Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004
Helgarblað UV
Menn þykjast vita aö ekki sé hægt að kaupa hamingju fyrir peninga, en það kemur ekki í veg fyrir að
þeir eyði miklu fé i að kaupa sér vellíðan - reyndar er einhver arðsamasta iðja i heimi sú að selja þeim
sem hamingjunnar leita sjálfshjálparbækur, leiðsögn um lífsstíl og pillur. Árni Bergmann fer yfir málið
i vikulegum pistli sínum.
Kátur og glaður Fyrráárum voru viðræðu-
meðferðir einkum ætlaðar til að glíma við nei-
kvæð fyrirbæri sem hrjáöu menn - þunglyndi,
kvíða og fleira þesslegt. Nú er mestur vöxtur í
meðferðum og námskeiðum sem eiga að
magna vellíðanina sjálfa og litill vafi á þvi að
sú þróun mun halda áfram afþungum krafti.
i
iitg
* *
■-
Þetta er svosem ekki nýtt. Nú eru
til dæmis bráðum sjötíu ár síðan
Dale Camegie gaf út stórfræga bók
um hamingju velgengninnar, um
það hvemig menn afla sér vina og
hafa áhrif á aðra. En slíkum bókum
fjölgar gríðarlega ört á seinni misser-
um. Þær hafa lagt undir sig um 6% af
bókamarkaðinum í Bandaríkjunum,
enda jafnan fljótar að skjótast upp
metsölulistann - nú síðast rýkur
„Breyttu hfi þínu á sjö dögum" eftir
Paul McKenna út eins og heitar
lummur. Nafitið segir sína sögu: þau
fýrirheit um hamingju sem lofa skjót-
um árangri ganga best á markaði.
Það munar engan um að spandéra
einni viku og eiga von á að
Éffe, stíga inn í þá næstu
nýr maður og sælli.
Árni Bergmann
skrifar um leit
mannkynsins að
hamingju.
Heimsmálapistill
Er vellíðan mannréttindi?
Sjáifshjálparbækumar mörgu em
þó tiltölulega ódýr kostur í hamingju-
leitinni. Útgjöld hamingjuleitenda
taka hinsvegar undir sig stærðar
stökk þegar þeir komast í hendurnar
á ráðgjöfum eða lífsleikniþjálfurum,
sem taka að sér að útrýma áhyggjum
og magna upp bjartsýni og veflíðan
og kannski taka fyrir allcm orkuleka
eins og frægt varð hér á landi fyrir
skemmstu. Á þessu sviði gerist eigin-
lega alltof margt til að hægt sé að
alhæfa: aflt frá saklausum hugleiðslu-
æfingum til ótrúlegs samspils hind-
urvitna og hættulegra tilrauna með
að hafa endaskipti á öllum tengslum
hamingjufikils við aðra menn.
Hér er flóran endalaus að fjöl-
breytni og útgjöldin ævintýraleg -
kannski borga menn tugir þúsunda
fyrir hvem klukkutíma á hraðbraut-
inni til lífsgæfunnar. Svo mikið er víst
að t.d. í Bretlandi em nú fleiri lffsstfls-
gúrúar við störf en heimilislæknar og
menn em mun fúsari til að hleypa
þeim í sína vasa en „venjulegum" sál-
ffæðingum. Það stafar líklega af því
að lærðir sálfræðingar, sem fást við
að leysa úr ýmsum andlegum flækj-
um með samræðum, em ekki nærri
eins harðir auglýsingamenn og þeir
sjálfskipuðu andlegu leiðtogar sem
sitja hátt á hverju strái - og ekki eins
léttúðugir í fýrirheitum um skjótan
og mikinn árangur.
Fyrr á árum vom viðræðumeð-
ferðir einkum ætlaðar til að glíma við
neikvæð fyrirbæri sem hrjáðu menn
- þunglyndi, kvíða og fleira þesslegt.
Nú er mestur vöxtur í meðferðum og
námskeiðum sem eiga að magna
vellíðanina sjálfa og lítill vafi á því að
sú þróun mun halda áfram af þung-
um krafti. Aldrei fyrr hafa jafnmargir
trúað því að þeir eigi ekki aðeins skil-
ið að vera lausir við vanlíðan - heldur
hafi þeir heilagan rétt til að láta sér
líða vel. Þennan rétt em menn afar
fúsir til að tryggja sér með kaupum á
hinum réttu aðferðum, kennslu í
réttu hugarfari - eða með töfrapiflum
ef svo ber undir.
Sómaskammt á dag!
