Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Page 29
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 16. OKXÓBER 2004 29
helsta tónlistarstefnan núna. Ótal-
margir eru að gh'ma við þetta form,
ekki síst yngri tónlistarmenn.Jafnvel
Bubbi Morthens er að gera sína
fyrstu köntríplötu. „Já, er það. Ég hef
nú ekki heyrt hana nema einhver lög
svona í útvarpinu. Hann hefur nátt-
úrlega í gegnum tíðina verið svoh'tið
köntrí. Mikill gítar og þjóðlagablær
yflr mörgum laga hans. Og textar
sem taka á ýmsum málum sem
liggja fólki næst."
Björgvin er ekki heldur búinn að
sjá heimildarmyndina Blindsker,
sem er um Bubba. En þar er meðal
annars tekið á hinni lífseigu þrætu
um það þegar Bubbi söng í laginu
Rækjureggí: „Ég er löggiltur hálfviti,
hlust’á HLH og Brimkló."
„Já, viltu tala um það? Nei, sko. Ef
grannt er hlustað má heyra að Bubbi
er auðvitað fyrst og fremst að skjóta
á fólkið sem var að hlusta á okkur.
Þetta sama fólk var líka að hlusta á
hann. Breiður hópur. Og í laginu
Bolur inn við bein á Smásögum
skjótum við til baka, en góðlátlega.
Við erum að fjalla um „plain" mann,
sem er bolur inn við bein, er níu tii
flmm maður, vill kaffið svart, vill
hafa þetta einfalt, ekkert sushi og
vesen, hann fílar Elvis og hann fílar
Bubba af því að hann er bolur inn
við bein og stoltur af því. Við erum
að tala öðruvísi um þá sem filusta á
Bubba en hann gerði um þá sem
hlustuðu á Brimkló. Af meiri virð-
ingu. Segjum þetta eðalfólk."
Björgvin segir meirihluta fólks
svo sem ekkert vita um hvað er verið
að ræða. Nýjar kynslóðir hafa komið
fram en þegar Bubbi var með sín
skot var Brimkló ríðandi um héruð
ár eftir ár, tók mið af Ragga Bjarna
og Sumargleðinni og fleiri slíkum
með vinsælu tónleikahaldi um land
allt. Svo sló HLH rækilega í gegn og
tók sitt pláss. „Þá var bara ein út-
varpsstöð og eðlilegt að ungir menn,
eins og Bubbi var þá, vildu sitt pláss.
Þegar ég var að byrja í þessu var ég
svo „skver" að ég vildi helst fara í
FÍH og vera alvöru tónlistarmaður,
taka mér Ragga Bjarna og Hauk
Morteins til fyrirmyndar, enda bar
ég og ber mikla virðingu fyrir þeim."
Ekkert iafnast á við sviðið og
góða híjómsveit
Óneitanlega er landslagið breytt
frá því Brimkló var stofnuð 1972 og
fóru upp úr því um og trylltu lýðinn
- alls staðar troðið hús og jafnvel oft
í heila viku. Grýtta brautin malbikuð
orðin og ekki eins mikið ryk. „Já, þá
var stuð í þessu. „The wild wild
north" eins og við kölluðum það.
Það var mikið ævintýri og þá var
þetta líka allt svo nýtt. Nú er áreitið
orðið svo miklu, miklu meira og
dagurinn flýgur áfram. Fólk verður
beinlínis eftir sig í dagsins önn.
Stöðug mötun upplýsinga og skotið
er á þig úr öllum áttum."
En er þá nokkuð upp úr þessu að
hafanúna?
„Það er upp og ofan. Stundum
eru þetta sæmileg laun. Stundum
stöndum við algerlega fyrir þessu
sjálfir, fáir koma og eftir stendur
kostnaðurinn sem við verðum að
bera sjálflr. Fiestir okkar eru í öðrum
verkefnum því erfitt að lifa á þessu
eingöngu. Þetta er svo lítill markað-
ur.“
Og Björgvin nefiiir athyglisvert
fyrirbæri sem heita má þjóðfélags-
breyting, en það er kaffihúsamenn-
ingin. Hann merkir breytingu á und-
anförnum fjórum árum. Áður hafði
bjórinn breytt miklu og pöbbarnir.
„Nú er þetta orðið meira eins og er-
lendis, fólk situr á kaffihúsum á
kvölds og morgna og skrafar. Það er
bara gott mál. Við erum orðnir
kosmópólítan og þá krefst þetta
annarrar einbeitingar."
