Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Síða 43
hsns ■vildi láta hann feta í fótspor sín og verða mál-
ara og setti hann, 18 ára gamlan, til náms í lista-
háskóla. Par var hann þrjó ár, en undi illa hag sin-
ntn og var hyskinn við námið. Hann lét storkna í
penslunum, en sat lengstum i bókasöfnum og las
pýöingar af keltneskum kvæöum og sögum, eða hann
heimsótti bændurna í nágrenninu og hlýddi á pjóð-
aögur og ævintýri af munni þeirra. Hann var meyr-
geðja og draumlyndur og komst við af fögrum
ljóðum.
Fyrsta kvæðið eftir hann kom út, þegar hann var
19 ára, í tímariti í Dublin, og tvö næstu árin kom
talsvert út af kvæðum eftir hann. Pá ákvað hann
að helga bókmenntunum lif sitt og segja skilið við
málaralistina og gaf út fyrstu söguljóð sin. Næstu
fjögur árin dvaldist hann í Lundúnum við blaöa-
mennsku, en tók jafnframt saman tvö bindi af kelt-
neskum þjóðsögum og ljóðum.
Fað var kvæðabókin »Ferðir Oisins« (1889), sem
aflaði Yeats viðurkenningar sem Ijóðskáids. Hafði
hann þá, 24 ára gamall, orkt fjöida kvæða og sótt
yrkisefni sin eigi að eins i forsögu Kelta, heldur alla
Ieið austur i Indland. Varð hann fyrir ríkum áhrifum
þaðan og gerðist dulspekingur og skrifaði síðar rit-
gerð um dulspeki. Árið 1892 kom út leikritið »Hefð-
arfrúin Katleen«, sem segir frá aðalskonu, sem selur
sál sína til þess að bjarga þegnurn sinum frá hungur-
morði; var það leikið i Dublin, en sætti áköfum and-
mælum og þótti óguðlegt. Vitanlega varð þetta hin
bezta auglýsing fyrir leikritið. Einþætt leikrit samdi
hann tveimur árum síðar, um draumlynda brúði,
sem er heilluð af álfum. Leikur þessi var eins konar
imynd þeirra draumheima, sem Yeats lifði og hrærð-
ist i þessi árin. Hann lifði í ævintýrinu og ævintýriö
I honum.
Pað var eins og hin blundandi meðvitund þjóðar-
innar um fortið sina og sjálfstæðar bókmenntir vakn-
(39)