Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004
Fókus BV
ippifp’s
Young Buck mE HCIDD
Straight Outta
Ca$hville
'k'kÍCÍ.
Interscope/Skífan
Young Buck er þriðji
meðlimurinn í G-Unit
genginu til að gefa út sóló-
Plötudómar
plötu. Foringinn sjálfur, 50
Cent, á að baki hina ofur-
vinsælu Get Rich Or Die
Tryin’ og Lloyd Banks sendi
frá sér The Hunger For
More í sumar. Þó plata
Lloyd Banks hafi verið al-
veg þokkaleg þá er þessi
nýja plata Young Buck tölu-
vert betri. Straight Outta
Ca$hville fylgir sömu meg-
inuppskrift og aðrar plötur
G-Unit. Rappið og textarnir
eru harðir, en tónlistin er
einföld og vel pródúseruð
með grípandi viðlögum.
Hér er nóg af flottum lög-
um, t.d. smáskífulagið Let
Me In, Welcome To The
South (sem David Banner
er gestur í), Bang Bang og
Shorty Wanna Ride.
Trausti Júlíusson
The Velvet 1 " • -
Underground J ; -Jjl;
LiveatMax's
Kansas City Deluxe Taa - -• |
★ ★★★
Rhino/Skífan
Live At Max’s Kansas
City var hljóðrituð á síðustu
tónleikum Lou Reed með
Velvet Underground sem
haldnir voru á þessum
fræga tónleikastað í New
York 23. ágúst 1970. Hljóm-
sveitin spilaði tvö sett þetta
kvöld og á þessari nýju
deluxe útgáfu af plötunni
eru þau bæði í heild sinni.
Live At Max’s Kansas City
hefur alltaf staðið í skugg-
anum á Live 1969 sem er
besta tónleikaplata Velvet
Underground, en þegar
maður hlustar á þessa tón-
leika í heild sinni í dag þá
gerir maður sér grein fyrir
að jafnvel í dauðateygjun-
um var Velvet Under-
ground flöttari hljómsveit
heldur en flestar rokksveitir
á hátindi ferilsins. Hér er
nóg af smellum: Sweet
Jane, Waiting For The Man,
Sunday Morning, Femme
Fatale...
Traustijúlíusson
The Thrills
Let's Bottle
Bohemia
'k'ki.
EMI/Skífan
írsku strákamir í The
Thrills slógu í gegn með
plötunni So Much For The
City sem kom út í fyrra.
Vakti athygli að Dublin-
strákar skyldu hafa skellt
sér til Kalifomíu og samið
plötuna og tekið upp í
strandloftinu en útkoman
þótti minna um margt á
bandarískar sveitir frá sjö-
unda og áttunda áratugn-
um. Það er skemmst frá því
að segja að þessi plata er
eins og B-hliðaplata af
þeirri. Lögin hljóma öll
svipað, létt popprokk með
„strandarblæ”, en eru bara
ekki næstum því eins góð.
Ekki slæm plata, en tals-
verð vonbrigði þó.
Höskuldur Daöi
Magnússon
„Nafn þessarar hljómsveitar er Talking Heads“
Rómuð tónleikaplata endurútgefin
Bandariska hljómsveitin Talking
Heads var starfandi á árunum 1974-
E 1997. Hún var eitt af aðalnöfnunum
á CBGB's senunni i New York á seinni
hluta áttunda áratugarins og sendi
frá sér nokkrar frábærar plötur,
þ.á.m. Talking Heads (1977), More
Songs About Buildings & Food
(1978), Fear of Music (1979) og
Remain in Light (1980). Árið 1982
kom út tónleikaplatan The Name of
This Band Is Talking Heads sem var
safn af tónleikaupptökum frá árun-
um 1977-1981. Hún þótti sérstak-
lega vel heppnuð. Þessi plata var af
einhverjum ástæðum ekki gefin út á
geisladiski fyrr en núna um daginn.
Nýja útgáfan sem kemur úr
smiðju Rhino fyrirtækisins er tvöföld
og inniheldur ekki bara lögin 17 sem
voru á upprunalegu útgáfunni held-
ur 16 lögað auki. Ámeðal aukalag-
anna má nefnaThe Big Country,
Heaven, Psycho Killer, Warning Sign,
Once In a Lifetime og Born Under
Punches.
TalkingHeads varskipuðþeim
David Byrne (söngur, gítar), Jerry
Harrison (gitar, hljómborð), Tinu
Weymouth (bassi) og Chris Frantz
(trommur). Þrátt fyrir mikinn áhuga
bæði hjá aðdáendum og hjá öðrum
meðlimum hefur David Byrne enn
ekki tekið í mál að endurvekja sveit-
2. (3) The Libertines - Can't
Stand Me Now
3. (4) Blonde Redhead - Equus
4. (2) Nick Cave - Nature Boy
5. H Mocky - Mickey Mouse
Muthaf***ers
5 (5) Cornershop - Topknot
7. (7) Dizzee Rascal - Stand Up
Tall
8. H Mylo-DropThePressure
9. (-) Goldie Lookin’Chain -
Guns Don't Kill People, Rappers Do
10 J9) The Futureheads -
Decent Days And Nights
Hljómsveitin The Futureheads er skipuð fjórum strákum frá
Sunderland. Fyrsta plata hennar, sem ber nafn sveitarinnar,
hefur fengið frábærar viðtökur beggja vegna Atlantshafsins.
