Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Blaðsíða 49
Júní 27. Brann íbuðarhús í Grímsev. — Íslandsglíman
háð í Rvík. Glímukóngur varð Lárus Salómons-
son, en fyrir fagra glímu var Þorsteini Einarssyní
dæmt Stefnishornið.
— 27.—28. Aðalfundur prestafélags íslands haldinn á
Pingvöllum.
1 þ. m. kom italskur llugbátur til Rvíkur. Fór,
26. s. m., til Londonderry.
Júlí 6., aðfn. Brann út af Reykjanesi vélbátur, Ell-
iðaey, frá Vestmannaeyjum. — Mannbjörg varð.
— 17. Minnisvarða Leifs heppna í Rvík afhenti
sendiherra Bandaríkjanna, F. W. Coleman, fyrir
hönd Bandarikjastjórnar, og afhjúpaði hann.
— 24. Meistaramót i sundi hjá Örfirisey.
— 27. Sökk vélbátur Stígandi, frá Akranesi, i fiski-
róðri fyrir Mýrum. Mannbjörg varð.
í þ. m. kom von Gronau til Rvíkur, i flugvél,
á leið frá Pýzkalandi til Vesturheims. —
Ágúst 4. Kosið fyrsta bæjarráð Rvikur. Kosnir voru
Guðmundur Ásbjörnsson, Hermann Jónasson,
Jakob Möller, Pétur Halldórsson og Stefán Jóhann
Stefánsson.
— 10. Komu menn þeir, er stunda veðurathuganir á
Snæfelisjökli, og höfðu með sér hús það, er reist
var á jðklinum, og rannsóknaráhöld öll. Yfirmað-
ur fararinnar Mercanto prófessor, en hinir: Zingg,
dr., veðurfræðingur, og P. Jensen símritari.
— 21. Vígð Pverárbrúin i Rangárvallasýslu.
— 23. Kom norsk eftirliking af víkingaskipi, úr
Vesturheimsför til Rvíkur; skipstjóri Gerhard
Folgerö. Fór 29. s. m. áleiðis til Noregs. — Komu
nokkurir hollenzkir visindamenn til Rvikur, með
2 litlar flugvélar, til að rannsaka norðurhvelið
gagnvart hita, raka, straumum, o. s. frv. Rann-
sóknirnar hófust */»•
— 26. Flaug Lauge Kock landkðnnuður frá Score-
bysundi í Grænlandi til Ákraness.
(45)