Menn þurfa með öðrum orðum
að vera útsjónarsamir þegar þeir
reka band af þessari stærðargráðu.
„Hugsanlega gæti verið hag-
kvæmara að reka lítinn bát með
fámennari áhöfir. En við viljum hafa
þetta svona. Og það er gríðarlega
dýrt. En aðalatriðið er að enn er
gaman. Ekkert jafnast á við það að
vera á sviðinu með góða hljómsveit,
það er fullt í kofanum og viðbrögð
ffá fólki. Við erum aldeilis ekki að
fara í okkar síðustu sjóferð enn þá.“
jakob@dv.is
Brimkló eru að
ræsa vélarnar með
nýja plötu í far-
teskinu. í þessu
viðtali fer Björgvin
Halldórsson aðeins
í saumana á kán-
trí-tónlistinni, eða
„köntrí” eins og
hann vill kalla fyr-
irbærið sem nú
tröllríður öllu á ís-
landi. Sterk meló-
dían og texti sem
segir sögu er að
virka. Og þar fara
boltarnir i Brimkló
fremstir í flokki,
syngja um bolinn
og tala af virðingu
um þá sem hlusta
á Bubba
urlega góð lög og góða texta og hver
texti er sögubrot. Segir sögu. Við
erum með texta eftir Jónas Friðrik,
Ómar Ragnarsson, sem samdi fyrir
Brimkló á sínum tíma, og Kristjáns
Hreinsson og fleiri góðir. Ég á þarna
part í texta líka. Textarnir eru sér-
staklega góðir. Við gerðum plötu
sem hét Sannar dægurvísur. Þar
voru lög eins og „Nína og Geiri",
„Herbergið mitt" og svona dægur-
vísur. Þá kom út safnplata fyrir
nokkrum árum sem heitir Sígildar
sögur. Það má líta á þetta sem eins-
konar þríleik."
Talað beint tii hlustandans
Og þá er skírskotunin ekki síðri
þegar tegund tónlistarinnar er ann-
ars vegar. Brimkló má heita sú
hljómsveit sem fer fremst í flokki
allra þeirra íslendinga sem flutt hafa
kántrí-tónlist.
„Köntrí. Ég segir alltaf köntrí. Það
er þá svona landstónlist. Hún bygg-
ist upp á einföldum en samt flókn-
um lögmálum: Sterkri melódíu,
flauelsmjúku en þéttu hljómfalli og
sterkum texta sem talar beint til
hlustandans - kitlar eyrað."
Björgvin segir Brimkló aldrei hafa
lagt uppúr því að vera skáldlegir.
„Haustlaufin falla og himininn hlær.
Það er sterk melódían og svo textinn
sem ber þetta uppi. Við höfum gert
þó nokkuð af plötum, þessi er núm-
er sex, og við viljum tala beint til
hlustandans."
Á Smásögum eru frumsamin lög
og erlend sem hafa verið staðfærð.
Að sögn Björgvins eru Brimklóarliðar
mjög ánægðir með hvemig til hefur
tekist. Textarnir em fullorðnari en í
gömlum lögum á borð við Las það í
Samúel og Greiddi í píku svo dæmi
séu nefnd. Vissulega er slegið á létta
strengi en kominn er eilítið alvarleg-
ur tónn í textana. Kannski eðli máls-
ins samkvæmt. „Menn eldast og við
færumst stöðugt nær endastöðinni."
Brimkló Fer landleiðina til Akureyrar í dag -„köntríróds“-og það er alltafjafn gaman I rútunni. Stundum flýgur engill, þögn og svona en sög-
urnar eru óteljandi.
Bolurinn vill ekkert sushi og
vesen
Svo virðist sem „köntríið" sé
Enn eitt portrettið af mér?
Nei, er það? Ég var að
senda ykkur splunkunýjar
myndir af bandinu. Já, þið
hringduð í mig í gær og
voruð eitthvað að spyrja mig hvern-
ig ég hefði það. Einhver gúrka. Þegar
það er mikið að gera hjá Geira Óla og
Gauja litla er hringt í mig," segir
Björgin Halldórsson - sjálfur Bó.
Klikkar ekki. Klikkar aldrei.
Hljómsveitin Brimkló blæs til
stórdansleiks á Akureyri í kvöld. „Ak-
ureyringar og nærsveitarmenn.