Trausti Júlíusson tékkaði á sveitinni sem verður hiklaust talin
ein af efnilegustu nýju rokksveitum ársins 2004.
rlfjuð upp
Það er ekki nóg með að fýrsta
Oasis-platan sé nýkomin út í tvö-
faldri nostalgíu-DVD útgáfu
heldur er DVD-platan Star-
shaped með Blur væntanleg
4. október. Þar er saga
■ sveitarinnar frá 1991 -
1994rakinmeðheimild-
v . armynd, tónleikum
(m.a. Reading 1991 og
Glastonbury 1992). Star-
shaped var fáanleg á myndbandi
á sínum tíma, en þessi nýja út-
gáfa er hlaðin aukaefni.
með Raveonettes
Maureen Tucker,
oftast kölluð Mo,
var trommuleikari
The Velvet Und-
erground. Eftir að
hún hætti í sveitinni
hefur hún mest verið að
ala upp böm, en rokkar alltaf
smá inn á milli. Hún á að baki
nokkrar sólóplötur og nú er
danska sveitin The Raveonettes
búin að fá hana til þess að spila í
fimm lögum á þriðju plötu sveit-
arinnar sem er í vinnslu.
„Þetta var algjör martröð. Þegar
við vomm búnir að taka plötuna
upp vorum við ekki ánægðir þannig
að við tókum níu lög upp aftur," seg-
ir Barry Hyde söngvari og gítarleik-
ari The Futureheads um nýju plöt-
una þeirra, „Þetta tók okkur eitt og
hálft ár. Ég var á barmi taugaáfalls.
En við náðum að gera plötu sem við
erum mjög stoltir af." Og þeir mega
alveg vera stoltir. Þetta er flott plata.
Franz Ferdinand og New
Cross senan
The Futureheads hefur oft verið
líkt við Franz Ferdinand. Ekki af því
að tónlistin sé alveg eins heldur af
því að sveitirnar þykja hafa svipaðan
bakgrunn, þær nálgast tónlistina á
svipaðan hátt og þær sækja að ein-
hverju leiti áhrif til sömu fyrirmynd-
anna. Bæði Futureheads og Franz
Ferdinand tilheyra nýrri kynslóð
breskra rokksveita sem einkennist af
spilagleði og því að gera hlutina á
eigin forsendum, en eltast ekki við
kröfur eða óskir plötuútgefenda. í
London er þessi sena kennd við New
Cross sem er hverfi í Suð-Austur
á leiðinni
Slóvenska hljómsveitin Lai-
bach er sameiginleg fýrirmynd
Ham og Rammstein. Hún var
stofnuð íTrbovlje í Júgóslavíu 1.
júní 1980. Nú í október kemur út
með henni safnplatan Anthems
sem inniheldur m.a.
þeirra útgáfur af lög-
um eins og
Sympatliy For The
Devil, Final Count-
down, In the Army
Now, Get Back og
Geburt Einer Nation.
tilbúin
Breska hljóm-
sveitin The Fall,
sem er væntanleg
tfl fslands í þriðja
sinn og mun spUa á
tónleikum í Austurbæ 18. nóv-
ember, er búin að taka upp nýja
plötu. Hún heitir Interim
og hefur að geyma 11
lög. Flest þeirra eru ný,
en einhver eru endur-
gerðir af gömlum
meistarastykkjum. Auk
þess er von á tveimur tvö-
földum DVD-pökkum með tón-
leikaupptökum, Access AU Areas
1 og2.
London sem er einna þekktast fyrir
Goldsmiths-skólann, en þar var Blur
einmitt stofnuð. Þar hafa verið öfl-
ugir tónlistarbarir, þ.á.m. Paradise
Bar og þar hafa sveitir eins og Art
Brut og Bloc Party verið að gera það
gott undanfarna mánuði. En eins og
Franz (Glasgow), The Zutons (Liver-
pool) og The Futureheads (Sunder-
land) sanna þá er þessi sena virk út
um allt Bretland.
Nafnið fengið frá Flaming
Lips
The Futureheads varð til í æsku-
lýðsmiðstöð í Sunderland árið 2000.
Þetta er miðstöð þar sem hljóm-
sveitir fá ókeypis æfingaaðstöðu
sem rekin er fyrir peninga frá breska
lottóinu. Það eru fjórir meðlimir í
The Futureheads. Þeir syngja allir,
en Barry Hyde og Ross Millard spila
líka á gítara, Jaff spilar á bassa og
Dave Hyde, litíi bróðir Barrys spilar
á trommur. í dag eru þeir á aldrin-
um 18 til 21 árs.
Nafnið The Futureheads er feng-
ið úr gömlu Flaming Lips lagi („Hit
To Death In The Future Head").
Meðlimirnir nefna jafn ólíka tónlist-
armenn og Devo, Queen, Fugazi,
Steve Reich, Buzzcocks, Shellac og
Kate Bush sem áhrifavalda, en þegar
maður hlustar á plötuna þeirra detta
manni frekar í hug pönk-sveitir eins
og The Jam, XTC og The Clash þó
The Futureheads geri hlutína á sinn
hátt og það sé alls ekki hægt að
halda því fram að þetta sé ein-
hver hermisveit.
Það eru 15 lög á plötunni sem
er gefin út af 679 plötufyrirtæk-
inu (sem gefur út The Streets).
Hún er bæði kraftmikil og fersk. Og
hefur líka fengið frábæra dóma út
um allt, hvort sem við tölum um
bresk blöð eins og NME og Mojo eða
vefsíður eins og Pitchforkmedia eða
Playlouder. Hljómsveitin tók plöt-
una upphaflega upp undir stjórn
fyrrum Gang of 4 gítarleikarans
Andy Gill, en var ekki alveg sátt við
útkomuna þannig að þeir tóku meir-
hluta laganna upp aftur og nú undir
stjórn Pauls Epworth sem hafði ver-
ið hljóðmaður hjá sveitum eins og
The Rapture, Liars, LCD Soundsy-
stem og The KiIIs.