Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004 Sport DV Gunnar leik- reyndastur Hinn 27 ára gamli Gunnar Ein- arsson er leikreyndasti leikmaður Keflavíkurliðsins. tíunnarhófúr- Keflavík heldur áfram þátttöku í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik karla í kvöld. Portúgalska liðið Madeira kemur í heimsókn en liðin mættust tvívegis i síð- ustu keppni þar sem Keflvíkingar sigruðu á heimavelli en töpuðu útileiknum naumlega með einu stigi. f Unilsb'*' valsdeildarferil sinn árið 1994 þegar hann var á sautjánda ári og hefur leikið 12 tímabil og 451 leiki ails rneð Keflavík. Þá á tíunnar 27 landsliðsleiki að baki og 39 leild með imglingalandsliðinu. Gunnar var valinn besti leik- ' maður tímabilsins í fyrra á lokahófi Keflavíkur. Harui' var lykilmaður . . hjá Keflvflcing- um sem urmu Allir ógnandi ó vellinum tvöfalt annað árið í röð og stóðu \ sig að auki vel í Bikar- keppni Evrópu. Ef mið- að er við frammistöðu kappans í leiknum gegn Reims má búast ,1 við öðru glæsilegu tímabili hjá Gunnari ; og mega andstæð- ingar hans hverju sinni búast við ; harðri keppni á £%■■ báðum endmn vallarins. Dómarar ekki hliðhollir Keflavflc og Madeira mættust öðru sinni í Portúgal á heimavelli Madeira. Þar voru það heima- menn sem réðu lögum og lofum framan af en rétt eins og í Slátur- húsinu komu Keflvfldngar sterkir til baka í þriðja fjórðungi þar sem þeir gerðu harða atiögu að portú- galska liðinu. Keflavflc vann leik- lilutann 32-19 en gekk ekki jafhvel í lokafjórðungnum. Skot Derricks AOen á lokasekúndum leiksins geigaði en þjálfarar Keflvfldnga vildu meina að brotið hafði verið á Alien en eins stigs tap er þó staðreynd, 108-107. Keflvfldngar gengu svekktir af velli enda hárs- breidd frá því glæsilega afreki að sigra báða leikina gegn hinu sterka liði Madeira. Það var sem fyrr Nick Bradford sem var öfl- ugastur í liði Keflavflcur, skoraði heil 38 stig, gaf 6 stoðsendingar og stal sex boltum. Bradford öflugur í fyrra Það var í lok nóvember á sfð- asta ári sem Madeira skellti sér í heimsókn í Sláturhúsið í Keflavík. Keflavflc hafði ekki tekið þátt í Evrópukeppni í heilan áratug og voru menn þar á bæ staðráðnir í að láta ekki sitt eftir liggja. Kefla- vflc vann fyrri leik liðanna, 99-88. Tvö stig skildu liðin að í hálfleik en Keflvfldngar gerðu út um leik- inn í þriðja fjórðungi með því að skora 32 stig gegn 20 stigum Mad- eira. Nick Bradford fór fyrir Kefla- víkurliðinu í leiknum. Skoraði 29 stig, tók 12 fráköst og gaf 4 stoð- sendingar. Leikmennimir þrfr, sem er enn að finna innan raða Madeira, riðu ekki feitum hesti í leiknum. Þeir skoruðu aðeins 14 af 88 stigum gestanna sem náðu þó að hefna ófaranna á sínum heimavelfi. S Keflvíkingar taka á móti portúgalska liðinu Madeira í Bik- M arkeppni Evrópu í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. „Við f\ vinnum leikinn, það er ekkert öðruvísi," sagði Sigurður Ingi- * mundarson, þjálfari Keflavíkurliðsins, vígreifur fyrir komandi ’ átök. „Við erum ekkert að ofmeta okkur eða vanmeta neitt. Við ætlum bara að spila okkar leik. Við spiluðum gegn þessu liði í keppninni í fyrra en þá vann hvort liðið einn leik. Liðið hefur breyst mikið og það eru aðeins tveir leikmenn frá því í fyrra. Til Madeira hafa streymt leikmenn af ýmsu bergi brotnir en við erum búnir að kortleggja liðið vel.“ Að sögn Sigurðar er lið Keflavíkur lítið sem ekkert að velta sér upp úr því hvað andstæðingarnir gera hverju sinni. „Þetta snýst mikið um hvort við náum að setja upp okkar spil. Ef það geng ur upp erum við í góðum málum. Þannig erum við ekkert að velta mótherjun- um fyrir okkur heldur ein- beitum okkur að því að gera þesssa hluti sem við viljum gera.