Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Qupperneq 32
»The Innocentst (1917) og »Free Air« (1919). Bækur
pessar voru taisvert lesnar, en pó var Lewis ekki
enn kominn í tölu peirra manna, sem vckja umtal
að marki. Pað var næsta bók hans, »Main Street«
(1920), sem gerði hann frægan.
Efninu til pessarar sögu hafði Lewis safnað síðan
1905, er hann var stúdent i Yale-háskóla. Sagan
var árás á smábæjalifið i Bandarikjunum, harðsnúin
og egghvöss, svo að allir vildu lesa bókina, bæði með-
haldsmenn og eins hinir, sem ekki geta á sér setið
að lesa skammargreinir um sjálfa sig i blöðunum.
Lewis græddi á bókinni og notaði peningana til pess
að ferðast til Evrópu. »Main Streete seldist í 700 pús.
eintökum, og pótti pað eins dæmi.
Næstu bókina, sem kom út 1922, skrifaði Lewis í
Englandi og ítaliu. Heitir hún »Babbit« og lýsir á
snildarlegan hátt lifi hins amerikanska »meðalmanns«.
Lesendum, sem ekki eru kunnugir pjóðlifi Banda-
rikjamanna, pykir bókín nokkuð langdregin og leið-
inleg á köflum, en kunnugir fullyrða, að efni hennar
sé sfgild mynd af lifi Bandarikjamanna. Það var
pessi saga, sem aflaði höfundinum Nobelsverðlaun-
anna. Næsta bókin kom út 1925 og heitir »Arrow-
smith«. Þar er aðalpersónan læknir einn, býsna sér-
stæður, og fjallar sagan mjög um læknavisindi, og er
talað um pau, eins og lærður maður talaði. Það, sem
snertir læknavísindin í bók pessari, lagði vinur höf-
undarins, læknirinn Paul de Kruif, sem nú er orð-
inn frægur rnaðar fyrir bók sina »Microbe-Hunters«,
honum til. En peir ferðuðust báðir saman viða um
heiro, til pess að gera athuganir er varða bókina.
Amerikumenn eiga bókmenntaverðlaun, svo nefndan
»Pullitzer-Prize«, og voru pau veitt Lewis fyrir pessa
bók, en hann neitaði að taka við, með peim um-
mælum, að skipulagsskrá sjóðsins væri gerð af of
miklu ófrjálslyndi.
Árið 1926 kom »Mantrap« og næsta árið »Elmer
(28)