitur em stundum ætt- gengar en geta tengst lífstQ eins og mataræði og hreyfingarleysi. Hár blóðþrýstingur er líka áhættuþáttur en hann getum við greint og með- höndlað auðveldlega. Sumir sjaldgæf- ir sjúkdómar valda háum blóðþrýst- ingi en í flestum tilfellum vitum við ekki af hverju sumir fá háan blóð- þrýsting. SyJoirsýki er lika mjög stór áhættuþáttur í kransæðasjúkdóm- um,“ segir Sigurpáll. „En við getum haft áhrif á alla þessa áhættuþættí og því betur sem þeir em meðhöndlaðir því minni líkur em á að fólk fái æða- kölkun eða kransæðasjúkdóma. Offita er að verða mikið vandamái hér á landi sérstaklega hjá ungu fólki og gætí það átt þátt í að auka tíðni kransæðasjúkdóma í framtíðinni. Dauðsföllum hefur fækkað „Dauðsföllum af völdum kransæðasjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi hefur fækk- að en sjúkdómurinn er enn til staðar. Eftír síðari heimsstyrjöldina hefur tíðni dauðsfalla lækkað, sérstaklega síðustu 25 ár. Bæði vegna aukinna for- vama, fólk er meðvitaðra um heilsu sína og fleiri og fleiri hætta að reykja. En einnig vegna mjög mikilla fram- fara í meðferð kransæðasjúk- dóma eftir að ein- kenni þeirra koma ffam. Kransæða- sjúkdómur veldur því að æðamar þrengjast með tim- anum og kransæða- stífla verður þegar blóðtappi myndast í þrengingunni og lokar æðinni. Þá fær viðkomandi verk og einkenni og þarf að komast á sjúkrahús sem fýrst því ástandið getur endað með hjarta- stoppi. Hreyfing er mikilvæg Meðferðin við æðakölkun beinist að áhættuþáttunum, því að fá fólk til að hætta að reykja, meðhöndla háa blóðþrýstinginn og sykursýkina og fá fólk til að hreyfa sig og borða hollan mat. Hreyfing er gríðarlega mikilvæg, ekki endilega á líkamsræktarstöðvum heldur bara með sundsprettí eða gönguferð," segir Sigurpáll. „Við vitum að reykingar auka líkumar á að fólk myndi sjúkdóminn og æðakölkunarferlið byrji. Þetta á líka við um óbeinar reykingar. Það er eitthvað í sígarettureyknum sem ekki bara kemur af stað myndun æðakölkunar heldur eykur líka líkumar á því að fólk fái kransæðastíflu. I einu fylki í Bandarikjunum vom reykingar á opinberum stöðum bannaðar í sex mánuði og á því tímabili lækkaði Karlmenn fá frekar kransæða- sjúkdóm Við vitum að reykingar auka iíkurnar á að fólk myndi sjúk- dóminn og æðakölkunarferlið byrji. Þetta á líka við um óbeinar reykingar. tíðnin kransæða- stíflu um 60%. 1 Það var nú ekki I hægt að tengja' þetta beint sam- an en tölumar em ' engu að síður slá-1 andi.“ I Sigurpáll Schevíng hjartalæknir Dauðsföllum afvöldum kransæða- sjúkdóma og hjarta- og æðasjúk- dóma hérá landi hefur fækkað en sjúkdómurinn er enn til staðar. Eftir síðari heimsstyrjöldina hefur tíðni dauðsfalla lækkað, sérstaklega sið- ustu 25 ár. ; í Uppskrift Spergilkál í ostrusósu Spergilkálið hefur orðið vinsælla á borð- um landsmanna ár frá ári. Ekki skiptir máli hvort það er snætt beint afakrinum, soðið, steikt, grillað eða bakað, börnum jafnt sem fullorðnum finnst það herra- mannsmatur. Nú er uppskerutíminn í há- marki og hér er dýr- indis uppskrift afspergilkáli. 