Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Side 29
Anatole France.
Anatole Fránce hét réttu nafni Jacques Anatole
Francois Thibanlt og var fæddur 16. apríl 1844 í
París. Faöir hans var bóksali á vinstri bökkum
Signu, i latneska hverlinu, greindur maður og fjöl-
fróður. Frá unga aldri hafðist sonur hans öllum
stundum við i búð föður síns, grúskandi, lesandi og
hlustandi á viðræður hinna mörgu lærðu manna,
sem hittust þar og tókust tali um bókmentir, listir
og vísindi. Hann var settur tií náms í jesúítaskóla i
París, fékk par góða klassiska undirstöðumentun og
tók snemma miklu ástfóstri við gríska og latneska
fornmenningn. Saga, listir og bókmentir latnesku
pjóðanna, sérstaklega í fornöld og á miðöldum,
urðu siðar meginuppspretta mentanar hans og varð
hann hálærður maöur í pessum fræðum.
Æfi hans varð ekki venju fremur tilburðgrík eða
söguleg. Hann byrjaði snemma að skrífa og var sí-
vinnandi alla æfi, feröaðist dálítið um menningar-
lönd Evrópu, átti meira eða minna vingott við
margar konur, i og utan hjónabands, eins og gengur
og gerist, og pá ekki síst um franska rithöfunda, og
varð smám saman veilauðugur á ritum sínum. 189&
varð hann meðlimur franska Akademisins, en fékk
Nóbelsverðlaunin 1921. Hann lést 13. okt. 1924.
Með honum er fallinn í valinn hinn frægasti og
franskasti rithöfundur Frakka á síðari tímum og
einn fremsti fulltrúi evrópskrar hámenningar á vor-
um dögum. Hann var af öllum viðurkendur mestur
stílsnillingur peirrar pjóðar, sem fegurst og full-
komnast ritar óbundið mál, hann var i senn stór-
mentaður lærdómsmaður og með afbrigðum hug-
myndaríkt og djúpviturt skáld.
Hann heflr ort kvæði, samið æfintýri, smásögur og
(25)