Lyfjaiðnaðurinn hefur einmitt
verið geypilega hugvitssamur í að
nýta sér það hugarfar í samtímanum
að ef einhveijum h'ður ekki rétt vel
oftast nær, þá sé eitthvað að honum.
Hann gerir sitt besta til að uppfýlla
spádóm Aldous Huxleys í frægri
skáldsögu frá 1932, „Veröld ný og
góð“: þar er lýst framtíðarsamfélagi
þar sem erfðafití og innræting gera
hvem og einn sáttan við sitt hlut-
skiptí - og ef eitthvað fer úrskeiðis má
alltaf gleypa vægt veflíðunardóp sem
heitir Sóma. Rannsóknafé fer nú á
dögum í stórauknum mæli í að búa
til hegðunarlyf sem eiga að vinna
gegn dapurleika í efnuðum samfé-
lögum - enda em „lífsstflslyfm" nú
þegar seld fyrir um 23 milljarða dofl-
ara á ári hveiju.
Þessi þróun er ekki tengd
Sjálfshjálparbækur Þær hafa lagt
undirsig um 6% af bókamarkaðinum i
Bandaríkjunum, enda jafnan fljótar að
skjótast upp metsölulistann.
því að t.d. þunglyndi hafi magnast að
miklum mun á seinni árum. Mestu
skiptir að flestir em, með góðri að-
stoð auglýsinga frá lyfjafyrirtækjum,
famir að trúa því að þeir eigi rétt á og
möguleika til þess að láta efnavísind-
in létta af þeim hverri óánægju og
hverri áhyggju. Sóma okkar daga er
serotónín (það efni í heUanum sem
tengist velhðan) - það hefur tekist að
koma inn í fóUc þeirri freistandi og
nokkuð hæpnu kenningu, að aUur
dapurleiki og kvíði sé ekki annað en
skorttu á serotóníni og mörgum
söluháum lyfjum er ætlað að vinna
gegn honum. Viagra og skyld stinn-
ingarlyf taka svo að sér að framlengja
sjálfstraust og hamingju karla. Frá
Palm Springs í Bandaríkjunum ber-
ast fyrirheit um að hægt sé að gera
aldraða unga og spræka með því að
gefa þeim inn aUa hormóna á hverj-
um degi. Og svo mættí lengi telja.
í bók Davids Healys, „The Antí-
depressant Era“, em lyfjafyrirtækin
sótt tíl ábyrgðar fyrir að þau séu ekki
bara að selja pfllur, þau „markaðs-
setji sjúkdómana". Átt er við það, að
þau fái með áróðri sínum fólk til að
halda að öU vanlíðan sé sjúkdómur
sem má gefa trúverðugt naifri og taka
pfllu við. Vitanlega em til ágæt geð-
hvarfalyf sem alvarlega veikt fólk þarf
sannarlega á að halda - en markað-
urinn leggur undir sig stærri og stærri
svæði langt fyrir utan slíka nauðsyn.
Þessi sjúkdómsvæðing er hábölvuð
fyrir margra hluta sakir - m.a. vegna
þess að hún leggst með vaxandi fargi
á heUbrigðiskerfi þjóða og dælir tíl
sín peningum sem betur hefðu farið
tíl annarra og nauðsynlegri hluta.
Hamingja og samfélag
Ýmsum þeim sem stendur stugg-
ur af sálrænu skottulæknahjafi og svo
hamingjupiUum finnst lflca, að þessar
hæpnu aðferðir tíl að stytta sér leið í
hamingjuleitinni leiði athygfi frá
ýmsu því sem miklu varðar um U'ðan
fólks í mannlegu félagi. TU dæmis
spumingum sem varða auð og rfld-
dæmi og skiptíngu lífsgæða. Mjög fá-
tæk samfélög eru um leið samfélög
óhamingjusamra. En eftír að búið er
að sjá fólki fyrir brýnustu þörfúm
breytíst ekki mfldð.
Fólk í ríkum löndum hefur
kannski úr þrisvar sinnum meiru að
spUa og er miklu heUbrigðara en
menn voru fyrir 50 árum - en það
hefúr út af fyrir sig Util áhrif á ham-
ingjustatistflcina. Aftur á mótí má lesa
það af könnunum, sem áður hafa
verið raktar í þessum pistlum, að
brött tekjuskipting innan samfélaga
magnar mjög vanh'ðan meðal þegn-
anna. Af þessu má draga þær ein-
földu pófltísku ályktun, að öUum pfll-
um betri og hoUari ávísun á veUíðan
sé alvarleg vfleitni tíl að gera mann-
legt samfélag sanngjamara en það er
og manna mun minni en mark-
aðslögmálin vUja.