Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Page 41
skrifað það, enda er efni sögunnar sérstætt. Hún
fjallar sem sé ekki um stjórnmálabylting heldur um
bylting húsdýranna, uppreisn þeirra gegn mannin-
um, og hvernig þau hrinda af sér oki hans og hætta
að hlýða. Bók þessi kom út 1924, og lauk þar ritferli
hins vinsælasta skálds Pólverja á þessari öld.
Hann dó árið eftir að honum hafði næstfyrstum
allra pólskra skálda hlotnazt sá heiður að taka við
Nobelsverðlaununum, 2. dezember 1925. Sama árið
misstu Pólverjar annað stórskáldið, það skáldið, sem
nmheimurinn hafði metið meira, þó að heima fyrir
yrði það að þoka fyrir Reymont: Stefán Zeromski. —
Pað eru þessir tveir menn, sem næstir á eítir Sien-
kíewicz hafa sannað heiminum, að Pólverjar eru enn
bókmenntaþjóð, sem skipa sess sinn með heiðri. Og
þeim auðnaðist að sjá land sitt frjálst eftir langa
kúgun. Nú sprettur fram i Póllandi ný kynslóð, en
skáld hennar virðast eiga fátt sameiginlegt með þeim,
sem hér hafa nefnd verið. Pað er margt, sem bendir
til, að aldahvörf hafi orðið i pólskum bókmenntum
með fráfalli Ladislás Reymont.
William Butler Yeats.
Sumarið 1923 var mikið um það talað bér á landi,
hver hljóta mundi Nóbelsverðlaunin. Tilefni þessvar
það, að þá voru taldar talsverðar líkur til þess, hér
á landi, að íslenzkur rithöfundur mundi hljóta þenna
sóma. Petta fór þó eigi svo. Pað var írland, en
ekki Island, sem höndlaði hnossið i það skiptið, og
fyrsti Nóbels-verðlaunamaður irskra bókmennta varð
skáldið William Butler Yeats.
Pegar talað er um írskar bókmenntir til aðgrein-
ingar irá enskum, má með fullum rétti kalla þær
keltneskar bókmenntir. Keltneska blóðið er rikt og
þróttmikið og hinar þjóðlegu bókmenntir írlendinga
ern keltneskar öllu öðru fremur. Pær verða raktar
(37)