“ Keflvfldngar mæta til leiks enn sterkari en í sigur- leik liðsins gegn franska lið- inu Reims, en Mike Matthews er horfinn á braut og Nick Bradford kominn í hans stað Eins og flestir vita lék Bradford með Keflavflc í fyrra og átti stóran þátt í velgengi liðsins, bæði í deildinni hér heima og í Evrópuleikjunum. „Liðið er öflugra með tilkomu Bradfords „Liðið er öflugra með tilkomu Bradfords og hann tryggirþað sem við viljum; að allir á vell- inum séu ógnandi. Með þannig liðsskipan er erfitt við okkur að eiga." Sigurður Ingimundarson Óttast enga mótherja og ætlar sér sigur I hverjum leik. hann tryggir það sem við viljum; að allir á vellinum séu ógnandi. Með þannig liðsskipan er erfitt við okkur að eiga." Bestir þegar mest á reynir Keflavflcurhraðlestin virðist virka betur en áður þegar um stærri áskoranir er að ræða. Það sást best í leiknum gegn Reims sem fyrirfram var talið sigurstranglegra gegn áhugamannaliði Keflvfldnga. Sig- urður fullyrti að keppnin væri mikil áskorun og góður vettvangur fyrir menn til að auglýsa sig. „Nú þekkja menn betur að hverju þeir ganga og þetta er skemmtilegt reynsla. En það liggur mikil vinna að baki og því er gaman að sjá menn nýta tækifærið. Þeir eru margir hverjir að spila hörkuvel í þessum leikjum," sagði Sigurður Ingimund- arson. Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflavflcurliðsins, er einmitt einn af þessum mönnum, en hann hefur látið ljós sítt skína svo um munar í Evrópukeppninni og sýnt og sannað að þar er einn allra mikilvægasti leikmaður Keflavíkur á ferðinni. Hann skoraði 22 af 28 stigum sínum í fyrri hálfleik gegn Reims en þar gerði Keflavflcurhraðlestin út um leikinn og átti Reims-liðið enga möguleik gegn Keflvfldngum. Engin tilviljun Gunnar fullyrðir að árangurinn í leiknum gegn Reims var engin tilviljun og að vel smurt Keflavíkurlið hafi ein- faldlega verið of mikið fyrir kokhrausta atvinnu- menn franska liðsins. „Það segir líka meira en mörg orð að leikmenn Reims tóku aðvaranir annarra liða, sem höfðu Gunnar Einarsson Gunnar Einarsson fór á kostum gegn Reims. Endurtekur hann leikinn gegn Madeira? leikið gegn okkur, ekki alvarlega. Þeim var tjáð að við værum með gott lið og gætum spilað góðan körfu- bolta en mættu engu að síður daufir til leiks," sagði Gunnar og bætti við að Keflavflcurliðið stæði sterkara að vígi í dag. „Með tilkomu Nicks Bradford verðum við enn erfiðari við að eiga því hann fellur vel að því sem við erum að gera, enda þekkir hann vel til. Stóð sig gríðarlega vel í Evrópu- keppninni í fyrra og erum við því komnir með meiri ógn en áður,“ sagði Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflavflcur. Leikurinn er í Sláturhúsinu í Keflavflckl. 19.15. sXe@dv.is Þórarinn Kristjánsson hittir gamlan félaga úr Keflavík Æfir með Ólafi og félögum hjá Torquay Samningur Þórarins við bikar- meistara Keflavflcur er runninn út og hann hyggst ekki skrifa undir nýjan samning við félagið fýrr en hann hefur fullreynt hvort hann komist í atvinnumennsku. Þórarinn fór með Haraldi Frey Guðmundssyni til norska liðsins Aalesund á dögunum. Þeim gekk báðum vel, Haraldur er búinn að skrifa undir samning við félagið og Þórarinn heldur í þá von að hann fái samning hjá félaginu. „Þeir ætla aðeins að fá einn framherja og eru enn að skoða leikmenn og ekki búnir að semja við neinn þannig að ég á enn möguleika," sagði Þórarinn sem sagðist hafa skilið við félagið á jákvæðum nótum. „Þeir sögðust hafa verið mjög ánægðir með mig en ætluðu samt að skoða fleiri menn áður en þeir ákveða sig." Þórarinn er með fleiri jám í eldinum. Til greina kemur að fara til reynslu til fleiri félaga í Noregi og Svíþjóð og svo mun hann fara til reynslu til enska 1. deildarliðsins, sem í raun er enska 3. deildin, Torquay sem Ólafur Gottskáldsson, fyrrum leikmaður Keflavflcur, leikur með. Fertil Englands „Umboðsmaðurinn er að vinna í mínum málum og það gæti dottið inn eitthvað í Noregi eða Svíþjóð. Ég fer væntanlega til Óla og félaga fljótlega en það liggur ekki fyrir hvenær það gæti orðið nákvæm- lega,“ sagði Þórarinn sem er ekki búinn að fá nýjan samning frá Keflavflc en önnur lið á íslandi hafa sett sig í samband við hann og boðið honum samning. „Ég á von á nýjum samningi frá Keflavflc fljótlega en ég er ekkert að flýta mér. Annars er ég opinn fyrir öllu og ekkert víst að ég verði áfram hjá Keflavík. Ég er með önnur tilboð sem ég mun skoða," sagði Þórarinn. henry@dv.is „Það er ekkert víst að égverði áfram hjá Keflavík. Ég er með önnur tilboð sem ég mun skoða." Þórarinn Kristjánsson Enn án félags en er meö samninga frá Islenskum félögum. Mun fara til reynslu til enska félagsins Torquaysem Ólafur Gottskáldsson leikurmeö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.