Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Page 30
rómana frá ýmsum öldum, heimsspekirit, sögulegar
ritgerðir og bækur og kynstur af blaðagreinurn um
bókmentir, sem hanu hefir gefið út í tveim bindum.
Hér skal lauslega drepið á fáein af helstu verkum
hans: La Rotisserie de la Reine Pédauque (1893), saga
frá 18. öld, þar sem fyrst kemur fram ein frumleg-
asta persónan í verkum France, Coignard ábóti,
ólifnaðarseggur og drykkjusvín, fullur innilegrar
meðaumkunar með öllum sem bágt eiga og góðlát-
legrar hæðni um alt sem hreykir sér og þykist, heit-
trúaður á guð og lostagjarn til kvenna, sæll í synd
og vanvirðu eins og skynlaus skepna, vitringþr með
barnshjarta. Thais (1890), söguleg skáldsaga frá Alex-
andríu hinni fornu, þar sem France hefir vakið hana
til lífs að nýju, í allri dýrð hennar og litríki. Le lysr,
rouge (Rauða liljan — 1894), ein tilkomumesta ástar-
saga í frönskum bókmentum, ein fegursta saga sem
rituð hefir verið um holdlega ást og afbrýði háment-
3Ös listamanns. France virðist hafa sérstaka unun af
að lýsa holdlegum ástríðum, hann gerir það oft en
alstaðar með óskeikulum smekk fegurðatdýrkanda,
sem getur leyft sér að segja alt. Konan sem mynd-
höggvarinn Deschartre elskar, er yndisleg bæði að
skapgerð, gáfum, mentun og kvenlegri tilfinning —
hann skilur það, nýtur þess, en myndi hann hafa
elskað hana ef hún hefði verið ljót? Pað er líkams-
fegurð hennar, sem hann elskar af öllu sínu frið-
lausa ástríðuríki, en sál hennar er honum »ilmur af
holdi hennarc Histoire Contemporaine (Saga sam-
tíðarinnar — 1897—1901), skáldsaga í fjórum bind-
um, skrifuð um og eftir Dreyfus-hneykslið, árás á
klerkavaldið, auðvaldið og þjóðernisofstækið franska.
Jeanne d’Arc (1908), saga þjóðhetjunnar, sem hann
færir úr dýrlingaskrúðanum og lýsir sem hrein-
lyndri, heittrúaðri og fáfróðri sveitatelpu. Les dieux
ont soif (Guðina þyrstir — 1912), saga frá stjórnar-
byltingunni frönsku, sem virðist eiga sér að baki þá
(26)