500 til 600 gr. spergilkál I paprika, rauð 3 til 4 hvítlauks- geirar 1 msk. olía 3 msk. ostrusósa lOOml.vatn 1 tsk.sósujafnari 1 tsk. sesamolía Stönglarnir afspergilkálinu eru skornir i þunnar sneiðar og hinu skipt í kvisti. Paprikan er fræhreinsuð og skorin I ræmur og hvítlaukurinn skorinn í þunnar sneiðar. Síðan er olían hituð í wok-pönnu eða á þykkbotna pönnu og hvítlaukurinn steikt- ur I nokkrar sekúndur. Spergilkáli og papriku er síðan bætt á pönnuna og það steikt áfram í 2 til 3 minútur og hrært stöðugt íá meðan. Ostrusósu og vatni er síðan hellt á pönnuna, lok lagtyfir og gómsætið látið malla við fremur vægan hita í um 5 mínútur, eða þar til spergilkál- ið er meyrt. Loks er sósujafnara og sesam- olíu hrært saman við. Rétturinn er borinn fram, annaðhvort einn sér með hrísgrjón- um eða meö öðrum kínverskum mat. Krakkarvilja tattú í jólagjöf Breskir krakkar hafa valið húðflúrbún- að sem jólagjöf þessa árs. Um er að ræða lita- og penslasett sem hægt er að nota með handhægum hætti við að búa til húðflúr. Það góða við þetta húðflúr er að það má þvo það burt. Útlit og tíska er augljós- lega hátt skrifuð hjá breskum krökkum því f öðru sæti yfir jólagjafir ársins er dúkka, sem kallast „Fyrirsætan mfn", og hægt er að farða og greiða á ýmsa vegu. Sportbílar og ný útgáfa Game- boy voru svo í þriðja og fjórða sætinu. Ekki er vfst að íslenskir krakkar séu á sömu skoðun en upplýsingarnar hér að ofan eru byggðar á könnun sem gerð var meðal nokkur hundruð barna. Sjónvarpið ýtir undir nlíf unglinga ingar- og skemmtiþáttum sem sýndir em á besta tíma erfjall- að um kynlíf Unglingar sem horfa mikið á sjón- eða það varpsefni þar sem fjallað er um kynlíf sýnt. Fólk verður heimskara við barneignir eða það sýnt em tvöfalt líklegri til að byrja að stunda kynlíf fyrr en jafii- aldrar þeirra. Þetta er niðurstaða bandarískrar könnunar sem gerð var á tæplega átján hundmð unglingum á aldrinum 12 til 17 ára með tólf mánaða millibili. Sérfræðingar segja að niðurstaða könnunarinnar sanni með ótvíræðum hættí að sjón- varpsefnið ýtí undir að unglingar allt niður í 12 ára fari að sýna kynlífi áhuga eða stunda það. Glápið komi ranghugmyndum að hjá unglingunum og þeir séu ófærir um að gera grein- , armun á röngu og réttu. Sér- fræðingarnir benda á að bandarískir unglingar horfi að meðaltali þrjá Uma á dag á sjónvarp og £ tveimur af hverjum þremur afþrey- Vondar fréttir fyrir foreldra ber- astnúfrá Bandarikjunum en þar i landi hafa menn komist að því að gáfnafar fólks snarminnkar við að eign ast börn. Fimm ára rannsókn leiðir þetta i Ijós og voru meðal annars lögð gáfnapróf fyrir pör sem höfðu hug á að stofna fjölskyldu. Sama fólk var svo látið þreyta gáfna- prófá ný sex mánuðum eftir fæðingu fyrsta barns. Niðurstöðurnar þykja nokkuð sláandi en það kemur i Ijós að fólk stendur sig til muna verr á gáfnaprófum eftir að frum- burðurinn er fæddur. Auk þess á sama fólk í mun meiri erfiðleikum meðaðgætahlut- leysis. „Þetta kann að skýra hversu foreldrum þyk- ir sitt barn alltaf skara framúr, hvort sem er i / £ íþróttum eða námi," segir dr. Hosung Lee, sem leiddi rann sóknina.„Fólk sem áður var gáf að og laust við þröngsýni breytist í hálfgerða brjálæðinga þeg- ar börnin eru komin á legg og þá er kennurum og þjálfurum jafnan kennt um ófarir barnanna. Sumir foreldrar komast jafnvel á sama stig og Hómer Simpson hvað varðar gáfur," segir Lee. Alls tóku 173 pör þátt i rannsókninni og allir fengu slakari útkomu i seinna gáfnaprófinu. Að meðaltali féll fólk um 20 stig í gáfnavisi- tölunni.„Þetta sannar að börn draga úr getu fólks til að hugsa. Astæðan er af sálfræðileg- um toga en ekki líffræðilegum. Næsta skref hjá Lee og rannsóknarhópnum er að skoða hvort gáfnafar foreldra lagast eftir þvísem börnin vaxa úr grasi. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.