Stórdansleikur á Oddvitanum, Akur-
eyri á laugardagskvöldið. Það er
hljómsveitin Brimkló sem leikur ffam
á rauða nótt. Brimkló hefur ekki leik-
ið fyrir norðan í marga mánuði og því
kominn ú'mi til að sleppa almenni-
lega fram af sér beislinu í góðu stuði
með Brimkló á Akureyri. Munið
stórdansleikinn í Oddvitanum, Akur-
eyri með hljómsveitinni Brimkló.
Brimkló í Oddvitanum laugardags-
kvöld," segir í fréttatilkynningu frá Bó
sem hefúr tekið að sér framkvæmda-
stjóm fyrir sveitna. „Það verður ein-
hver að gera það. En í Mjómsveitinni
erum við allir fremstir meðal jafn-
ingja," segir hann og gefur lítið fyrir
spuminguna hvort hann sé ekki ör-
ugglega aðalstjarnan í Brimkló. „Ég
hef verið munstraður sem skipstjóri á
bátinn, til að halda utan um þetta og
reka."
Landleiðin „köntrí róds" að
þessu sinni
Enn glímir þessi fornfræga
hljómsveit við þjóðveginn, „þessa
grýttu braut", eins og segir í laginu.
„Grýttir vegir leynast á stöku stað.
En ekki á þjóðbrautinni lengur. Hún
var grýtt, en nú er búið að malbika.
Þetta var flott lag hjá Magga Eiríks.
Grýtt braut, rokk í því, grjót. Malbik-
uð braut? Ekki nógu mikið rokk í
því."
Er ekki erfítt að ræsa vélarnar?
„Jú, jalih, við emm að spila mikið
núna. Spilum aðra hvora helgi og
höfúm verið í Jiljóðverinu. Þetta
kemst upp í vana. Egill Ólafsson
sagði einhverju sinni, og var nokkuð
gott, að erfiðast væri að komast upp
úr sófanum. Um leið og þú kemst
uppúr honum og ert kominn af stað
lifnar allt við. Og það er nú helsti
hvatinn, auk þess sem þetta er nú
atvinna margra okkar. Og ekki
skemmir að vinna við það sem þú
hefur gaman af. Þetta er síbreytilegt
og skemmtilegt."
Brimkló er stórhljómsveit skipuð
Björgvin (söngur og gítar), Arnari
Sigurbjörns (söngur og gítar), Magn-
úsi Einarssyni (mandólín og söng-
ur), Haraldi Þorsteinssyni (bassi),
Ragnari Sigurjónssyni (trommur),
Þóri Baldurssyni (hljómborð) og
Guðmundi Ben (gítar og söngur).
Er alltaf jafn gaman írútunni?
„Stundum fljúga englarnir yfir
vötnin, þögn og svona, en það er svo
margt sem gaman er að ræða og
sögurnar óteljandi. Þetta er stórt
band í dag, sjö manns. Við höfum
ákveðið í þetta skipti að keyra. Taka
þetta landleiðina. „Köntrí róds." Og
við hlökkum til. Við höfum ekki spil-
að á Akureyri í hálft ár."
Hafnarfjörður - Memphis ís-
lands
„Nú stöndum við á tímamótum.
Við vorum að klára plötu sem heitir
Smásögur. Við „störtuðum" hljóm-
sveitinni aftur í fyrra eftir langt hlé.
Móttökurnar hjá landanum voru svo
skemmtilegar og hlýjar að við
ákváðum að halda eitthvað áfram.
Við stöldruðum við eftir túr í fyrra og
ákváðum að gera plötu. Hún kemur
út eftir viku."
Björgvin hefur gert margar plötur
í gegnum tíðina en hann segir að
sérlega gaman hafi verið að gera
hana þessa. Brimkló hefur ekki gert
plötu síðan 1986 og það þótti við
hæfi að finna skemmtilegan upp-
tökustað til sem myndi veita þeim
andagift.
„En ekki nema í Memphis ís-
lands, í Hafnarfirði. Og í gamla góða
Hljóðrita. Þar tóku gömlu innrétt-
ingarnar á móti okkur og vöktu upp
gamlar minningar."
Nafriið má heita sérlega vel valið
í ljósi sögu Brimklóar og tónlistar-
innar sem slíkrar. Björgvin segir þá
hafa gengið í nafhabanka þar sem
finna mátti hugmyndir eins og Við
heygarðshomið og Sögur. „Og svo
þetta. Smásögur. Við emm með gíf-
Björgvin Halldórsson
Ekkert jafnast ó við það að
standa uppi ó sviði með
góða hljómsveit og troðið
i kofanum.„Við erum ekki
búnir að fara okkar síð-
ustu sjóferð enn."